Skírnir - 01.09.1994, Síða 205
SKlRNIR
MANNRÉTTINDI
475
skoðun stjórnarskrárinnar og féll þá umboð tveggja eldri nefnd-
anna niður. Yngsta nefndin starfaði í nokkur ár og átti það sam-
eiginlegt með forverum sínum að hún skilaði ekki af sér. I maí
1972 var svo enn skipuð nefnd sem ljúka átti endurskoðun
stjórnarskrárinnar, sem þá átti skammt í að verða 100 ára gömul
auk þess sem styttist í þrítugsafmæli lýðveldisins. Ekki varð sjá-
anlega meiri árangur af starfi hennar en hinna fyrri.
Vorið 1978 ályktaði Alþingi um endurskoðun stjórnarskrár-
innar og var þá enn skipuð nefnd.
A fyrsta fundi hennar, 1. desember sama ár, var Gunnar
Thoroddsen kjörinn formaður. Gunnar G. Schram, prófessor, var
nefndinni til ráðuneytis. Nefndin, sem gjarnan hefur verið kennd
við formann sinn, sendi þegar í ágústmánuði 1980 frá sér tvær
skýrslur. Önnur þeirra fjallaði um endurskoðun stjórnarskrár-
innar í heild en hin um kjördæmaskipan og kosningafyrirkomu-
lag. I janúar 1983 var skýrslan um heildarendurskoðun stjórnar-
skrárinnar gefin út og 14. mars sama ár flutti Gunnar Thorodd-
sen, forsætisráðherra og formaður nefndarinnar, frumvarp um
endurskoðun stjórnarskrárinnar á grundvelli þeirrar vinnu sem
farið hafði fram á vegum stjórnarskrárnefndarinnar.
Gunnar gerði þingheimi grein fyrir breytingartillögunum lið
fyrir lið. Þegar kom að mannréttindakaflanum sagði hann m.a.:
I þessum kafla eru bæði endurskoðuð mörg ákvæði um þau mannrétt-
indi sem fyrir eru í stjórnarskrá, gerð fyllri og ítarlegri með hliðsjón af
þróun og breytingum sem gerst hafa í þjóðfélaginu, og ennfremur tekin
upp ný ákvæði um réttindi, höfð hér mjög hliðsjón af ýmsum hinum
nýrri stjórnarskrám og m.a. af mannréttindasáttmála Evrópuráðs, félags-
málasáttmála Evrópu, alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg
réttindi eða Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og samningi um
efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi, einnig samþykkt á alls-
herjarþingi Sameinuðu þjóðanna. (Alþingistíðindi, B-hluti, 19. hefti,
1982-83, d. 3094)
Mörg nýmæli er að finna í mannréttindakafla frumvarpsins,
t.a.m. í 66. gr. en samkvæmt henni er bann lagt við afturvirkni
refsilaga. Samkvæmt 68. gr. er tjáningarfrelsið ekki bundið við að
láta hugsanir sínar í ljós á prenti heldur á fólk að hafa rétt til að
afla sér upplýsinga eða mynda sér skoðanir og koma skoðunum