Skírnir - 01.09.1994, Page 217
SKÍRNIR
AÐ BLEKKJA OG BLEKKJA EKKI
487
manninum, eins og raunar hafði verið gert á 18. öld, en færðu það
í nýjan búning. Hafi afstaða módernista til skáldskapar að ein-
hverju leyti fengið yfirhöndina á þessari öld, er ekki þar með sagt
að út hafi verið þurrkuð hin samfélagslega gagnsemi bókmennt-
anna. A gagnseminni áttu bókmenntir austantjaldsríkjanna að
byggja, hinar marxísku bókmenntir vestanmegin, auk þess sem til
urðu ýmis tilbrigði við þessi stef. Páll minnist í grein sinni á
franska heimspekinginn Jean-Paul Sartre og telur að hann hafi
öðrum rithöfundum fremur endurspeglað „mótsagnir í heims-
mynd þessarar aldar“ (bls. 429). Sartre skrifaði einmitt bók sem
út kom 1948 og ber heitið „Hvað eru bókmenntir?" (Qu'est-ce
que la littérature? ). Þar heldur hann á lofti svokölluðum afstöðu-
bókmenntum, og er í mun að höfundarnir þekki sinn vitjunar-
tíma, og snúi ekki baki við samtíð sinni, heldur taki „afstöðu“ til
hennar. Til þeirra vandamála sem henni kunni að fylgja. Eins og
Páll vill að ærlegir rithöfundar geri. Sartre segir:
Hvort sem höfundinum er það ljúft eða leitt og gefi jafnvel ódauðleikan-
um hýrt auga, talar hann til samtímamanna sinna, samlanda sinna, til
fólks af sama kynstofni eða stétt.5
Þótt Sartre eigi kannski fátt sameiginlegt með raunsæishöf-
undum 19. aldar, hefur hann samt að leiðarljósi í þessu riti, líkt og
þeir, samfélagshlutverk bókmenntanna. Landar hans í rithöf-
undastétt, nýsagnahöfundarnir, tóku boðskapinn óstinnt upp.
Og skrifuðu greinar, að nokkru leyti í anda módernismans, til
varnar annars konar „afstöðu". Greinum sínum safnaði Alain
Robbe-Grillet saman í bók og gaf út undir heitinu „I þágu nýrrar
skáldsögu" (Pour un nouveau roman ). Hann telur það af og frá
að skáldskap eigi að nota í einhvers konar tilgangi, svosem þeim
að upplýsa um einhver sannindi eða sannleika.
5 Jean-Paul Sarte, Qu' est-ce que la littérature? Paris 1978, bls. 88: „[...] qu'il le
veuille ou non et riEme s‘il guigne des lauriers éternels, 1‘écrivain parle á ses
contemporains, á ses compatriotes, á ses freres de race ou de classe."