Skírnir - 01.09.1994, Page 247
SKÍRNIR
VALD ÁSTARINNAR
517
sem hann elskar en þó hefur hann hér fleira í huga eins og ráða má af
þeim ástæðum sem telur að séu gildar fyrir því að elska aðra menn:35
Ef ég elska einhvern, verður hann að eiga það á einhvern hátt skilið.
[...] Hann verðskuldar ást mína, ef hann líkist sjálfum mér svo mikið,
að ég geti elskað sjálfan mig í honum. Og hann verðskuldar hana, ef
hann er mér svo miklu fremri, að ég get elskað mína eigin mannshug-
sjón í honum. (50)
Hér virðist Freud einkum hafa í huga þær skyldur sem ástin leggi ein-
staklingum á herðar gagnvart sjálfum sér. Sá sem elski alla menn jafnt
bregðist frumskyldunni við sjálfan sig. Slík ást virðist við fyrstu sýn eig-
ingjörn og skorta þá fórnfýsi sem margir tengja við ástina. Hér er þó
ekki um venjulega duttlungafulla frekju eða eigingirni að ræða, heldur
eðlilega - en því miður allt of sjaldgæfa - virðingu fyrir eigin þroska.
Ástin er skilin sem viðleitni mannsins til að endurskapa sjálfan sig. Freud
lýsir ástinni hvergi berum orðum sem slíkri viðleitni en sálfræði hans
býður heim þeirri túlkun. I fyrsta lagi er ljóst að hugmynd hans um yfir-
færða ást felur í sér að það sem maðurinn leggur ást á hér og nú verður
síðar hluti af eðli hans. Hann útskýrir slíkt ferli sálfræðilega með því að
segja að við höfum tilhneigingu til að innhverfa þau viðföng sem við höf-
um elskað í fortíðinni. Samkvæmt sálfræði hans er þessi tilhneiging rík
því hann fullyrðir að allri ást svipi í raun til yfirfærðrar ástar.36 Fyrri við-
föng ástarinnar halda því áfram að stjórna manninum með skynsamleg-
um og óskynsamlegum hætti löngu eftir að þau eru horfin af sjónarsvið-
inu. í öðru lagi er ljóst að samkvæmt kenningum Freuds er sjálf manns-
ins ekki upprunaleg og óumbreytanleg staðreynd um hann. Það mótast í
glímunni við umheiminn og er í reynd samnefnari fyrir ævilangan
nautnabúskap mannsins. I þriðja lagi gerir kenning hans ráð fyrir að
hvatir („Triebe") séu mjög sveigjanlegar og geti beinst að nánast hvaða
viðfangi sem er. Samkvæmt kenningu Freuds eiga hvatir sér engin upp-
runaleg viðföng en fyrstu viðföng hvata hafa mótandi áhrif á það hvernig
þessum hvötum verður fullnægt í framtíðinni.37 Viðföng þessara hvata
35 Margir myndu einnig hafna því að við þurfum að hafa ástæður fyrir því að
elska aðra - svo ekki sé rætt um gildar ástæður. Því til fulltingis gætu þeir bent
á skilyrðislausa ást (sbr. fræga ljóðlínu Shakespeares: „Love is not love/
Which alters when it alteration finds") eða ást sem samþykkir einstaklinginn
eins og hann er með kostum og göllum. En spyrja má hvort slík ást sé á mann-
legu færi (sbr. ljóð Yeats: „That only God, my dear,/Could love you for your-
self alone/And not your yellow hair.“)
36 Sjá „Bemerkungen iiber die Ubertragungsliebe", Gesammelte Werke, X, s.
317-318.