Skírnir - 01.09.1994, Page 181
SKÍRNIR
AÐ SYNGJA Á ÍSLENSKU
451
atkvæði, en fyrsta áherslan fellur ýmist á 1. eða 2. atkvæði, og þær
eru ýmist með karl- eða kvenendingum.
Línumyndirnar eru því þessar:
a) - - u_u_u~u (dhersla á 1. atkv., kvenending)
samt. 38 línur.
b) - uu - u - u - u - (áhersla á 1. atkv., karlending)
samt. 18 línur.
c) u_u_u_u_u_u (áhersla á 2. atkv., kvenending)
samt. 13 línur.
d) u_u_u_u_u_ (áhersla á 2. atkv., karlending)
samt. 13 línur.i7
Línur a) og b) mynda tilfinningu fyrir hnígandi rytma, eða
réttum bragliðum, c) og d) fyrir rísandi, eða öfugum liðum.
Hvernig þær skiptast á í kvæðinu er ófyrirsjáanlegt nema að því
leyti sem endarímið skilyrðir röð þeirra. (Hver lína getur rímað
ýmist við aðra eins eða þá sem hefur samkynja endalið.) Fjöldi
risa er hins vegar alltaf sá sami, enda væru línurnar annars ekki
jafnlangar í framburði.58 Þríliður hefur fasta stöðu í upphafi a og
b, og getur ekki hljómað sem staðgengill tvíliðar. Hann fyllir
alltaf rými þriggja atkvæða.
Jónas virðist undir áhrifum hefðbundinna skilgreininga ellefu-
kveðunnar í því að oftast skiptir hann línunni eftir 5. eða 7. at-
kvæði. Stundum er þó erfitt að greina nokkurt hlé, en sumar línur
skiptast eftir 4. eða 6. eða jafnvel 2. atkvæði. Víðast hvar er ásetn-
ingur skáldsins að rjúfa línuna greinilegur og tíðni þræddra lína
sýnir hversu umhugað því var að setningar skiptust ekki sjaldnar
í miðjum vísuorðum en á mótum þeirra. Þar sem hléð verður
ekki ráðið af greinarmerkjum ber við að fyrri hluti línunnar til-
heyri greinilega þeirri á undan: „Dreyrrauðum hesti hleypir gumi
57 Hlutfallið milli fjölda karl- og kvenendinga er 31 á móti 51, næstum nákvæmt
gullinsnið.
58 Hér er átt við það sem nefna ætti fræðilegan en ekki raunverulegan framburð.
I ellefukveðu leita skáldin jafnan nokkurs jafnvægis í fræðilegum framburði,
en efnislegir, setningafræðilegir eða aðrir þættir hafa síðan margvísleg áhrif á
lengd línanna í raunverulegum framburði.