Skírnir - 01.09.1994, Page 259
SKÍRNIR
HAMINGJAN, SIÐFERÐIÐ, LÖGMÁLIÐ
529
að leyfa þjófnað. Skynsemisrök, ekki reynslurök, sýna að svo hlýtur að
vera.
Siðferðileg skynsemisrök eru að mati Kants annars eðlis en þau sem
menn beita er þeir leiða réttar niðurstöður af gefnum forsendum. Mæli-
kvarði á réttmæti siðaboða er hvort menn geti viljað gera þau að almenn-
um reglum án mótsagna. Við getum t.d. ekki viljað án mótsagna að
þjófnaður sé almenn regla því þá viljum við reglu sem gerir þjófnað úti-
lokaðan.14
Eftirtektarvert er að Kristján talar eins og skynsemin geti ekki gegnt
öðru hlutverki í siðferðilegri rökræðu en að reikna út hagkvæmni kosta.
Oðru tveggja hljótum við að treysta „hyggindum sem í hag koma“ ell-
legar tilfinningum, siðferðiskenndinni (bls. 91). En eins og áður segir
kenna lögmálssinnar að til sé siðferðileg skynsemi af öðrum toga spunn-
in en hyggindi hagkvæmninnar. Engu skiptir hvort okkur er hagkvæmt
að virða eignaréttinn, réttmæti hans hvílir á sterkum stoðum lögmálsins.
I upphafi máls míns nefndi ég að Kristján teldi menn að jafnaði
ábyrga gerða sinna, sjálfráða. Og ég gat þess að rökræðusiðfræðingarnir
teldu sjálfræði eina af frumforsendum siðfræðinnar. Þeir eru undir áhrif-
um Kantverja sem segja hugtökin sjálfræði og siðferði röktengd.
Til að skilja þessa kenningu skulum við líta á einfalt dæmi. Jón og
Gunnar fara á gæsaveiðar norður í landi. Uppi á heiði hnýtur Jón um
þúfu og grípur ósjálfrátt í byssugikkinn. Skot ríður af og banar Gunnari.
Engum heilvita manni dettur í hug að álasa Jóni, hann var ekki ábyrgur
gerða sinna. En segjum að Jón hafi látið sem hann hrasaði, hann hafi
ætlað að bana Gunnari. Þá hikum við ekki við að fordæma verknaðinn,
Jón framdi hann af fúsum og frjálsum vilja.
Þannig getum við ekki gert ráð fyrir siðferðilegri ábyrgð nema í til-
vikum þar sem við teljum gerandann sjálfráðan. Án sjálfræðis ekkert sið-
ferði, þessi tvö hugtök eru samtvinnuð.
Lögmálshyggjan er því grein á meiði sjálfræðishyggjunnar. Útilokað
er að fylgja jafnt nauðhyggju sem lögmálshyggju, vel hægt að vera bæði
nytjasinni og nauðhyggjumaður. Nytjasinninn getur t.d. talið þann
mann öðrum dyggðugri sem dáleiddur fremur góðverk í gríð og erg. En
vissulega þarf nytjastefnumaðurinn ekki að hugsa svona. Hann getur til
að mynda sagt það blákalda staðreynd að viljinn sé frjáls. Kristján getur
því strangt tekið verið nytja- og sjálfræðissinni í senn. En einhvern veg-
inn finnst mér betur við hæfi að þeir sem trúa á frelsi viljans séu lögmáls-
hyggjumenn.
14 Finna má ágætan inngang að siðfræði Kants í kveri Vilhjálms Árnasonar
Þxttir úr sögu siðfræbinnar. Reykjavík 1990. Þekktasta siðfræðirit Kants er
Grundlegung zur Metaphysik der Sitten.