Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2015, Side 17
5.7. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17
Það er ekki nýr sannleikur að skyndibitafæða sé oftar en ekki óholl.
Nú benda hins vegar rannsóknir til þess að skyndibitinn geti einnig
farið illa með eðlilega örveruflóru í þörmum en þær örverur eru
hjálplegar og því oft er slæmt ef flóran breytist.
Skyndibiti og örveruflóra*Hugsaðu vel um líkamaþinn. Hann er eini stað-urinn sem þú hefur til að búa á.
Jim Rohn
Góð tónlist gerir góðan hlaupatúr
betri. Það getur hins vegar verið
þrálátur hausverkur að hafa sífellt
nýja og spennandi tónlist á taktein-
um, sér í lagi fyrir þá sem hlaupa
mikið og oft. Þarna geta ýmsar tón-
listarveitur komið til hjálpar en flest-
ar þeirra bjóða upp á lagalista sem
eru sérsniðnir að hlaupum og ann-
arri íþróttaiðkun.
Nýjasta nýtt í þessum bransa er
svo Spotify Running frá tónlistarveit-
unni Spotify en það fyrirbæri býður
upp á tónlist sem er í sama takti og
þeim sem hlustandinn hleypur í.
Fyrir þá sem vilja hins vegar setja
saman sína eigin tónlist eru hér
þrettán lög, gömul, ný og glæný, sem
öll henta vel til sprikls:
– I Don’t Like it, I Love it með Flo
Rida, Robin Thicke og Verdin White
– Bad Blood með Taylor Swift og
Kendrick Lamar
– Bills með Lunchmoney Lewis
– Really Don’t Care með Demi
Lovato
– Ai No Corrida með Quincy
Jones
– Heartbeat Song með Kelly
Clarkson
– September með Earth, Wind &
Fire
– Classic með MKTO
– Stuð stuð stuð með Ðe lónlí blú
bojs
– Best Day of My Life með
American Authors
– Honey, I’m Good með Andy
Grammer
– Shut Up and Dance með Walk
the Moon
– Stjúpi með Brimkló
Spriklað í fjörugum takti
Þessir eldhressu hlauparar hlupu í Reykjavíkurmaraþoni síðasta árs og aldrei
að vita nema þeir hafi nýtt sér skemmtilega tónlist við hlaupaæfingar.
Morgunblaðið/Eggert
Í nýlegri könnun sem gerð var í
Bandaríkjunum voru heilsufars-
ráðgjafar og næringarfræðingar
spurðir hvað væri hollast að borða
í morgunmat. Þeir tóku sig til og
útbjuggu lista með átta fæðuteg-
undum sem gott væri að setja á
morgunverðardiskinn:1) Egg, því
að borði maður próteinríkan mat
að morgni er ólíklegra að maður
stelist í millimál 2) Svart kaffi hefur
góð áhrif á hjartað 3) Banani, því
hann er kalíumríkur 4) Greipaldin
sökum þess hvað það er c-
vítamínríkt 5) Ber, alls konar ynd-
isleg ber, því að þau eru rík af an-
doxunarefnum, c-vítamínum og
trefjum 6) Grískt jógúrt því það
inniheldur svo mikið kalk og sama
seðjandi prótein og egg 7) Te, því
að það er bólgueyðandi og styrkir
ónæmiskerfið. Grænt, svart og
hvítt te er sömuleiðis þekkt fyrir
að draga úr líkum á krabbameini og
sykursýki 8) Hafragrautur hefur þá
virkni að maður er saddur lengur.
Einnig getur hann lækkað kólester-
ólstig, svo fremi sem maður borð-
ar ekki bragðbættar tegundir sem
eru yfirfullar af sykri. Þá er bara að
vera hugmyndaríkur og finna leið til
þess að sameina allar þessar matar-
tegundir í mismunandi útfærslum
fyrir alla daga vikunnar.
Hafragrautur hefur um árabil verið vinsæll morgunverður.
Morgunmatur meistarans
Sumarmánuðir eru erfiður tími fyrir marga
þeirra sem gætt hafa að mataræði sínu og
hreyfingu yfir veturinn. Enginn vill láta góð-
an árangur fara út um þúfur en að sama
skapi er erfitt að neita sér um einhvern
dagamun þegar maður er í sumarfríi og sól-
in skín. Sérstaklega heillar ísinn marga. Ekki
er þó ástæða til að örvænta, því að lítill
vandi er að finna eitthvað kalt og gómsætt
að gæða sér á.
-Í stað rjómaíss má velja fituminni ísteg-
undir. Þær má oft þekkja á nöfnum á borð
við „jógúrtís“ eða „sorbet“.
-Frosin vínber eru lygilega góð. Ófor-
skammaðir sælkerar geta jafnvel dýft þeim í
brætt súkkulaði, þótt það minnki vitaskuld
hollustuna.
-Ýmsa ávexti má nota til að búa til heima-
gerðan ís. Melónur eru sérstaklega sumar-
legar. Melónan er þá skorin í bita og sett í
blandara. Gott getur verið að blanda myntu
eða hunangsslettu með. Blandan er síðan
sett í form og fryst en hrært í henni á
klukkutíma fresti þar til áferðin er orðin falleg. Best er að borða þennan ís fljótlega eftir að hann er til-
búinn.
-Þeim sem finnst frosna ávaxtamaukið að ofan heldur fátæklegt sem „ís“ geta blandað hreinni jógúrt út í
maukið. Það er best að gera eftir að maukið hefur fengið að hvíla í frysti í eina klukkustund. Skemmtilegast
er að hræra maukinu og jógúrtinni ekki alveg saman heldur bara hálfpartinn og frysta svo aftur.
-Bláber eru góð en þau eru enn betri frosin og með jógúrthjúpi! Auðveldast er að nota tannstöngul til
að dýfa hverju beri ofan í gríska jógúrt og leggja þau á smjörpappírslagða bökunarplötu. Platan er svo
geymd í frysti þar til berin eru frosin í gegn en eftir það má flytja þau í box eða plastpoka og geyma í
frysti.
-Gera má bragðgóða frostpinna úr banönum. Ef bananinn er stór má skera hann í tvennt, annars má
nota hann heilan. Íspinnapriki eða grillpinna er stungið inn í bananann, hann þakinn hunangi á alla kanta og
loks velt upp úr granóla, áður en hann er lagður á plötu eða disk og stungið í frysti.
-Frostpinna má líka gera úr góðum, þykkum ávaxtasafa sem hellt er í þar til gert frostpinnamót.
-Ævintýragjarnir heilsukokkar sem náð hafa tvítugu geta prófað sig áfram með vínfrostpinna. Ýmsar að-
ferðir geta gengið við verkið en einna einfaldast er að mauka ávexti í blandara og píska síðan saman við
rauðvín. Gott er að velja sæta ávexti frekar en súra og gæta þess að ávextirnir sem verða fyrir valinu passi
með víninu. Blöndunni er síðan hellt ofan í frostpinnamót og sett í frysti. Andoxunarbomba!
-Grísk jógúrt er góð frosin. Skemmtileg tilbreyting er að blanda út í hana dálitlu hunangi eftir smekk og
berjum eða niðurskornum ávöxtum. Breitt er úr blöndunni í botninn á álpappírslögðu formi þannig að lag-
ið verði einungis um 1 cm á þykkt. Formið er síðan sett í frysti í a.m.k. 4 klukkustundir og jógúrtplatan þá
skorin eða brotin í bita. Munið að geyma afgangsbita í frysti!
ÍSKÖLD OG SUMARLEG SÆTINDI
Frosin bláber með jógúrthjúpi
Bláber eru bragðgóð fersk en
jafnvel enn betri frosin
og með grískri jógúrt.
Sársauki minnkar strax
Kaldur gelsvampur & gel
Lækkar hita í brunasárum um 6-7 °C
Gelsvampur helst vel á, dettur ekki af
Tea Tree & Lavender
- sótthreinsar, róar & deyfir
Sterílar umbúðir
Virkar á sviða og sársauka af:
sólbruna - skordýrabiti
brenninettlum - húðflúrum
laser og núningsbruna
Fæst í apótekum.
Celsus ehf. www.celsus.is
AbsorBurn®
Kælir brunasár, hratt og lengi