Skírnir - 01.09.1994, Page 213
SKÍRNIR
AÐ BLEKKJA OG BLEKKJA EKKI
483
Væri því marki helst náð með frelsisskerðingu skáldskaparins?
Gengjust höfundar undir kvaðir sem þeim væru fyrirfram settar,
yrðu þeir fljótlega ofurseldir nokkurs konar „andlegri ritskoð-
un“. Og hún mundi ekki aðeins ná til þess sem skrifað er um,
heldur hvernig það væri skrifað. Raunar tæpir Páll á því atriði:
Loks vil ég máli mínu til stuðnings benda á að skáldsögur á síðari tímum
virðast annað hvort gerast inni í hugarheimi eða skynjunarheimi tiltekins
einstaklings eða þá að heimurinn allur verður svið ímyndunar sem
spinnur sinn endalausa vef atburða og athafna fram og aftur í tíma og
rúmi. (bls. 429)
Hér er Páll að tala um einstaklingshyggju nútímans, sem hann
telur að birtist ekki hvað síst í upphafningu sjálfsins. Höfundar
ekki aðeins „sviðsetja sjálfa sig að hætti valdsmanna" (bls. 434),
heldur nær sjálfsupphafningin alla leið til persónanna sem þeir
skapa. Með öðrum orðum, hefur áhrif á hvernig þeir skrifa.
Mér sýnist að nokkurs misskilnings gæti hér í málflutningi
Páls. Öldum saman hafa sögur verið sagðar í fyrstu persónu, en
við það takmarkast sýn á hluti, atburði og aðrar persónur. Jafn-
framt skapast ýmsir óvissuþættir sem virkja lesandann til að geta í
eyður. Til er einnig „fölsk“ fyrstu persónu frásögn, þ.e. sagt er frá
í þriðju persónu, en miðað er við sjónarhorn einstaklings. Sögu-
maður sem segir frá í þriðju persónu, og var fyrr á tímum oft höf-
undurinn sjálfur, en er það síður nútildags, þekkir gjarnan innviði
sögunnar og leiðir hana markvisst að ákveðnum endalokum.
Ymsum lesendum finnst hald og traust að slíkum sögumanni,
einkum ef hann er traustvekjandi. En oft er sögumaður brögðótt-
ur, leikur á lesandann og afvegaleiðir hann, kemur honum á óvart
með mótsagnakenndum atriðum, og getur lesandinn þá ekki
treyst honum, verður að treysta á sjálfan sig. I slíkum tilvikum er
sögumaðurinn beinlínis notaður til að virkja lesandann. Hinum
traustvekjandi sögumanni hefur örlítið verið ýtt til hliðar í skáld-
sögum tuttugustu aldar. Hlutverk hans hefur minnkað. En því fer
fjarri að sögumaðurinn hafi verið látinn taka skjattann sinn og
hverfa á braut. Hann hefur vissulega hlutverki að gegna, en það er
oft meira og minna falið eða leyst upp. Upphafsmaður hins
„dulda sögumanns" er yfirleitt talinn vera franski skáldsagnahöf-