Skírnir - 01.09.1994, Blaðsíða 231
SKÍRNIR
VALD ÁSTARINNAR
501
Griinbaum leiðir hins vegar rök að því að Freud hafi hugað ítarlega að
grundvelli aðferðar sinnar og beitt röksemdafærslu sem sýna átti að þessi
gamalgróna mótbára stefni aðferð sálgreiningarinnar ekki í voða. Þá rök-
semdafærslu, sem hann telur sig finna í verkum Freuds, nefnir
Griinbaum „tally-röksemdafærsluna“ („tally“ merkir að koma heim og
saman við). Samkvæmt henni er engin hætta á því að sálgreinandinn hafi
áhrif á niðurstöður rannsóknarinnar (hina endanlegu sjúkdómsgrein-
ingu) vegna þess að einungis rétt sjúkdómsgreining, sem sjúklingurinn
samþykkir og kemur heim og saman við það sem amar að honum, rnuni
lækna hann. Freud taldi því, að jafnvel þótt hann varpaði sjálfur ákveðn-
um tilgátum að sjúklingnum, þá skaðaði það ekki hin vísindalegu gögn
sem fengjust úr meðferðinni því einungis rétt tilgáta gæti leitt til þess að
sjúklingurinn næði bata.
Griinbaum sýnir fram á að þessi röksemdafærsla, sem hann eignar
Freud, byggist á vafasömum forsendum. Hún gerir ráð fyrir að innsæi
sjúklingsins í eigin sálarkvilla og orsakir þeirra sé nauðsynlegt skilyrði
fyrir bata hans en þá skoðun telur Grúnbaum kreddu sem eigi rætur að
rekja til skynsemishyggju fyrri tíma. Einnig gerir röksemdafærslan ráð
fyrir því að sálgreining sé nauðsynlegt skilyrði þess að sjúklingurinn
öðlist hið þýðingarmikla innsæi í eigin sjúkdóm. Sú skoðun sé ekki ein-
ungis vafasöm heldur og hrokafull. Meginniðurstaða Griinbaums er að
tilburðir Freuds til að verja aðferð sína gegn þessari gömlu mótbáru hafi
mistekist og því sé hætta á að öll þau gögn sem Freud safni í sálgreiningu
- með því að hlusta á og ræða við sjúklinginn á bekknum - séu undir
áhrifum frá honum sjálfum. Griinbaum dregur síðan fram ýmislegt fleira
sem hann telur að styðji þetta. Hann telur sig þó ekki hafa sýnt að kenn-
ing Freuds sé röng heldur einungis að hún hafi ekki verið studd vísinda-
legum reynslurökum en slíkra raka mætti e.t.v. afla með aðferðum til-
raunavísinda.
Gagnrýni Grunbaums er kröftug og kjarnmikil en þó ekki laus við
veilur. Einkum er þar um tvö atriði að ræða. I fyrsta lagi er alls ekki ljóst
að tally-röksemdafærslan, sem Grúnbaum gerir svo mikið úr, fyrirfinnist
í verkum Freuds. Heimspekingurinn David Sachs hefur fært mjög sann-
færandi rök fyrir því að Freud hefði hvergi nær samþykkt allar forsend-
ur hennar.161 öðru lagi er ljóst að Grunbaum hefur ekki skoðað öll þau
rök sem Freud setti fram til varnar þeirri þrálátu gagnrýni sem kennd er
við sefjun. Líkt og flestir gagnrýnendur Freuds gerir Grúnbaum ráð fyr-
ir að sálgreinendur geti sefjað sjúklinga sína en hann skýrir ekki hvernig
slík sefjun sé möguleg og gerir ekki tilraun til að greina tengsl sálgrein-
16 Sjá David Sachs, „In Fairness to Freud", The Philosophical Review, Vol.
XCVIII, No. 3, júlí 1989. í þeirri grein er að finna bestu vörn sem færð hefur
verið fram gegn gagnrýni Grunbaums.