Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2015, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2015, Blaðsíða 13
að ekki sé eins algengt og áður að fólk syngi börn sín í svefn. „Ég upplifi stundum hjá fólki sem ég þekki að því finnst það ekki nógu góðir söngvarar en málið snýst ekki um það heldur tengslin sem verða til við barnið, fyrir utan hvers gott það er fyrir málþroska að strax sé byrjað að syngja mikið fyrir þau. Börn eru líka mjög hrifin af endurtekningu, vilja heyra það sem þau þekkja. Börnin mín vilja heyra það sama aftur og aftur.“ Börn þeirra Hjalta eru Jóhann Ingi sem er sjö ára og Hulda Mar- grét, tveggja ára. Von er á þriðja barninu. „Jói og Hulda eru ólíkir einstaklingar og það verður spenn- andi að sjá hvernig það þriðja verður. Jói hafði strax í vöggu rosalega gaman af því að hlusta þegar ég æfði mig en Hulda er enn ekki alveg sátt við fiðluna. Þegar hún var minni fór hún alltaf að gráta þegar ég spilaði. Þá var gott að búa á tveimur hæðum! Bæði hafa þau hins vegar mjög gaman af tónlist, enda væri ekki gott ef svo væri ekki … Við æfum nefnilega bæði heima og spilum mikið saman á kvöldin við að undirbúa ýmis verkefni. Við erum núna að feta okkur inn á nýjar brautir og stefnum að því að gefa út aðra plötu. Erum farin að vinna með eigin tónlist sem við semjum sam- an og er mjög skemmtilegt.“ Lára getur ekki neitað því að þær fiðlan hafi lengi verið sam- ferða. Með fiðluna í 27 ár! „Ég var að spila á skólatónleikum í vetur og sagði krökkunum að ég hefði spilað á fiðlu í 17 ár – sem mér fannst dálítið langur tími. Ey- þór Ingi Jónsson, sem er með mér í þessu verkefni, leiðrétti mig þá og sagði: Lára, það eru 27 ár! Fiðl- an hefur nefnilega fylgt mér síðan ég var sex ára.“ Lára Sóley var viðloðandi menn- ingarhúsið Hof frá opnun til síð- ustu áramóta. „Þegar við fluttum heim 2006 réð ég mig sem kennara við Tónlistarskólann á Akureyri og kenndi til áramóta 2013. Þegar breytingar urðu á Hofi við stofnun Menningarfélags Akureyrar varð ég að gera upp við mig hvort ég vildi sækja um áframhaldandi starf eða ekki og þá hugsaði ég með mér að ef ég myndi ekki demba mér á fullu í tónlistina núna, myndi ég aldrei láta verða af því. Þetta var erfið ákvörðun þótt hjartað segði mér að fara þessa leið því henni fylgir ákveðið óöryggi og það er ekki endilega gott þegar maður er með fjölskyldu og þarf að sjá fyrir börnunum sínum.“ Á meðan Hjalti var í framhalds- námi í sálfræði var Lára Sóley fyr- irvinnan og nú var komið að henni að láta drauminn rætast. „Það var erfitt að stökkva því ég vissi ekki almennilega hvað ég var að fara út í þótt ég væri með fullt af hugmyndum um það sem mig langaði að gera. Ég var ótrúlega heppin; hætti í Hofi um áramót, fékk þriggja mánaða lista- mannalaun frá ríkinu og hlotnaðist síðan sá mikli heiður að vera út- nefnd bæjarlistamaður á Akureyri. Það var ekki inni í reikningsdæm- inu þegar ég lagði upp í þessa óvissuferð en það þarf að taka áhættu í listinni og það hefur verið dásamlegt að finna frelsið. Ég er þakklát fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun.“ Starfandi listamaður á stað eins og Akureyri þarf að vera frjór, segir hún. „Ekki er hægt að horfa bara í eina átt heldur þarf maður að vera til í að gera mjög margt og mér finnst mjög gott að vera í ólík- um verkefnum. Ég hef til dæmis fengið tækifæri til að vinna með fjölfötluðum börnum sem mér finnst dásamlegt, það gefur mér af- ar mikið. Ég hef lært mikið af þeim.“ Lára segist hafa mikinn metnað fyrir því að klassísk tónlist sé kynnt í skólum. „Þegar við fluttum heim var Sinfóníuhljómsveit Norð- urlands með árlega skólatónleika þar sem ferðast var um Norður- land, allt frá Siglufirði og austur á Þórshöfn. Mér fannst frábært að taka þátt í þessu verkefni og mik- ilvægt að ala upp áheyrendur framtíðarinnar. Ég sótti því um styrk frá Norðurorku og svo fórum við bara af stað. Ég er nýbúin að fara um allt Eyjafjarðarsvæðið, fór meðal annars út í Grímsey og það var alveg frábært þótt börnin séu ekki mörg. Núna erum við búin að fá styrk til að halda áfram og för- um um svæðið frá Þórshöfn til Siglufjarðar.“ Hún segir ungu kynslóðina mjög þakkláta fyrir heimsóknirnar. „Já, krakkarnir hafa mjög gaman af þessu. Við förum ekki beint yfir tónlistarsöguna en tölum aðeins um tónskáldin og spilum ýmislegt úr ólíkum stílum. Það hefur vakið mikinn áhuga. Nú erum við með annað verkefni í burðarliðnum þar sem mig langar að tengja saman tónlist og landafræði Íslands. Það er svo margt hægt að gera …“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson 5.7. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is Full búð af flottum flísum Hjá Parka færðu flottar flísar í hæsta gæðaflokki frá þekktum ítölskum framleiðendum. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.