Morgunblaðið - 11.07.2015, Page 6

Morgunblaðið - 11.07.2015, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 2015 Ísak Rúnarsson isak@mbl.is „Ef þetta fer þannig að koma ferða- manna bitnar á lífsgæðum Íslendinga þá hverfur velviljinn í garð þessarar mikilvægu atvinnugreinar og þá verður vonlaust að byggja upp ferðaþjónustu.“ segir Elliði Vign- isson, bæjarstjóri í Vestmanna- eyjum, en fjölgun ferðamanna til Eyja hefur verið svo mikil að nú er svo komið að eyja- skeggjar fá vart pláss í Herjólfi til og frá eyjunni. Far- þegar í Herjólfi fyrir júnímánuð hafa aldrei verið fleiri og voru 48.781 í ár sem er fjölgun um tæplega 2.000 far- þega. „Það gengur ekki að álagið á Herj- ólf sé orðið slíkt að heimamenn geti ekki notað skipið þegar á þarf að halda, þetta er vegurinn heim til okk- ar og frá okkur,“ segir Elliði. Hann segir að samgöngur til og frá Eyjum séu takmarkaðri auðlind held- ur en hjá flestum og það sé ríkið sem stjórni því með ákvörðunum sem teknar eru við skrifborðið hversu margir fá að ferðast milli Eyja og lands á hverjum degi. „Það væri ein- faldast að taka ákvörðun um það að sigla skipinu fleiri ferðir, það væri hægt að byrja á því á morgun. Þetta er svo einfalt hér,“ segir Elliði og bætir við að Herjólfur sitji oft og tíð- um í fjóra til fimm klukkutíma á dag bundinn við bryggju á meðan fólk bíði beggja vegna eftir að komast yfir. Jákvæð áhrif ferðamanna Að sögn Elliða eru þó mikil jákvæð áhrif sem fylgi ferðamönnum. „Ferðaþjónustan er frábær búbót, og við finnum vel fyrir því í Vest- mannaeyjum, okkur finnst gott og gaman að búa í ferðamannabæ, okkur finnst gaman að taka á móti öllum þessum gestum. Við vitum að það eru miklar tekjur á bak við þetta, en það þarf að bregðast við með innviða- uppbyggingu. Ekki einungis bíla- stæðum við ferðamannastaði eða göngustígum.“ segir Elliði. Elliði segir vandkvæðin við að fá Herjólfsferðum fjölgað ekki ný af nál- inni. Fyrir þremur árum hafi bæj- aryfirvöld þurft að skrifa upp á samn- ing við ríkið um að bærinn greiddi kostnað við viðbótarferð, sem var þá fjórða dagsferðin, til þess að sýna fram á þörfina fyrir henni. Nú eru ferðirnar hins vegar orðnar sex á dag. Þrátt fyrir það sé ferðamanna- straumurinn svo mikill að þær dugi ekki lengur. „Samgöngur til Vest- mannaeyja eru bara eins og vatns- slanga; það er fullur þrýstingur á henni og eftir því sem hún er sverari þá kemst meira í gegn,“ segir hann. Rekur skipið fyrir lægri skatta En væri hægt að fara svipaða leið og fyrir þremur árum, þ.e. að bærinn stæði undir kostnaði við aukaferðir? „Ríkið er ábyrgt fyrir samgöngum, ef ríkið vill ekki vera ábyrgt fyrir Herj- ólfi, þá viljum við gjarnan borga lægri skatta og sjá sjálf um að reka Herjólf en á meðan við borgum skatta fyrir þessa þjónustu þá ætlumst við til þess að ríkið geri það sómasamlega og standi við sínar skuldbindingar. Eyjamenn eru hæstu skattgreið- endur á landinu og það er lágmark að hér sé tryggð lágmarksþjónusta líkt og samgöngur og heilbrigðisþjón- usta,“ segir Elliði. Eyjamenn komast ekki í Herjólf  Eru ósáttir við tíðni Herjólfsferða  Ferðamenn fylla flestar ferðir  Lágmark að samgöngur til og frá eyjunni séu tryggðar, segir bæjarstjórinn Morgunblaðið/Sigurður Bogi Herjólfur Vestmannaeyjar verða sí- fellt vinsælli hjá ferðamönnum. Elliði Vignisson Vinna hefur staðið yfir í Land- eyjahöfn í sumar við að dýpka höfnina. Þrjú skip á vegum Björgunar dæla upp sandinum og flytja hann á brott. Að sögn forstjóra Björgunar, Gunnlaugs Kristjánssonar, hefur gengið vel að ná sandinum úr höfninni eftir að aðstæður urðu góðar nú í vor. Um 230.000 rúmmetr- um hefur verið dælt upp úr höfninni en það er ígildi rúm- lega hálfrar Hörpu að stærð. Reiknað er með að vinna haldi áfram nú í sumar og reynt verður að dæla nægu magni upp svo ekki skapist ófremdaráhrif seinna í vetur, en ekki er hægt að sinna þessu verki á veturna. Hálf Hörpu- fylli af sandi LANDEYJAHÖFN SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Geir Sveinsson, þjálfari Magde- burg í þýska handboltanum, hafði óvenjulegan liðsmann í sínum her- búðum í vetur, ef svo má segja. Ís- lenskur var hann en þó ekki á samningi sem leikmaður, enda aldrei æft handbolta sem heitið getur. Um var að ræða sjálfan dóm- kirkjuprestinn, séra Hjálmar Jóns- son, sem veitti Geir og félögum hans andlegan stuðning. Hét hann á þá í bundnu máli fyrir hátt í 30 leiki á tímabilinu og bar þetta óvenjulega samstarf góðan ávöxt. Geir náði frábærum árangri með sitt lið, endaði í fjórða sæti í Bundesligunni og tapaði naumt í bikarúrslitum í tvíframlengdum leik. Hefur Geir tekist að koma lið- inu aftur í fremstu röð í evrópskum handbolta. „Þetta virkaði í fyrstu 13 leikj- unum en þá tapaði liðið ekki leik. Síðan kom einn tapleikur, sem við Geir fundum fyrirfram að myndi enda illa, enda gekk mér óvenju illa við bragsmíðina,“ segir Hjálm- ar, léttur í bragði, í samtali við Morgunblaðið. Hann segir þessa skemmtilegu en hjátrúarfullu iðju fljótlega hafa fengið vinnuheitið „Kuklað á kant- inum“. Byrjaði fyrir leik gegn Degi Hjálmar þekkir vel til fjölskyldu Geirs og Jóhönnu Vilhjálmsdóttur, konu hans, skírði strákana þeirra tvo og gifti þau síðasta sumar hér á landi. Það var síðan í byrjun desember sl. sem Hjálmar þurfti að hafa uppi á föður Jóhönnu. Þá vildi svo til að Vilhjálmur Þ. var staddur hjá fjöl- skyldu sinni í Þýskalandi og eftir að hafa spjallað saman um stund í sím- ann hvatti Vilhjálmur Hjálmar til að senda Geir góða vísu til stuðn- ings. Geir var þá að búa sig undir mik- ilvægan leik daginn eftir gegn liði Dags Sigurðssonar, Füchse Berlin. Hjálmar brást skjótt við og sendi Geir þessa vísu gegnum Facebook sama kvöld: Sparið þið hnefa og hnúa á hæfni og styrk þarf að trúa. Húrra og heyr, hlustið á Geir og rassskellið Berlínarbúa. Hjálmar er ekki í vafa um að þetta hafi virkað því Madgeburg lagði Dag og félaga óvænt að velli, 29-26, í hörkuleik. Fyrirfram voru refirnir í Berlín taldir mun sigurstrang- legri. „Ég var síðan áfram í sambandi við þau Geir og Jóhönnu. Við gátum bara ekki hætt og fórum að trúa að þetta skipti miklu máli,“ segir Hjálmar en fyrir næsta leik fáum dögum síðar kom þessi: Magdeburg og Balingen byrja klukkan sjö. Hristu af öllum hik og slen og hirtu stigin tvö. Að sjálfsögðu gekk þetta eftir og nær sleitulaus sigurganga fór í hönd hjá Geir og hans mönnum í Magde- burg. Eftir að hlé hafði verið gert á deildarkeppninni í Þýskalandi vegna HM í handbolta, sendi Hjálmar þessa fyrir leik gegn Flensburg: Magdeburg til keppni klárt, komið til að stríða. En Flensburgarar finna sárt fyrir stressi og kvíða. „Geir er magnaður þjálfari og frá- bært að fylgjast með því hvað íslensk- ir handboltaþjálfarar eru eftirsóttir í Evrópu. Hann sló þarna hvert metið á fætur öðru. Svo kom tapleikur og þá fundum við að þetta var ekki að virka, hvorki vísnagerðin né leikurinn,“ seg- ir Hjálmar og vitnar því næst í ömmu sína sem sagði stundum, þegar ein- hver ólukkan henti: „Ja, það stoða víst ekki góðar fyr- irbænir ef illt á að ske!“ Allt byrjaði þetta með leiknum gegn Berlínarrefunum í desember á síðasta ári. Síðan kom að seinni leiknum við Dag Sigurðsson og fé- laga í Fücsche Berlín nú í vor. Þá kom þessi: Magdeburg er magnað lið og mikill í því kraftur. Finnið taktinn, flengið þið Füchse Berlin aftur. Næst var það Balingen í seinni leiknum: Ykkar leið er ljúf og pen, léttan dóm því felli: Bráðum verður Balingen burstað á heimavelli. Hjálmari fannst þetta samstarf vikilega skemmtilegt en vill ekki fullyrða að framhald verði á á næsta keppnistímabili. Hann segist þó til í að „vera álengdar“. Sem fyrr segir munaði litlu að Geir hampaði þýska bikarnum og fylgdist Hjálmar spenntur með úr- slitaleiknum, sem varð að fram- lengja tvisvar. Fyrir þann leik sendi Hjálmar eftirfar- andi vísu og veitti víst ekki af: Ennþá margt í ykkur býr, enn mun takast flétta. Magdeburg í góðum gír getur unnið þetta. Klerkur á kantinum hjá Geir  Geir Sveinsson með óvenjulegan liðsmann í herbúðum Magdeburg  Fékk vísu frá séra Hjálmari fyrir hátt í 30 leiki á síðasta tímabili  Skilaði 13 leikja sigurgöngu  Vísurnar urðu hluti af undirbúningnum Ljósmynd/Sigrún Magnúsdóttir Tengsl Séra Hjálmar Jónsson gifti þau Geir Sveinsson og Jóhönnu Vilhjálmsdóttur og áður hafði hann skírt strák- ana þeirra tvo. Fjölskyldutengslin eru sterk og skiluðu sér m.a. í vísnagerð fyrir leiki Geirs í handboltanum. „Það er oft með okkur íþrótta- mennina að hjátrúin getur gleypt okkur. Eitthvað sem virkar einu sinni eða tvisvar fer að verða reglubundið og vanafast. Þannig var þetta í þessu tilfelli,“ segir Geir Sveinsson um samstarfið við séra Hjálmar. „Maður var farinn að bíða eftir vísunum og varð ekki rólegur fyrr en ég var búinn að lesa vísu fyrir hvern leik. Þetta var orðinn hluti af undirbúningnum, þegar búið var að fara yfir leik- skipulagið þá renndi ég yfir vísu Hjálmars og fann að þetta gaf manni aukakraft,“ segir Geir. Hann segir limrur og vísur Hjálmars oftar en ekki hafa hitt í mark og náð með sínum hætti að fanga dálítið hvernig leikirnir þróuðust. „Þetta var mjög skemmtilegt og ótrúlegt hvað eitt lítið glens í upphafi breyttist í langvarandi skemmtun.“ Hvort sem það er samstarfinu við Hjálmar að þakka eða ekki, þá náði Magdegburg sínum besta árangri í Bundesligunni í tíu ár. Geir segir markmiðið að gera enn betur á næstu leiktíð og það eigi eftir að koma í ljós hvort framhald verði á vísna- gerðinni hjá dómkirkjuklerki. Flokka má Hjálmar sem leik- mann án samnings og getur hann því farið á frjálsri sölu. Geir tekur und- ir þetta og hlær. „Maður veit aldrei, það eru engar við- ræður hafnar um framhaldið. Það er aldrei að vita nema að ég eigi eftir að slá á til Hjálmars, þegar mikið liggur við, og biðja um eina. Það getur verið gott að hafa liðsmann þarna hinum megin við,“ segir Geir að endingu. Gaf mér aukakraft GEIR UM VÍSNAGERÐINA Geir Sveinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.