Skírnir - 01.09.1994, Qupperneq 274
544
MYNDLISTARMAÐUR SKÍRNIS
SKÍRNIR
Guðni „stælir“ berlega ekki landslagið í strangasta skilningi þess
orðs, en málverkin hans eru ekki and-realísk heldur (sé þá á annað borð
hægt að segja að realisminn hafi eitthvað sérstakt tilkall til raunveruleik-
ans), og það er vissulega ekki hægt að tala um að þau „snúi baki við nátt-
úrunni". Þótt lóðrétt og lárétt pensilförin, er breiða „óendanlega" úr sér
í höfuðáttirnar, eigi sér ekki beinlínis hliðstæðu í heimi áþreifanlegra
hluta má finna með þeim skyldleika sem virðist fordæmislaus fyrir þessa
annars ósveigjanlegu formgerð. Ásar ristarinnar eru margfölduð eftir-
mynd af útlínum fjallsins, eða jaðri klettsins, og sléttunnar umhverfis. En
Guðni gengur lengra með því að setja fallbeinar rendurnar í samhengi
við regndropana er tengja hann sjónrænt - bæði „andlega og líkamlega"
- við fjallið. Og með því að „rennbleyta“ olíumálninguna í fernis hefur
hann aðhæft viðfangsefnið enn frekar að náttúru miðilsins, gert það
„snertanlegt“ (ekki bara táknað það).
Hið staðlaða snið grindarinnar er vanalega dregið upp á léreftið með
reglustiku; það er mekanískt, and-malerískt, flatt, stíft, kalt, valdmanns-
legt og einstaklega vitsmunalegt. Það hólfar og fletur út einsleitt yfir-
borðið og „sópar burt eiginleikum raunveruleikans". Guðni dregur hins-
vegar línurnar fríhendis í örfínum, ótalmörgum lögum sem gefur þeim
lífræna vídd. Og með því að brytja rýmið ekki niður í lofttæmd holrúm
hefur honum tekist að skapa tilfinningu fyrir botnlausri dýpt án þess að
sleppa hendinni af höfuðkennisetningu módernismans um „útilokandi
sjónvægi". En hann þverbrýtur annað boðorðið, vegsömun flatneskj-
unnar. Áhorfandanum finnst sem hann sjái í gegnum holt og hæðir
vegna tærleika litablæjanna. Háglansinn, sem orsakast af margsmurðri
fernisolíunni, veldur því að innri víddir málverksins umsnúast á yfir-
borðinu og varpast út í rúm áhorfandans. Hann rennur á móti, saman
við yfirborðið, og verður þar með hluti af andardrætti verksins. Einsog
fjall í súld virðist myndin yfirgefa vegginn og líða út í salinn. Hún rekst á
augnaráð áhorfandans á ótilteknum punkti milli hans og málverksins.
Hann og það verða eitt. (En þetta gengur ekki upp nema áhorfandinn
gefi sér góðan tíma. List Guðna er enginn skyndibiti. Hún er hundrað-
rétta einkaveisla fyrir augað.)
Guðni hefur nálgast fellið skref fyrir skref (án þess að hreyfa sig úr
spori) og horfið inn í það. Á vissan hátt er hann alltaf að mála sömu
myndina því hvert verk tekur stöðugum breytingum, sem sjást í marg-
þættum undirlögunum, áður en hann færir sig yfir á næsta léreft og
„engu“ verður við bætt. Eftir að hafa trítlað þannig á hvarmaljósunum
upp að fjallinu og gengið á vit þess ætti okkur ekki að koma á óvart að
sjá Guðna horfa á landslagið frá „gagnstæðum“ sjónarhóli, innan úr því,
líktog kynjavera með augu alstaðar á höfðinu. Fjallið, „alter-ego“
Guðna, horfir samtímis á okkur og sjálft sig.
Onefnd 1992 nr. VII kom sem skúr úr heiði þegar óvænt birtist víð-
áttumikill dalur með svarbrúnum, iðandi eyðisandi og þverhníptum