Morgunblaðið - 11.07.2015, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 11.07.2015, Qupperneq 21
FRÉTTIR 21Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 2015 Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Í nýju frumvarpi til laga um fast- eignalán til neytenda sem fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur nú birt til umsagnar er kveðið á um að Fjár- málaeftirlitinu verði heimilt, að fengnum tilmælum fjármálastöðug- leikaráðs, að ákveða í útgefnum reglum sínum hvert hámark veð- setningarhlutfalls fasteignalána skuli vera. Í lögunum er miðað við að hámarkið geti verið á bilinu 60-90% en að það muni fara eftir lánaflokk- um og hópum neytenda. Einn hópur er sérstaklega tilgreindur í þessu til- liti. Þannig segir í lögunum að „neyt- endum sem eru að fjármagna kaup á fyrstu fasteign með fasteignaláni“ skuli veitt „aukið svigrúm“. Í greinargerð með frumvarpinu er bent á að hámarksveðsetning fast- eigna sé mjög mismunandi meðal þeirra þjóða sem gjarnan sé litið til. Þannig rokki hámarkið í Evrópu frá 45% og upp í 104% eins og það er í Hollandi. Í Danmörku er hámarkið 80% en þar er hins vegar gert ráð fyr- ir því að neytendalán geti brúað þau 20% sem upp á vantar við kaup. Há- markslengd fasteignalána þar í landi er hins vegar 30 ár. Í Noregi er há- markið 85% rétt eins og í Svíþjóð. Ný- leg úttekt sýnir hins vegar að helm- ingur nýrra húsnæðislána í Finnlandi er yfir 90% af virði þeirrar eignar sem verið er að kaupa. Þar í landi hefur sérstaklega verið kallað eftir lögum sem gefa fjármálaeftirlitinu þar í landi heimild til að setja bindandi reglur um hámarks veðsetningarhlutfall. Takmörk á uppgreiðslugjaldi Í frumvarpinu er lögð til heimild til töku uppgreiðslugjalds af fast- eignalánum sem nemi allt að 0,2% af óreglulegri endurgreiðslu eftir- stöðva fyrir hvert ár sem eftir stend- ur af binditíma vaxta viðkomandi láns. Þannig gæti uppgreiðslugjaldið numið allt að 8% í þeim tilvikum þar sem binditími vaxta á 40 ára láni væri út lánstímann. Í greinargerð með frumvarpinu er þessi útfærsla gjaldsins réttlætt með því að of þröng „mörk til töku uppgreiðslu- gjalds af fasteignalánum muni tak- marka verulega þann binditíma sem lánveitendur munu bjóða“. FME geti takmarkað hámark veðsetningar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Lán Lögunum er ætlað að sporna við óhóflegri skuldsetningu neytenda.  Takmörk verða sett á uppgreiðslugjald fasteignalána Fjármálastöðugleikaráð » Í ráðinu sitja seðlabanka- stjóri, forstjóri FME og fjár- mála- og efnahagsráðherra sem jafnframt er formaður þess. » Ráðið mun samkvæmt lög- unum geta sett hámark á veð- setningarhlutfall fasteigna. » Ráðið tók til starfa í septem- ber 2014 á grundvelli laga sem um það voru sett sama ár. Margrét Kr. Sigurðardóttir margret@mbl.is „Þetta hefur töluvert hagræði í för með sér, auk þess sem þessar vélar eru stærri og geta flogið hraðar,“ segir Árni Gunnarsson, forstjóri Flugfélags Íslands, um kaupin á þremur Bombardier Q400-flugvélum sem teknar verða í notkun í lok árs. Hann segir viðbótarfjárfestingu flug- félagsins nema 3 milljörðum króna þegar búið er að draga frá söluand- virði fimm Fokker 50-flugvéla sem á að selja. Fjárfestingin verður fjár- mögnuð með lausafé Icelandair Gro- up. Árni segir að með tilkomu þessara nýju véla sé verið að skoða möguleika á að stækka leiðakerfi flugfélagsins en ekki sé komin endanleg niðurstaða í það. Ekki mikil viðbótarþjálfun Vélarnar sem eru árgerð 2000 og 2001 verða afhentar núna í júlí og ágúst. Árni segir að þá fari vélarnar í innleiðingarferli fyrir leiðakerfi flug- félagsins. „Þetta hefur töluverða breytingu í för með sér. Við þurfum að þjálfa áhafnir á þessa nýju teg- und.“ Hann segir þó að það sé nokk- urt hagræði í því þar sem hægt verði að nota sömu áhafnir til að fljúga bæði minni vélunum og þeim stærri án mikillar viðbótarþjálfunar. Árni segir að undanfarið hafi verið leitað að vélum sem mundu henta í stað Fokker 50-vélanna sem hafa verið í notkun undanfarna áratugi og tilkynnt var í mars að stefnt væri á að hætta með. „Við höfum verið með í flugflotanum okkar undanfarin 10 ár tvær minni Bombardier-vélar sem eru 37 sæta og ákváðum að velja stærri útgáfuna af þeim vélum sem eru með rúmlega 70 sæti.“ Fokker 50-vélarnar hafa ekki enn verið seld- ar og segir Árni áformað að næsta vor eða sumar verði Fokker-vélarnar ekki lengur í rekstri hjá flugfélaginu. Flugvélakaup Flugfélag Íslands hefur gengið frá kaupum á þremur Bombardier Q400-flugvélum sem teknar verða í notkun í desember á þessu ári. Vélarnar taka fleiri farþega auk þess sem þær fljúga hraðar en fyrirrennarar þeirra. Flugfélag Íslands festir kaup á þrem flugvélum SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 01.07.15 - 07.07.15 1 2 5 6 7 8 109 43 Independent People Halldór Laxness Hamingjuvegur Liza Marklund Leynigarður Johanna Basford Einn plús einn Jojo Moyes Blóð í snjónum Jo Nesbø Konan í lestinni Paula Hawkins Iceland In a Bag Ýmsir höfundar Auga fyrir auga Roslund & Hellström Sagas Of The Icelanders Ýmsir höfundar Iceland Small World Sigurgeir Sigurjónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.