Morgunblaðið - 11.07.2015, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 11.07.2015, Qupperneq 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 2015 fjölskyldu mína sem tilvonandi eiginkona móðurbróður míns, hans Sæmundar Hermannssonar frá Ysta-Mói í Fljótum. Á Ysta- Mói bjó stór fjölskylda og var á sumrum eins og á járnbrautar- stöð. Fólk að koma og fara og féll Ása auðveldlega inn í hópinn, enda ljúf með góða nærveru hvar sem hún fór. Heimili hennar og Sæmundar á Sauðárkróki stóð vinum og vandamönnum ávallt op- ið og þangað var gott að koma. Fjölskylda þeirra óx og eignuðust þau sjö mannvænleg börn og stór- an hóp barnabarna. Elsku frænk- ur mínar og frændur og fjölskyld- an öll, innilegar samúðarkveðjur frá mér og mínu fólki. Minning um góða og glæsilega konu mun lifa. Ég kveð Ásu með virðingu og þökk. Stundin líður, tíminn tekur, toll af öllu hér, sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig, að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. ( Hákon Aðalsteinsson) Margrét Lára Friðriksdóttir (Maddý). Mig langar til að minnast tengdamóður minnar, Ásu Sigríð- ar Helgadóttur, sem nú er fallin frá eftir snarpa baráttu við illvíg- an sjúkdóm. Ása var einstök kona sem auðgaði líf allra þeirra sem nutu samvista við hana. Þó svo að ég hafi þekkt Ásu í gegnum tíðina þá urðu kynni okk- ar fyrst veruleg er leiðir okkar Hafsteins lágu saman fyrir fimm- tán árum. Margs er að minnast frá þessum árum en minnisstæðust er myndin af stórbrotinni manneskju og lífskúnstner. Ása kunni nefni- lega að njóta lífsins og nýta sér allt það sem gott líf hafði upp á að bjóða, áhugamálin voru mörg og leitun var að fróðleiksfúsari konu. Ása hafði ríka tónlistargáfu og söng í kór allt sitt líf; þá voru er- lend tungumál henni hugleikin og lagði hún sig fram um að læra ensku, þýsku, spænsku og esper- antó auk þess sem hún talaði reip- rennandi dönsku. Ása var líka ferðalangur sem var haldinn óslökkvandi áhuga áa landafræði. Óhætt er að segja að ferðalög hafi verið líf hennar og yndi. Hvenær sem Ása sá sér færi á að komast í ferðalag þá var hún stokkin af stað. Einu sinni sem oftar er leið okkar Hafsteins lá norður í Skagafjörð talaði hann við móður sína í síma og sagði henni að við hefðum hugsað okkur að fara norður Sprengisand. Ása svaraði syni sínum að bragði og sagði: „Ég tek rútuna suður á morgun og fer með ykkur yfir Sprengi- sand.“ Sem hún og gerði og fór aftur norður með okkur daginn eftir. Þegar þetta ferðalag átti sér stað var Ása komin fast að átt- ræðu. Ég er afar þakklát fyrir allar þær stundir sem við Ása áttum saman. Hún var einstaklega fróð kona og skemmtileg og við gátum rætt um allt milli himins og jarðar, maður kom aldrei að tómum kof- unum hjá Ásu. Vænst þótti mér þó um þann tíma sem við áttum sam- an er hún skaut yfir mig skjóls- húsi þegar ég þurfti starfs míns vegna að dvelja í Skagafirði á liðnu vormisseri. Þetta voru dýr- mætar stundir sem ég er þakklát fyrir. Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson) Ég kveð Ásu með söknuði og þakklæti fyrir einstök kynni og votta öllum afkomendum hennar samúð mína. Blessuð sé minning hennar. Sigríður Ólöf Sigurðardóttir. ✝ Jón Krist-insson fæddist 28. apríl 1928 á Ketilsstöðum á Völlum á Fljóts- dalshéraði. Hann lést 30. júní 2015. Foreldrar hans voru Salný Jóns- dóttir, f. 1886, frá Grófargerði á Völl- um og Kristinn Ei- ríksson, f. 1896, frá Refsmýri í Fellum á Héraði. Albróðir Jóns er Sigurður, f. 1925, lengst kennari í Reykja- vík. Hálfbróðir Jóns var Arthúr Guðnason, f. 1910, d. 1994. Jón fluttist með foreldrum að Refsmýri tveggja vikna gamall og þar bjuggu þau til 1946 að undanskildum tveimur árum á Miðhúsaseli í Fellum. Árið 1946 fór fjölskyldan aust- ur á Velli og vorið 1949 að Kelduhól- um á Austur- Völlum. Jón vann m.a. við vegagerð og húsabyggingar, en fékkst mest við sauðfjárbúskap og túnræktun, allt til ársins 2010 er hann fluttist að Selási 12 á Egils- stöðum hvar hann bjó til ævi- loka. Jón var á Eiðaskóla 1945- 1948 og lauk þar gagnfræða- prófi. Síðast var hann við þakk- arverða umönnun á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar. Útför Jóns fer fram frá Vallaneskirkju úi dag, 11. júlí 2015, kl. 14. Jón frændi minn er fallinn frá, ég varð þeirrar gæfu að- njótandi að fá að vera hjá Jóni í sveit á barns- og táningsaldri. Jón stundaði sauðfjárbúskap á Kelduhólum, hann var ósér- hlífinn maður sem sinnti sínu fé af alúð, það sá ég þegar ég dvaldi hjá honum yfir sauðburð. Oftast var ég hjá honum um sumur og var ég þá með í vinnu við heyskap og þegar ég stálp- aðist fékk ég að prófa traktor- inn, ég hugsa um það enn í dag hversu mikla áherslu hann lagði á öryggi, einna helst þegar kom að því að tengja drifskaft við vélar. Jón var liðtækur smiður og greiðagóður, alltaf var hann tilbúinn að hjálpa þegar um að- stoð var beðið af nágrönnum. Samskipti okkar minnkuðu þegar ég varð eldri en ég kom alltaf við hjá frænda þegar ég kom austur en það var með reglulegu millibili vegna vinnu minnar, við settumst þá niður og höfðum um nóg að spjalla, það háði honum þó á seinni ár- um hversu mjög hann tapaði heyrn. Ég minnist Jóns sem góðs manns sem átti sinn þátt, í að móta mig. Óskar Áskell Sigurðsson. Jón vinur minn á Kelduhólum er dáinn. Kynni okkar hófust fyrir tilviljun á vordögum 2011 og þróuðust í góða vináttu sem bæði kunnu vel að meta. Jón stundaði sauðfjárbúskap á Kelduhólum fram til haustsins 2011 og var stoltur af bústofni sínum sem hann sagði vera ein- staklega góðan til undaneldis og skepnurnar skarpar í hugsun. Í fyrsta skipti sem ég kom í fjárhúsin hjá Jóni í þeim til- gangi að hjálpa honum að gefa fénu og brynna hvessti hann sig á mig og sagði mér að segja ekki eitt einasta orð í áheyrn fjárins því það þekkti einungis hans rödd og ekki mætti hrella það með ókunnum hljóðum. Smám saman fór þó svo að Jón aflétti þagnarbindindi mínu í fjárhúsunum. Jón var hryggur og reiður þegar fé hans var leitt til slátr- unar síðar um haustið, en aldur hans og heilsa var þess valdandi. Í framhaldinu flutti Jón í hús sitt á Egilsstöðum og seldi síðar jörðina á Kelduhól- um. Áður en Jón flutti sig alfarið frá Kelduhólum hjólaði ég gjarnan í heimsókn til hans og tókum við þá oft tal saman úti við þar sem hann var að sinna viðhaldi á vélabúnaði eða öðrum bústörfum. Gjarnan þróaðist samtal okk- ar til fyrri tíma og sagði hann mér sögur af uppvaxtarárum sínum, árinu sem hann dvaldi á Eiðum og einnig frá foreldrum sínum og forfeðrum. Jón sagði skemmtilega frá var glettinn og nákvæmur í frá- sögn, enda maðurinn vel lesinn og skarpur. Hann var bæði sérlundaður og sérvitur sem eru mannkostir sem flest okkar reyna að slípa af sér en Jón hélt sínum einstaka persónuleika allt til dauðadags. Eftir því sem ég kynntist Jóni betur kom manngæska hans og hlýja betur og betur í ljós svo ekki sé talað um húmor hans sem var mjög skemmti- legur. Jón var einstæðingur, barn- laus og ógiftur. Hann vildi ekki þiggja hefðbundna þjónustu frá ríki eða bæ eins og eldra fólk gerir gjarnan þegar heilsa þess fer að bresta, slíkt þótti honum vera hin mesta vitleysa og óþarfi enda hafði hann bjargað sér sjálfur alla tíð og ætlaði sér að gera það áfram. Því þróaðist samband okkar í þá veru að ég tók að mér hlut- verk aðstandandans þau tæpu fimm ár sem við þekktumst og er þakklát því að hafa hægt og bítandi eignast vináttu hans og traust. Síðustu mánuðina hefur Jón dvalið á Sjúkrahúsinu á Seyð- isfirði við einstaklega gott atlæti starfsfólks. Í fyrstu þumbaðist hann við þegar átti að klippa hár hans, baða hann og veita honum al- menna umhirðu, en fljótt fór þó svo að Jón naut þess að láta starfsfólkið dekra við sig eins og því einu er lagið. Jón vildi ekki heyra á það minnst að hann yrði fluttur á nýtt og stórglæsilegt hjúkrunarheimili á Egilsstöðum, sagði hann þá byggingu vera fá- dæma heimskulega og að þang- að færi hann aldrei. Sjálfgefnu hlutverki mínu sem aðstandandi Jóns lauk seinnipart þriðjudagsins 30. júní sl. þegar hann lést á Sjúkrahús- inu á Seyðisfirði. Megi Jón Kristinsson hvíla í friði. Guðrún Frímannsdóttir. Jón Kristinsson Agnar Jónsson eða Aggi eins og hann var ávallt kallaður, er fallinn frá. Didda, Þórey Edit Kristjánsdótt- ir, konan hans, lést fyrir mörgum árum, eða snemma árs 1994, alltof snemma. Milli okkar og Diddu og Agga var ávallt traust og djúp vinátta og kærleikur. Didda og Aggi áttu drjúgan þátt í uppeldi mínu. Þótt ég væri bara strákurinn þeirra Ingu og Jóns þá var alltaf nóg pláss fyrir mig hjá Diddu og Agga, að ógleymdri Agnesi. Það var mikið áfall þegar Didda dó, ég sem hafði hlakkað til að sýna henni tvíburana mína og kannski nöfnu hennar Diddu. En örlögin höguðu því þannig að það komu tveir strákar, annar þeirra fékk þó seinna nafnið Þór, nær komst ég ekki. Ófá sumur fór ég með Diddu og Agga í lengri og skemmri veiðiferðir út um allt land. Aggi reyndi að kenna mér að krækja í fisk en ég var ómögulegur lærisveinn. Hef aldrei getað veitt nokk- urn skapaðan hlut. Mörg sumur fékk ég að fljóta með þeim norð- Agnar Jónsson ✝ Agnar Jónsson26. júlí 1927. Hann lést 24. júní 2015. Útför fór fram 6. júlí 2015. ur til Akureyrar, það var eiginlega fastur liður að fara norður á sumrin og taka strákinn með. Það var alltaf til- stand þegar Didda og Aggi komu norð- ur og ég fékk að njóta þess líka. Samband okkar Diddu var náið, við gátum setið saman og rætt málin. Stundum fékk ég að fara með þeim í bíltúr í Voff- anum, einhvern tímann fékk ég að troða mér í geymsluhólf aftan við aftursætisbekkinn, það var gaman. Þætti kannski ekki par fínt í dag en þá voru aðrir tímar. Þetta situr eftir í minningunni. Sú venja skapaðist snemma að ég kom alltaf í Vallargerðið á aðfangadag. Þá var stjanað við mig að venju og ég hélt Diddu selskap meðan hún eldaði rjúp- una. Ég hef nú ábyggilega tafið hana fremur en að létta undir við undirbúning jólanna en aldr- ei sýndi hún merki þess. En Aggi var eitthvað að stússast í undirbúningi. Ég man eftir ein- um jólum sem ég fór ekki, þá var ég líklega illa haldinn af unglingaveiki. Ég hef alltaf séð eftir því. Einu sinni, líklega árið 1974, vorum við, mamma, pabbi og ég, einu sinni sem oftar í heimsókn í Vallargerðinu. Ég nennti ekki að sitja yfir fullorðna fólkinu og fékk að vera niðri hjá Agnesi og róta í plötunum hennar. Merki- legt hve mikla þolinmæði hún ávallt sýndi mér. En þá rakst ég á plötuna Pin-Ups sem þá var ný eða nýleg og spilaði hana í ræmur eins og sagt er. Daginn eftir fór ég með Kópavogsstrætó í bæinn og keypti mína fyrstu Bowie plötu, fór í Safnarabúðina og fékk notað eintak af Aladdin Sane plötunni, já Agnes hefur mikið á samviskunni, síðan eru liðin yfir fjörutíu ár. Alls kyns minningabrot leita á hugann þegar Aggi er farinn, nú er sagan öll, þessum kafla lokið. Að hafa fengið að alast upp með Diddu, Agga og Agnesi var mikil gæfa í mínu lífi sem hefur eflaust gert mig að betri manni. Þegar þessi kynslóð fell- ur frá þá finn ég hvað fjöl- skylduböndin við næstu kynslóð hafa trosnað, kannski er það bara tímanna tákn. Didda, Aggi og Agnes, takk fyrir mig. Það minnsta sem ég get gert er að fylgja Agga síðasta spölinn. Skarphéðinn Jónsson. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR SVEINSSON, fyrrverandi kaupfélagsstjóri í Keflavík, lést á hjúkrunarheimilinu Nesvöllum, Reykjanesbæ, laugardaginn 4. júlí sl. Útför hans fer fram frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 13. júlí kl. 15.00. . Ragnheiður Gunnarsdóttir, Ægir Magnússon, Sigurbjörn Gunnarsson, Jenný S. Gunnarsdóttir, Gísli B. Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og bróður, SIGURÐAR ÞORKELSSONAR, Grænagarði, Garðabæ. Þökkum starfsfólki heimahjúkrunar í Garðabæ og Hafnarfirði og hjúkrunar- heimilisins Sóltúns fyrir einstaka umönnun, virðingu og vináttu. . Bjarney Sigurðardóttir, Þór Sverrisson, Hólmfríður Sigurðardóttir, Ágúst Þór Gunnarsson, Jóhann Sigurðsson, Ingibjörg St. Sigurðardóttir, Guðrún Þorkelsdóttir, Jón Helgason og afkomendur. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR SÆVARS GUÐJÓNSSONAR, Kríubakka 4, Bíldudal. Sérstakar þakkir til starfsfólks á blóðlækningadeild LSH, 11G. . Sigríður Bjarnadóttir, Vignir Bjarni Guðmundsson, Margrét Guðmundsdóttir, Gyða Guðmundsdóttir, Þorleifur Björnsson, Ásdís Snót Guðmundsdóttir, Valdimar Ottósson og barnabörn. Elskulegur bróðir okkar og frændi, ERLINGUR ÍSLEIFSSON, Dúfnahólum 2, Reykjavík, lést á Landspítalanum 8. júlí. Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju miðvikudaginn 15. júlí kl. 13. Fyrir hönd aðstandenda, . Hallbera Ísleifsdóttir, Margrét Ísleifsdóttir, Tómas Ísleifsson. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HÓLMFRÍÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR, Sléttuvegi 23, Reykjavík, lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut fimmtudaginn 2. júlí. Útför hennar verður gerð frá Grafarvogskirkju mánudaginn 13. júlí kl. 11. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. . Valur Sigurbergsson, Ingveldur J. Valsdóttir, Hreggviður Daníelsson, Björg Valsdóttir, Jörgen H. Valdimarsson, Theódór H. Valsson, Auður I. Þorsteinsdóttir, barnabörn og langömmubörn. Harpa Heimisdóttir Útfararstjóri Hrafnhildur Scheving Útfararþjónusta Kirkjulundur 19 • 210 Garðabær sími 842 0204 • www.harpautfor.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.