Skírnir - 01.09.1994, Síða 214
484
ÁLFRÚN GUNNLAUGSDÓTTIR
SKÍRNIR
undurinn Gustave Flaubert, þótt raunar hafi hann ekki gert ann-
að en beita honum í ríkari mæli en áður hafði verið. Hann talaði
að vísu ekki um sögumann, heldur um listamanninn, sem auðvit-
að er höfundurinn, og virðist því hafa gert ráð fyrir að hann væri
frásagnarmaður eigin sögu:
Listamaðurinn á að vera í verki sínu líkt og guð í sköpunarverkinu,
ósýnilegur og alvaldur, þannig að maður finni alls staðar fyrir honum, en
sjái hann ekki.4
Viðhorf þetta kemur vel fram í skáldsögu Flaubert, Madame
Bovary, sem kom út 1857. Tilgangur Flaubert var ekki aðeins sá
að gera höfundinn „vísindalega hlutlausan" gagnvart efniviði sín-
um, heldur var honum einnig í mun að losa verkið úr viðjum
skapara síns. Skáldverk átti að vera sjálfstæður heimur sem gæti
staðið undir sér einn. Með öðrum orðum, sjálfstæður veruleiki.
Helst áttu menn að gleyma höfundinum. Skáldsagnahöfundar á
þessari öld hafa margir hverjir gengið í sömu átt, en oft á tíðum
mun lengra en Flaubert. Undirrótin að hinum takmarkaða
„skynjunarheimi" skáldsögupersóna sem Páll minnist á, er því að
stórum hluta listræns eðlis.
En fleira kemur til. Sé það rétt að á seinustu öld hafi menn
horft til bjartrar framtíðar fullir trúar á möguleika mannskepn-
unnar og framfaranna, þá hefur sú trú beðið hnekki. Ef ekki skip-
brot. Hvað sem tæknidýrkun líður, eru menn ekki staurblindir á
annmarka tækninnar. Nútímamaðurinn neyðist til að draga í efa
hina björtu framfaraþróun, og er væntanlega hógværari í þeim
efnum en forveri hans. Einnig hefur brostið í bili vonin um að
geta öðlast yfirgripsmikla sýn, jafnvel heildarsýn á hina mörgu og
flóknu þætti mannlegs veruleika. Og finnst mér ekki óeðlilegt að
þess sjái stað í skáldverkum okkar tíma. Óvíst er að sjálfsupp-
hafning komi þar við sögu.
4 Bréfasafn Flaubert. Tilvitnun tekin úr bók Victor Brombert, Flaubert par lui -
meme, Paris 1971, bls. 6: „L'artiste doit étre dans son oeuvre comme Dieu
dans la Création, invisible et tout-puissant, qu’on le sente partout, mais
qu’on ne le voie pas.“