Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2015, Qupperneq 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2015, Qupperneq 22
Heimili og hönnun *Segja má að enn eitt „æðið“ hafi gripið um sig vest-anhafs – dagbækur eða svokallaðar „life planner“-bækur. Einn vinsælasti framleiðandi slíkra bóka erErin Condren en hún býður m.a. upp á að notendurhanni sjálfir forsíður á bækur sínar. Nýlega bættust„metallic“-dagbækur við línu fyrirtækisins og á þærer t.d. hægt að prenta nafn eigandans. Nánari upp- lýsingar er að finna á erincondren.com. Ný lína Erin Condren-dagbóka H jónin Erla Dögg Ingjaldsdóttir og Tryggvi Þorsteinsson eru búsett í Santa Monica í Los Angeles og reka þar saman sína eigin arki- tektastofu, Minarc, en bæði eru þau arki- tektar að mennt. „Ég flutti út árið 1990 en Erla kom að- eins seinna, 1997,“ segir Tryggvi og bætir því við að þau hafi einmitt kynnst úti í Los Angeles. Árið 1999 voru þau síðan komin með sjálfstæða stofu. „Við búum úti og eig- um þrjár dætur, níu, tólf og tuttugu ára gamlar,“ segir Erla. „Þær eyða hins vegar öllum stundum sem þær geta heima á Ís- landi. Okkur finnst við ekki mega taka það af stelpunum að læra íslenskuna.“ Byggingartækni vandaðri hér Þrátt fyrir að búa erlendis eru hjónin miklir Íslendingar í sér og voru stödd hérlendis þegar blaðamaður náði af þeim tali. „Við er- um svo heppin að vera stödd á Vestfjörðum í dag, hér er heiðskírt og sumarveður. Við komum hingað til lands og njótum þess að vera á Íslandi og að vera Íslendingar,“ segir Tryggvi. „Auðvitað er samt notalegt að búa í Los Angeles, ekki síst veðurlega séð. Og svo eru tækifærin þar náttúrlega mun stærri en hér heima. Ég myndi samt ekki orða það þannig að við viljum frekar vera úti en á Íslandi. Við fengum einfaldlega tækifæri og maður grípur auðvitað þau tækifæri sem koma til manns,“ bætir Tryggvi við. Þótt gríðarlegur stærðarmunur sé á Los Angeles og Reykjavík segja hjónin það fjarri lagi að allt sé betra úti í hinum stóra heimi. „Við veittum því t.d. athygli strax eft- ir að við komum út að húsin þar eru ekki jafn vel byggð og heima. Íslendingar eru vanir því að gera ráð fyrir veðri, vindum og jarðskjálftum við byggingu húsa. Það er eig- inlega alltaf sól í Los Angeles, svo að bygg- ingartæknin þar er ekki alveg jafnvönduð,“ segir Tryggvi. Hann segir þó ýmislegt vera að breytast hratt í Bandaríkjunum. „Hugs- unarhátturinn er að breytast og t.d. er sjálf- bærni (e. sustainability) mikið að ryðja sér ÍSLENSKIR ARKITEKTAR HANNA ÚTI Í BANDARÍKJUNUM Ísland brýst út í arkitektúrnum HJÓNIN OG ARKITEKTARNIR ERLA DÖGG INGJALDSDÓTTIR OG TRYGGVI ÞORSTEINSSON BÚA OG STARFA Í LOS ANGELES, ÞAR SEM ÞAU REKA EIGIN STOFU. ÞAU LEGGJA ÁHERSLU Á SJÁLFBÆRNI OG UMHVERFISSJÓNARMIÐ Í HÖNNUN SINNI. Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir gith@mbl.is Hjónin sóttu innblástur í magnaða náttúru við litaval í þessu eldhúsi. Stóll- inn er eftir þau líka og heitir HIDEnSit. Erla Dögg og Tryggvi sækja innblástur til Íslands og njóta útiverunnar. Stiga á milli hæða einstaklega fallega fyrir komið. Gott dæmi um nútímalegan arkitektúr sem fellur vel að landslaginu. Hjónin teikna falleg einingahús sem setja svip sinn á götumyndina.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.