Skírnir - 01.09.1994, Page 209
SKÍRNISMÁL
Að blekkja og blekkja ekki
PÁLL SKÚLASON, PRÓFESSOR, skrifaði fyrir örfáum árum grein sem
birtist í þessu tímariti og bar yfirskriftina: „Spurningar til
rithöfunda".1 Greinin virðist hafa verið skrifuð með það fyrir
augum að ýta við rithöfundum og hrinda af stað umræðu um
sköpunarstarf þeirra og tilgang fagurbókmennta, því að Páll bein-
ir máli sínu einkum til höfunda sem fást við slíkar bókmenntir.
Skemmst er frá því að segja að spurningar Páls brunnu ekki á
höfundum þessa lands og aðeins einn tók sig til og skrifaði grein,
en ekki í búningi svars, heldur var um að ræða hugleiðingar hans
sjálfs. Þessi höfundur var Guðbergur Bergsson.2 Eftir lesturinn á
grein Guðbergs og við nánari umhugsun komst ég að raun um að
ekki er unnt að svara spurningunum sem Páll varpar fram. En
þær eru svohljóðandi:
Takist þið [rithöfundar] raunverulega á við það verkefni að vinna úr
reynslu mannfólksins og móta nýjan sjálfsskilning og skilning á heimin-
um við mótsagnakenndar aðstæður samtímans? Eða er með öllu óviðeig-
andi að vænta þess að þið sinnið þessu verkefni? (bls. 433)3
Auðsætt er á formi spurninganna („takist þið“ o.s.frv.), að
hverjum höfundi um sig er ætlað að líta í eigin barm, enda væri
það hin mesta ósvinna að fara að líta í barm kolleganna og svara
fyrir þá. En jafnvel þótt við gæfum okkur að höfundarnir settust
niður og skoðuðu sálarfylgsni sín, meira að segja flettu blöðum
eigin verka, væri heldur ekki við hæfi að þeir svöruðu slíkum
spurningum. Þegar höfundur hefur lokið verki er það ekki hans
að dæma hvort honum hafi tekist, eða ekki tekist, að móta nýjan
1 Skímir, 164. ár, haust 1990, bls. 425-434.
2 „Er skáldsagan leið til hjálpræðis?“ Skírnir, 165. ár, haust 1991, bls. 438-449.
3 Allar tilvitnanir eru teknar úr grein Páls Skúlasonar, nema annað sé nefnt.