Skírnir - 01.09.1994, Page 212
482
ÁLFRÚN GUNNLAUGSDÓTTIR
SKÍRNIR
vill ekki hafa gerst í veruleikanum, en vísar þó til hans. Og ósjald-
an erum við leynt eða ljóst haldin löngunum sem oft reynist erfitt
að uppfylla. An hugarflugs og drauma getum við samt ekki lifað.
Undir allt þetta ýtir góður skáldskapur. Hann getur auðgað hug-
ann kæri maður sig um. Mann grunar líka að raunveruleikinn
kunni að vera blekking, að minnsta kosti sá raunveruleiki sem
ýmsar stofnanir samfélagsins halda að fólki. Blekkingu skáld-
skaparins er á hinn bóginn öðruvísi háttað. Henni er ekki troðið
upp á einn eða neinn. Hún byggist á gagnkvæmu frelsi, á óskráðu
samkomulagi milli höfundar og lesanda. Annar blekkir og hinn
vill láta blekkjast.
Skáldskapur er þó ekki saklaus leikur. Væri því þannig farið,
óttuðust hann ekki valdhafar ýmissa landa. Fyrr á öldum þóttu
ritskoðendur sjálfsagðir, þeir gáfu út eitt af þeim leyfum sem
þurfti að fá áður en bók kæmi fyrir almennings sjónir. Nú á tím-
um eru valdhafar þeirra landa þar sem ritskoðun viðgengst litnir
hornauga. Ritskoðun sýnir glögglega, nú eins og áður, að yfir-
völdum stendur ekki á sama um skáldskap, í þeirra augum er
hann ekki saklaust fyrirbæri. Yfirvöld vita og vissu, eins og raun-
ar lesendur, þó að hvorki hefðu þau gluggað í Aristóteles né rit
annarra spekinga, að í skáldskap er að finna almenn sannindi.
Undir yfirskyni skáldskaparblekkingar gæti margt leynst, jafnvel
óæskilegar hugmyndir. Þær eru þó sjaldnast settar fram með
beinum hætti, heldur flæktar í neti alls kyns bragða. Hluti af
ánægju lesandans er einmitt í því fólginn að greiða úr flækjunni.
Einnig dylst margt undir yfirborði góðrar sögu sem stjakar við
lesandanum og krefst „þátttöku" hans við að skapa hana. Sagan
er ekki tuggin ofan í hann. Skáldskapur hefur til að bera sveigjan-
leika eða svigrúm sem hvergi annars staðar er að finna. Frelsi býr
í blekkingunni og er dýrmætt. Enginn ætti að þurfa að skammast
sín fyrir að halda því á lofti.
Af grein Páls verður ekki annað ráðið en hann vilji að vissu
leyti skerða þetta frelsi og setja höfundum skorður. Skýtur það
nokkuð skökku við þessa setningu Páls:
Við þurfum rithöfunda [...] sem bera sannleikanum vitni og líka tak-
mörkuðu og skertu frelsi mannskepnunnar [...]. (bls. 434)