Skírnir - 01.09.1994, Page 238
508
RÓBERT H. HARALDSSON
SKfRNIR
Freud kennir að maður verði umfram allt að læra að greina á milli
þess sem sé í hans eigin valdi og hins sem hann hafi enga stjórn á. Stóu-
menn boða mönnum einnig að beina kröftum sínum að því sem sé í
þeirra valdi en sólunda þeim ekki í vonlausa baráttu við það sem þeir fái
engu um breytt. Hér er því komin ein skýring - að sönnu nokkuð gam-
aldags skýring - á því hvers vegna Freud leitast við að þvinga manninn
til raunsærrar yfirvegunar á kjörum sínum og aðstæðum. Hann álítur að
með hverri blekkingu sem maðurinn ánetjast dreifi hann orku sinni og
eyði henni til einskis. Ef maðurinn ætli sér að ná tökum á aðstæðum sín-
um verði hann að leysa þessa orku úr viðjum blekkinganna og beina
henni í réttan farveg. I Undir oki siðmenningar ræðir hann ennfremur
hvernig maðurinn geti náð tökum á þjáningunni með sjálfsstjórn:
[...] áhugaverðustu ráðin til að bægja burt þjáningu eru þau að reyna
að ná valdi yfir eigin líkama. Þegar öll kurl koma til grafar, er þján-
ingin ekkert annað en skynjun. Hún er því aðeins til, að við finnum
til hennar, og tilfinningin er afleiðing þess hvernig líkami okkar er
gerður. (24)
Þessi tilvitnun boðar kenningu keimlíka þeirri sem höfð er eftir Stóu-
spekingnum Epiktet, að ekki séu það atburðirnir sem þjáningu valda
heldur horf manna við þeim.25 Munurinn er sá að Epiktet boðar mönn-
um að ná tökum á þjáningunni með því að efla vitsmunina en Freud
beinir hér sjónum sínum einkum að því hvernig hafa má áhrif á næmni
líkamans til að nema sársauka t.d. með vímuefnum. Almennt er Freud þó
mjög meðvitaður um náin tengsl vitsmuna og tilfinninga. Sálgreining
hans er reist á þeirri forsendu að hægt sé að ná tökum á tilfinningum
með eflingu vitsmuna, lífsspeki hans boðar mönnum að öðlast slíkt vald
ekki síst með því að afhjúpa eigin blekkingar og annarra.
Annað meginstef Stóumanna er gagnrýni á verðmætamat alls þorra
manna. Þeir telja að menn meti ytri gæði, sem þeir hafi enga stjórn á,
meira en hin innri gæði sem séu í þeirra valdi. I fyrstu málsgrein Undir
oki siðmenningar tekur Freud undir þessa gagnrýni Stóumanna og segir
að hjá því verði „ekki komist að finnast sem maðurinn leggi rangt mat á
verðmæti tilverunnar. Hann keppir til valda, velgengni og auðæva, en
lætur sér fátt eitt finnast um hin sönnu gæði lífsins“ (13).26
Stóuspeki Freuds kemur um margt spánskt fyrir sjónir því Stóumenn
trúðu á guðlega forsjón og skynsamlega uppbyggingu alheims og
25 Handbók Epiktets er til á íslensku undir heitinu Hver er sinnar gœfu smiður
(þýð. Broddi Jóhannesson, Almenna bókafélagið, Reykjavík, 1955).
26 Síðasta setningin í „Á líðandi stund, um stríð og dauða" er svohljóðandi: „Ef
þú ætlar að þola lífið, búðu þig þá undir dauðann" (BT, 108). En það heilræði
er alþekkt úr stóuspeki.