Morgunblaðið - 11.07.2015, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 11.07.2015, Qupperneq 11
Morgunblaðið/Árni Sæberg Heillaðist af Svaninum Ása Helga las Svaninn eftir Guðberg Bergsson í bókmenntafræði og sá fyrir sér bíómynd. Einnar nætur drama Þegar hér er komið sögu er lag að spyrja kvikmyndagerðarkonuna Ásu Helgu nánar út í hennar eigin vinnu. „Þar sem framleiðslustyrk- urinn fyrir bíómyndina kemur ekki til úthlutunar fyrr en 2016, ákvað ég að halda mér í æfingu og gera stutt- mynd á meðan. Ég var búin að hugsa söguna, sem byggist jafnt á æskuminningum mínum sem og kunnuglegu djammumhverfi á tán- ings- og fullorðinsárunum. Ég held að ég hafi aldrei verið eins fljót að skrifa og leikstýra mynd, en sagan gerist nótt eina í Reykjavík. Myndin er 13 mínútna drama með tragikóm- ísku ívafi, tekin upp á tveimur dög- um og klippt á þremur vikum. Hlín Jóhannesdóttir og Birgitta Björns- dóttir eru framleiðendur mynd- arinnar, en fyrirtæki þeirra, Vin- tage Pictures, mun líka framleiða kvikmyndina sem ég fékk vilyrði fyrir og byggist á Svaninum eftir Guðberg Bergsson.“ Ása Helga vonast til að frum- sýna Þú og ég innan tíðar á Íslandi. Stuttmyndin Ástarsaga, sem var meistaraverkefni hennar í kvik- myndagerð frá Columbia-háskól- anum í New York 2012, var ívið stærri í sniðum, 17 mínútur, og tek- in upp á sjö dögum í New York og á Íslandi. Frægir leikarar í Ástarsögu „Ég fékk skólastyrk úr Sjóði Leifs Eiríkssonar, sem gerði mér kleift að ráða framleiðanda, alvöru tökulið og atvinnuleikara. Katherine Waterston, sem fór með annað aðal- hlutverkið, hefur síðan öðlast tölu- verða frægð. Hún leikur til dæmis stórt hlutverk í Inherent Vice í leik- stjórn Paul Thomas Anderson, sem leikstýrði meðal annars Magnolia og There Will be Blood. Einnig mun hún leika fyrri eiginkonu Steve Jobs í mynd um goðsögnina sem verður frumsýnd í haust. Að vísu frétti ég eftir á að umboðsmaður Waterson hefði fyrir algjöra tilviljun svarað símanum þegar ég hringdi. Frægir leikarar taka stundum að sér hlut- verk í stuttmyndum, þótt þeir fái lítið eða ekkert borgað, ef þeim finnst hlutverkið áhugavert eða bjóða upp á skemmtileg ferðalög til framandi slóða. Eins og í tilviki Kat- herine Waterston.“ Ástarsaga hefur síðan farið á hátt í fimmta tug kvikmyndahátíða. Raunar viðurkennir Ása Helga að hún hafi gert ótal aðrar stuttmyndir í skólanum, þær séu bara ekki mjög góðar, en engu að síður mikilvægar fyrir sig til að læra af. „... eins og af ýmsum störfum sem eru ótengd kvikmyndabransanum,“ segir hún. Ása Helga hefur fengist við ým- islegt um dagana; skúrað gólf á lög- fræðiskrifstofu, starfað sem þjónn, og í mörg ár hefur hún unnið af og til í safnbúð Þjóðminjasafnsins. „Fyrir utan það að þurfa að ná end- um saman, þá finnst mér finnst gef- andi að standa annað slagið upp frá tölvunni og stinga mér í mann- hafið.“ Lék í Kaffihúsi tregans í Kanada Í spjallinu kemur líka upp úr dúrnum að hún lauk námi í bók- menntafræði við Háskóla Íslands áður en hún hóf nám í kvikmynda- gerð.„Ég fékk snemma áhuga á kvikmyndum og leiklist. Sautján ára byrjaði ég að skrifa handrit, en var feimin og sýndi engum. Mér fannst flæðið sem kvikmyndaformið býður upp á magnað og heillaðist af því hvað hægt er að segja mikið með smávegis litablæbrigðum og svip- brigðum leikara. Að leikstýra bíó- mynd er samt svolítið eins og að túlka bókmenntatexta, bara í ein- hverju veldi, maður fer alveg í sömu stellingarnar.“ Eftir stúdentspróf frá MH ákvað hún að fylgja móður sinni, dr. Birnu Bjarnadóttur, bókmennta- fræðingi, til Kanada þar sem henni hafði boðist staða forstöðumanns ís- lenskudeildar Manitoba-háskóla. „Þar vestra sótti ég tíma í bók- menntum, leiklist og kvikmynda- fræði og endaði meira að segja með að leika eitt aðalhlutverkið í leikrit- inu Kaffihúsi tregans eftir Edward Albee. Í Winnipeg tók ég líka kvik- myndaáfanga hjá vestur-íslenska leikstjóranum Guy Maddin. Þótt áhuginn á kvikmyndanámi kraum- aði undir niðri sneri ég heim og byrjaði í bókmenntafræði. „Ég var enn ekki viss hvað ég ætlaði að gera, en vissi þó að bókmenntirnar yrðu góður grunnur fyrir hvað sem það myndi verða“. Í bókmenntafræðinni las Ása Helga m.a. Svaninn, sem hún heill- aðist af og sá strax fyrir sér sem bíómynd. „Mamma hefur stúderað Guðberg í sinni fræðimennsku og því var alltaf talað mikið um hann heima. Þess vegna hafði ég sem barn engan áhuga á því að kynna mér hans skáldskap! Ég man meira að segja að einhver gaf mér Svan- inn í fermingargjöf en ég skilaði bókinni strax,“ viðurkennir hún. Rúntar með og kynnir Svaninn út um allar trissur Hvort sem það var aukinn þroski sem breytti viðhorfi hennar til Svansins eða eitthvað annað, er nú svo komið að hún er búin að tryggja sér kvikmyndaréttinn á bókinni og hefur undanfarið verið „að rúnta með og kynna Svaninn út um allar trissur,“ eins og hún kemst að orði. „Ég komst til dæmis með hann á meðframleiðslumarkað í Berlín þar sem ég keppti í hópi tíu leik- stjóra, og var ein þriggja sem voru valdir til að kynna verkefnið form- lega. Svipað var uppi á teningnum á handritavinnubúðum í Jerúsalem, en þar var álíka fjöldi ungra leik- stjóra valinn til að kynna og vinna áfram í handritinu sínu. Þessar kynningar ganga út á að selja og sjarma og eru að mínu mati leið- inlegasti hluti starfsins. En ég er samt óðum ná tökum á að fara þá bara í annað hlutverk – eiginlega út úr sjálfri mér – við þessar að- stæður.“ Þeim þætti er senn lokið hvað Svaninn varðar að minnsta kosti. Ása Helga er á leið í tökustaðaleit í Svarfaðardalnum, þaðan sem hún er ættuð og faðir hennar, Hjörleifur Hjartarson, tónlistarmaður, leik- skáld og skemmtikraftur, býr. Hún er líka farin að líta í kring- um sig að leikurum, en verst allra frétta, segist þó mögulega vera búin að finna aðalleikkonuna. Svanurinn hverfist um 9 ára stúlku, en auk hennar eru fimm lykilpersónur og fjöldi aukaleikara. „Kvikmyndin verður svolítið eins og stofudrama því flest atriðin gerast á bóndabæ í lífi þessara persóna, kannski ein- hvern tímann á tíunda áratug lið- innar aldar, þótt þar sé allt eins og tíminn hafi gleymst,“ upplýsir Ása Helga. Sjálf veit hún alveg hvað tímanum líður. Markmiðið er að ljúka tökum á 5 til 6 vikum næsta sumar og frumsýna myndina sum- arið 2017. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 2015 Ullarnærföt í útivistina Þinn dagur, þín áskorun OLYMPIA Höfðabakka 9, 110 Reykjavík • Sími 561 9200 • run@run.is • www.run.is 30ÁRA 100% Merino ull Góð og hlý heilsársföt fyrir karla og konur Stærðir: S – XXL Sölustaðir: Hagkaup • Fjarðarkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst Verslunin Bjarg, Akranesi • Verslunin Tákn, Húsavík • JMJ, Akureyri Verslunin Blossi, Grundafirði • Pex, Reyðarfirði Veiðisport Selfossi • Kaupfélag Skagfirðinga • Hafnarbúðin Ísafirði • Efnalaug Vopnafjarðar • Nesbakki, Neskaupsstað Kaupfélag V-Húnvetninga • Siglósport, Siglufirði Blómsturvellir, Hellissandi • Heimahornið, Stykkishólmi Eyjavík, Vestmannaeyjum • Verslunin Skógar, Egilsstöðum WIFT, Women in Film and Televi- sion, í samstarfi við RIFF og Kvikmyndaskóla Íslands, verður með sumarnámskeið í stutt- myndagerð fyrir stelpur á fram- haldsskólaaldri 4. - 18. ágúst. Á námskeiðinu eru kennd undirstöðuatriði kvikmynda- gerðar og því lýkur með gerð stuttmyndar. Myndirnar verða sýndar á RIFF í haust, en RIFF verður með sambærilegt nám- skeið á hátíðinni fyrir stelpur á grunnskólaaldri. Þátttakendum verður skipt í tvo hópa, annars vegar 15 - 17 ára, og hins vegar 18 - 20 ára. Kennarar eru Ása Helga Hjör- leifsdóttir og Dögg Mósesdóttir. Námskeiðið skiptist í hand- ritsgerð og myndræna frásögn, leikstjórn og framleiðslu, kennslu á myndavélar og tækni- legan undirbúning fyrir tökur, tökur á stuttmyndum, og klipp og aðra eftirvinnslu. Frekari upplýsingar og skrán- ing: stelpurskjota@gmail.com Stelpur skjóta SUMARNÁMSKEIÐ Í STUTTMYNDAGERÐ „Að leikstýra bíómynd er svolítið eins og að túlka bókmenntaverk, bara í einhverju veldi, maður fer alveg í sömu stellingarnar.“ Í kjölfar kynningar á bókinni Verum græn! Ferðalag í átt að sjálfbærni gefst gestum kostur á að taka þátt í listasmiðju í Sesseljuhúsi á Sól- heimum í Grímsnesi á morgun kl. 14 til 16. Í smiðjunni er náttúran og nærumhverfi Sólheima nýtt sem efniviður listsköpunar. Þátttakendur fá tækifæri til gæðastunda þar sem þeir vinna saman að skapandi listrænum verk- efnum sem tengja börn og fullorðna í gegnum skemmtilega upplifun á náttúrunni á Sólheimum. Þátttaka í smiðjunni er ókeypis og öllum opin. Ásthildur B. Jóns- dóttir, lektor við Listaháskóla Ís- lands, leiðir smiðjuna. Hún er einnig einn höfunda bókarinnar Verum græn! sem er handbók fyrir börn og fjölskyldur þeirra sem sýnir á ein- faldan hátt hvernig hægt er að taka skref í átt að grænum og sjálf- bærum lífsstíl. Listasmiðja í Sesseljuhúsi á Sólheimum Nýtni Sólheimar leggja áherslu á náttúrulegt hráefni, endurnýtingu og -vinnslu. Verum græn og sjálfbær

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.