Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2015, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.7. 2015 L ára Sóley ólst upp á Húsavík og tónlist hef- ur fylgt henni nánast alla tíð. „Þar lærði ég í tiltölulega litlum skóla sem ég held að hafi haft mjög mik- il áhrif á það hver ég er í dag. Það er ekki langt síðan ég gerði mér grein fyrir því. Við þurftum að vera opin og frjó, fengum mjög mikla hvatningu og urðum oft að búa til okkar eigin verkefni. Ég var í hóp þar sem einn spilaði á pí- anó, annar á saxófón og svo voru gítar og fiðla; á stærri stað eins og Akureyri er frekar ákveðið fyrir mann hvert leiðin liggur í tónlist- inni,“ segir hún við blaðamann. „Það, hvernig þetta var á Húsa- vík, stuðlaði að því að maður opn- aði hugann fyrir fjölbreytileika í tónlist. Ég var svo ótrúlega heppin að Diddi Hall, Sigurður Hallmars- son, plataði mig snemma til að spila með sér og Ingimundi Jóns- syni, valsa og harmóníkutónlist. Á þessum tíma fór ég að spila mikið eftir eyranu, sem er mjög dýrmæt reynsla þegar maður fer að starfa sem tónlistarmaður.“ Klassík eða popp? Fyrsti fiðlukennari Láru var Sig- ríður Einarsdóttir. „Hún var mjög hvetjandi og góður kennari.“ Þegar Eistinn Valmar Väljaots kom til Húsavíkur hóf Lára nám hjá honum. „Allt í einu var ég farin að tala við kennarann á ensku, 12 ára gömul. Valmar var mjög góður kennari líka, kröfuharðari, sem var gott, og ég lærði mjög margt af honum. Síðan var ég svo lánsöm að byrja 14 ára að spila með Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands og öðlaðist mikla reynslu við það.“ Lára leikur enn með SN. Hún segir aðspurð að í raun hafi aldrei annað komið til grein en að hún starfaði við tónlist. „Á mennta- skólaárunum var ég hugsi yfir því hvort ég vildi frekar verða klass- ískur tónlistarmaður eða fara meira yfir í popp og svoleiðis en komst svo að því að ég þurfti ekki að velja heldur gat verið í hvoru tveggja!“ Lára Sóley kveðst hafa flýtt sér í gegnum menntaskóla en hún lauk námi frá MA á þremur árum. „Ég fór þaðan til London, var í einka- tímum á fiðluna í eitt ár á meðan ég þreifaði fyrir mér með skóla.“ Hún valdi Cardiff umfram Lond- on, bæði vegna stærðar borgar- innar og kennarans. „Mér fannst Cardiff passa mér betur; þótt hún sé höfuðborg Wales er nokkur sveitabragur á borginni, komandi frá Húsavík og eftir búsetu á Ak- ureyri fannst mér ég frekar vera heima þar en í London, þar sem búa níu eða tíu milljónir.“ Árin í Cardiff voru „æðisleg,“ segir Lára Sóley en þar var hún við nám í fjögur ár. Þegar hún var hálfnuð í námi lenti Lára í bílslysi. „Ölvaður öku- maður missti stjórn á bíl og ók á mig þar sem ég var á gangstétt. Ég þurfti að taka mér hvíld frá skólanum, var fyrst úti í endurhæf- ingu í nokkrar vikur en kom svo heim.“ Fljótlega eftir komuna til Akur- eyrar fór hún í „smá endurhæf- ingu“ í Sjallann með vinkonu og hitti þar Hjalta Jónsson frá Blönduósi, sem hún þekkti frá því í menntaskóla. Þetta sumar starfaði Lára Sóley sem leiðsögumaður í hvalaskoðun heima á Húsavík. „Hjalti var rosa- lega duglegur að koma í hvala- skoðun fyrstu vikurnar eftir að við hittumst í Sjallanum! Svo fór ég aftur út, hann var heima um vet- urinn en flutti til mín um vorið og var með mér í Cardiff í rúmt ár.“ Þau hafa verið saman síðan. Þegar fundum þeirra bar saman á ný, í Sjallanum, var tenórinn Hjalti söngvari í þungarokks- hljómsveit. „Hann hafði mikla rödd, gat öskrað eins og hentaði í þungarokkinu en ég fór fljótlega að velta því fyrir mér hvort ekki væri sniðugt að hann færi í söngnám enda með mikla rödd. Hann hafði verið í kór á menntaskólaárunum, fór í nokkra tíma í Cardiff en hóf nám fyrir alvöru í Tónlistarskól- anum eftir að við fluttum heim. Vinum hans fannst það ótrúleg breyting þegar þungarokkarinn hóf nám í sálfræði og klassískum söng!“ Hjalti starfar nú sem sálfræð- ingur við Verkmenntaskólann auk þess að sinna músíkinni. „Já, ég held það megi skrifa á mig að hafa eyðilagt þungarokks- ferilinn! En hann getur reyndar enn sungið þungarokk,“ segir Lára. Ekki nóg með að Lára Sóley sé afbragðs fiðluleikari, heldur syngur hún eins og engill eins og kemur berlega í ljós á plötunni sem hún gaf út á dögunum, Draumahöll. „Á Húsavík voru eiginlega allar stelp- urnar í bekknum í kór og við bjuggum snemma til sönghópa til að koma fram á jólaböllum. Það var mikið um tónlist í skólanum og Halldór Valdimarsson skólastjóri hafði söngsal í hverri viku.“ Í söngtímum í skólanum sungu börnin íslensk sjóaralög og dæg- urlög af ýmsum toga. „Ég kann þetta allt utan að.“ Söngur var sjálfsagður partur af skólastarfinu á Húsavík, sem hún telur mjög mikilvægt. „Mér finnst satt að segja sorglegt í dag að tón- listarkennsla hafi minnkað veru- lega í skólum. Krakkar sem ekki alast upp við tónlist missa af miklu; ég er hrædd um að þarna úti leynist hæfileikaríkt fólk sem aldrei fær tækifæri en viðurkenni að ég er ekki alveg hlutlaus! Auð- vitað eru bóklegar greinar allar mikilvægar en þetta hjálpast allt að.“ Hugmyndin að plötunni kviknaði vegna eigin reynslu Láru Sóleyjar úr æsku. „Þegar ég var lítil var ég mjög oft sungin í svefn af mömmu og afa mínum heima á Húsavík. Ég hef gert þetta sjálf fyrir mín börn og langaði meðal annars til þess að hvetja aðra til að gera það líka. Platan er tilvalin til þess en ég vil líka hvetja til þess að foreldrar haldi tónlist að börnum sínum al- mennt. Tónlist skapar svo mikla stemningu, það er svo auðvelt að róa alla með henni.“ Hana langaði langaði að búa til plötu þar sem einfaldleikinn fengi að njóta sín og „valdi á plötuna lög sem voru sungin fyrir mig sem barn og sem eru í uppáhaldi hjá mínum börnum. Þarna eru líka þrjú ný lög; eitt eftir mig, annað eftir Hjalta við texta sem ég samdi og það þriðja eftir Einar Örn, bróður Hjalta. Lögin á plötunni fléttast saman í eina heild. „Ég tengi þau saman með spuna.“ Verkefnið vann hún í samstarfi við Stefán Örn Gunnlaugsson sem leikur á píanó og stjórnaði upp- tökum. Gamall draumur Platan er gamall draumur. „Ég hef gengið með hana lengi í maganum. Ég er í raun ekki sérstaklega að gera lögin barnvæn og finnst reyndar að tónlist fyrir börn sé pródúseruð of mikið. Mér finnst mikilvægt að þjóna tónlistinni en ekki láta hana þjóna sér.“ Á plötunni eru ýmis lög sem flestir kunna; Dvel ég í drauma- höll, Bí, bí og blaka, Litfríð og ljós- hærð, svo einhver séu nefnd. „Svo er eitt sem heitir Leikur sér í ljós- inu sem enginn veit hvaðan kemur en textinn er úr ljóðasafni Páls J. Árdal; mjög lítið og einfalt en sætt lag sem virðist eingöngu hafa verið sungið í Aðaldal; ég hef ekki hitt neinn sem þekkir það fyrir utan fólk á næstu bæjum við ömmu, sem er frá Hólmavaði. Þetta er eitt af mínum uppáhaldslögum.“ Hún nefnir líka Vinaljóð, sænskt þjóðlag sem margir kannast við: Vem kan segla förutan vind? við texta Hjálmars Freysteinssonar. „Þetta eru allt angurvær lög, góð til þess að róa og svæfa.“ Þrátt fyrir að hafa ekki gert vís- indalega tilraun telur Lára Sóley Erfið ákvörðun en hjartað réð LÁRA SÓLEY JÓHANNSDÓTTIR STÓÐ Á TÍMAMÓTUM UM SÍÐUSTU ÁRAMÓT; HÆTTI Í FÖSTUM STÖRFUM OG STÖKK ÚT Í ÓÖRYGGIÐ. NÝVERIÐ GAF HÚN ÚT ANGURVÆRA PLÖTU MEÐ VÖGGULJÓÐUM SEM SUNGIN VORU FYRIR HANA Á SÍNUM TÍMA OG UPPÁHALDSLÖGUM BARNA SINNA SEM HÚN SYNGUR FYRIR ÞAU Á KVÖLDIN. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is * Krakkar sem ekki alast upp við tónlist missa af miklu; ég er hræddum að þarna úti leynist hæfileikaríkt fólk sem aldrei fær tækifæri en viðurkenni að ég er ekki alveg hlutlaus! Svipmynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.