Skírnir - 01.09.1994, Page 268
MYNDLISTARMAÐUR SKÍRNIS
Fjalla-fjöllun
Ónefnd 1992 nr. VII
Ég er úti, stend eða sit á steini. Ég horfi í kringum mig á sjóndeildar-
hringinn, víðáttuna, fjöllin. Sum standa nálægt, önnur fjær. Ósjálfrátt
fer hugurinn (sálin) að reika, kannski að svífa um. Ég fer útí fjarlægð-
ina, útí eilífðina þarsem fjöllin hafa órjúfandi kyrrð, þarsem þau eru
hætt að vera fjöll, þau eru loftkennd. Ég fer inn í þau, í gegnum þau.
Það sem býr í fjallinu er líka fyrir utan það og í kyrrðinni er líka ógn
og drungi. I loftinu rúmast allar hugsanir heimsins. (Georg Guðni: úr
skissubók, dagsett 8. janúar 1989.)
SÍÐAN LISTAAKADEMÍAN var og hét hefur landslagið rokið upp og niður
vinsældalistann og fengið margvíslegar merkingar. Þannig yfirgnæfði ís-
lenska landslagsmálverkið, sem einkenndist í upphafi af undarlegum
sambræðingi akademísks raunsæis, rómantíkur og þjóðlegra kennda,
mestalla aðra myndlist í landinu frá aldamótum og framundir lok síðari
heimsstyrjaldar, þegar það umbreyttist í abstrakt-útgáfu á sjálfu sér og
vék að lokum fyrir fjölbreyttari viðfangsefnum. Eftir að „konseptið"
hélt innreið sína með tilkomu Súm áttu myndlýsingar á „Hver á sér fegra
föðurland" litlu fylgi að fagna. Mörgum fannst landslagsmálun búa yfir
(hættulega) staðnaðri hugmyndafræði og vera hálfvegis fyrir neðan sína
virðingu, sérstaklega meðlimum yngri kynslóðarinnar.
Nú þegar við virðumst standa frammi fyrir vistfræðilegri tortímingu
hefur náttúran öðlast aðkallandi þýðingu. Uppúr miðjum síðasta áratug
fóru listamenn í Evrópu og Bandaríkjunum aftur að gefa henni meiri
gaum, en útfrá nokkuð mismunandi forsendum. Á íslandi, líktog annars
staðar á Norðurlöndum þarsem umhverfisspjöll af völdum mengunar
eru ennþá hverfandi, hefur aukinn klofningur milli borgar og sveitar leitt
til löngunar að græða saman sorfin tengsl, yfirleitt með (ómeðvitaðri)
endurmeltingu á arfleifð fyrirrennaranna. I erlendum stórborgum,
þarsem sýndarveruleikinn er kominn á hærra stig, hefur firringar-fiðr-
ingurinn og tregablandinn söknuður eftir móður náttúru aftur á móti
vikið fyrir hagnýtari afstöðu til landsins. Bandarískum listamönnum er
til dæmis tamt að einblína á yfirvofandi eyðileggingu lífríkisins, sem
veldur svipuðum ótta og atómsprengjan gerði á dögum Kaldastríðsins,
Skímir, 168. ár (haust 1994)