Skírnir - 01.09.1994, Page 251
SKÍRNIR
HAMINGJAN, SIÐFERÐIÐ, LÖGMÁLIÐ
521
að líta beri á fólk sem ábyrgt gerða sinna, ekki leiksoppa erfða og um-
hverfis. Alkinn er breyskur, ekki sjúkur, segir Kristján og ver þá kenn-
ingu af mikilli hind (bls. 143-157).
Tilbrigðið við þroskastefið er sú fullyrðing Kristjáns að þroski sé
stefnumið siðlegrar breytni. Kristján segir að tilgangur lífsins sé sem
fyllstur þroski þeirra möguleika sem í sérhverjum manni búa. „Þroski,
það er Ióðið!“, gæti Kristján sagt og Aristóteles tekið undir, því þroska-
hyggja þess fyrrnefnda er ættuð frá Grikkjanum fjölvísa. Auk Aristótel-
esar ætti Kristján að hafa dálæti á norska höfðingjanum Erlingi Skjálgs-
syni en um hann segir Snorri Sturluson: „öllum kom hann til nokkurs
þroska".1
En víkjum nú að síðasta stefi Kristjáns, málstefinu. Tilbrigðin við
það eru tvö: Áhersla á málvöndun og sannfæring um að mál og hugsun
séu einnar rótar. Málháttarkenningin, þ.e. sú hugmynd að mál og sál séu
samtvinnuð, er ekki ný af nálinni. Hún á rætur að rekja til þýska guð-
fræðingsins Johanns Georgs Hamanns sem uppi var á ofanverðri átjándu
öld.2 „Málháttarhyggja" Kristjáns er reyndar ekki ættuð frá Hamann
heldur kenningum þeim er Ludwig Wittgenstein setti fram á efri árum.
Kristján reifar lauslega rökfærslu austurríska heimspekingsins fyrir mál-
háttarkenningunni (bls. 181). Þungamiðja hennar er sú að einstaklingur
geti ekki búið til mál fyrir huglægar skynjanir sínar sem enginn annar
geti skilið. Hugsum okkur konu sem reynir að skapa slíkt sérmál. Hún
notar orðasambandið „kenndin kringlótt vömb“ (k.k.v.) yfir ákveðna til-
finningu sem hún telur að sér einni sé gefið að finna. Svo skrifar hún
„k.k.v.“ í dagbók sína í hvert sinn sem hún hefur þessa tilfinningu. Hef-
ur henni með þessu móti tekist að búa til mál sem engum öðrum er gefið
að skilja? Öldungis ekki, segir Wittgenstein. Vandinn er sá að eini mæli-
kvarði hennar á að hún finni „kenndina kringlótt vömb“ en ekki
„kenndina ferhyrnd vömb“ er að hún skrifar kkv í dagbókina í hvert sinn
sem hún telur sig hafa kenndina. Ekki dugar henni að nota minnið sem
mælikvarða. Því þó að hún telji sig muna að sú tilfinning sem hún hefur
núna sé alveg eins og „kenndin kringlótt vömb“, sem hún hafði í gær,
gæti hana misminnt. Án hlutlægra mælikvarða hafa orð enga merkingu,
eru sem „hljómandi málmur eða hvellandi bjalla". Sérmál fyrir einstak-
lingsbundnar tilfinningar er því út í hött, allt mál er félagslegt. Og engin
leið er að greina orðin frá tilfinningum og hugsunum, við getum aðeins
vitað að við höfum „kenndina kringlótt vömb“ ef við þekkjum rétta
merkingu orðasambandsins. Eða hvernig vitum við að við höfum klætt
mögulega orðvana hugsanir í réttan búning orða? Við höfum haldgóða
1 Snorri Sturluson: Heimskringla. Kaupmannahöfn 1911, bls. 193.
2 Um málspeki Hamanns má fræðast í grein öysteins Skars „Johann Georg
Hamanns spráktenkning." Norsk filosofisk tidskrift nr. 1, bls. 61-74.