Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2015, Side 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2015, Side 26
Matur og drykkir *Flestir þeir sem leggja sig fram við að lifa heilbrigðu lífireyna að lágmarka sykurneyslu sína. Ekki er þó allt semsýnist í þeim efnum. Sumar rannsóknir benda t.d. til þessað sykurlaus sætuefni („gervisykur“) geti hækkað blóð-sykurstuðul og jafnvel breytt eðlilegri örveruflóru í melt-ingarfærum. Þetta getur svo stuðlað að þyngdaraukn-ingu, minni upptöku næringarefna og fleiri vandkvæðum. Sumir ráðleggja því að nota frekar lítið magn sykurs í stað þess að skipta honum út fyrir gervisætuefni. Gervisæta ekki góð í stað sykurs Í sem allra fæstum orðum þá er „running dinner“ skemmtileg leið til að kynnast hressu fólki og borða góðan mat,“ segir Gísli Halldór Ingimundarson, sem um þessar mundir vinnur að því í frístundum að koma fyrirbærinu „running dinner“ á legg hérlendis. Stefnt er að því að halda fyrsta við- burðinn af þessu tagi laugardagskvöldið 11. júlí. Þátttakendur verða að hafa til umráða eldhús, helst sem næst miðbæ Reykjavíkur. Tveir verða í hverju „liði“ og hvert lið eldar einn rétt um kvöldið, forrétt, aðalrétt eða eft- irrétt, og býður tveimur öðrum liðum í mat til sín. Hinar tvær máltíðir kvöldsins sækir liðið svo heim til annarra liða, í ókunnug eldhús. Þaðan kemur því heiti viðburðarins – þátttak- endur „hlaupa“ (nú eða ganga, hjóla eða taka strætó) í nýtt hús á milli rétta. „Þetta hefur líka verið kallað „progressive dinner“ eða „safari supper“. Við erum einmitt að leita að íslensku heiti yfir þetta,“ segir Gísli en m.a. hefur verið stungið upp á því að kalla við- burðina „rjúkandi rétti“ eða „boðhlaup“, sem óneitanlega er nokkuð smellið. Flakkaði á milli ókunnugra eldhúsa í München Gísli kynntist running dinner þegar hann vann úti í München. „Vinnufélagi minn var að skipuleggja þetta í München og hreif hálfan vinnustaðinn með sér í þetta. Þar tók ég þátt í þessu sex eða sjö sinnum og flakkaði þannig um eldhús München-borgar, sem var ótrúlega gaman. Þegar ég flutti aftur heim til Íslands, þá sá ég að þetta vantaði hérlendis og hef verið að tala um það við félaga mína síðan þá að mig langi að koma þessu af stað. Nú ætl- um við svo loksins að kýla á þetta,“ segir Gísli sem sjálfur hefur mjög gaman af elda- mennsku. Running dinner hefur verið haldinn í einhverri mynd í Hollandi, að sögn Gísla, en sú útfærsla sem hann hyggst færa hingað til lands er upprunnin frá Þýskalandi. „Þetta er í rauninni tilraunaverkefni hjá okkur,“ segir Gísli. „Í staðinn fyrir að fara út í einhverjar stórar fjárfestingar, setja upp vefsíðu o.s.frv. þá ákváðum við, ég og félagi minn, Sveinn Þórarinsson, að hafa þetta bara einfalt í upp- hafi til að sjá hvort það væri yfirhöfuð eftir- spurn eftir þessu hérna heima. Ef svo er og eitthvað meira verður úr þessu, þá munum við setja upp heimasíðu og auðvelda skráningu og þvíumlíkt, en til að byrja með viljum við bara koma þessu á framfæri og athuga hvernig hugmyndinni verður tekið.“ Eins og að leysa flókið bestunardæmi Talsverð vinna er að skipuleggja viðburð á borð við running dinner og margt þarf að ganga upp. „Ég geri mér ekki grein fyrir því hversu margir munu mæta og þetta verður auðvitað flóknara eftir því sem liðin verða fleiri,“ segir Gísli en bætir því við að þótt tal- að sé um „lið“ þá felist engin keppni í running dinner, heldur eingöngu skemmtun. „Lág- markið er níu lið, til að engin lið hittist tvisvar yfir kvöldið, en þetta verður flókið ef liðin fara að skipta hundruðum.“ Varla er þó hægt að fá hæfari menn til verksins, en Gísli og Sveinn eru báðir verkfræðingar að mennt. „Gestgjafarnir fá að vita um óþol og ofnæmi gesta sinna og þurfa því að haga eldamennsk- unni eftir því. Besta lausn væri svo að lág- marka samanlagða ferðavegalengd allra liða yfir kvöldið, auk þess sem bæta þyrfti við hliðarskilyrðum til að takmarka heildarveg- arlengd sérhvers liðs yfir kvöldið. Þetta verð- ur því í rauninni eins og að leysa flókið best- unardæmi,“ segir Gísli og hlær. Frekari upplýsingar um running dinner er að finna á Facebook-síðu viðburðarins, „Runn- ing dinner á Íslandi“. Frestur til skráningar rennur út kl. 18 miðvikudaginn 8. júlí. Morgunblaðið/Golli ÞRIGGJA RÉTTA MÁLTÍÐ Í ÞREMUR ELDHÚSUM Á EINU KVÖLDI Matarboðhlaup prufukeyrt VERKFRÆÐINGURINN GÍSLI HALLDÓR INGIMUNDARSON KYNNTIST FYRIRBÆRINU „RUNNING DINNER“ ÞEGAR HANN VANN ÚTI Í MÜNCHEN Í ÞÝSKALANDI. HANN VEITTI ÞVÍ ATHYGLI AÐ EKKERT ÞESSU LÍKT ER Á BOÐSTÓLUM HÉR HEIMA OG HYGGST NÚ KYNNA ÍSLENDINGUM ÞESSA SKEMMTILEGU VIÐBURÐI. Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir gith@mbl.is Gísli hefur sjálfur áhuga á matargerð og heillaðist af „Running dinner“. Á sumrin er gott að borða léttan mat og þótt það sé ekki hitabylgja hér líkt og í Evrópu klikkar ekki að fá sér gott vatnsmelónusalat sem aðalrétt eða til hliðar. Fáir standast breska sjónvarpskokknum og matargyðj- unni Nigellu snúning í matseld. Hún á einmitt alveg frá- bæra uppskrift að vatnsmelónusalati með fetaosti og svörtum ólífum sem hægt er að skoða á nigella.com. Lítill rauðlaukur 4 lime 1½ kg sæt og þroskuð vatnsmelóna 250 g fetaostur búnt af ferskri steinselju búnt af ferskri myntu 4 msk jómfrúarólífuolía 100 g steinlausar svartar ólífur svartur pipar Skrældu laukinn og skerðu hann í þunna hálfhringi. Settu hann í litla skál með lime-safanum. Þannig verður laukurinn bleikur og stökkur og ekki eins beiskur á bragðið. Tvö safarík lime ættu að duga en stundum er ávöxturinn þurr og þá gæti þurft meira. Skerðu vatnsmelónubörkinn frá og hreinsaðu alla steina burt og skerðu ávöxtinn í þykka þríhyrninga sem eru 4 cm á hlið, eða eftir smekk. Skerðu fetaost- inn í svipaða kubba og settu allt saman í stóra og víða skál eða fat. Skerðu steinseljuna gróft en myntuna fínna og dreifðu yfir ávextina og ostinn. Næst hellirðu lauknum og öllum bleika safanum sem honum fylgir ofan í skálina, bætir við olíu og ólífum. Öllu blandað varlega saman með höndunum. Svartur pipar malaður yfir allt saman. Smakkað til með auka lime-safa ef þarf. Það er gott að bera salatið fram með góðu súrdeigsbrauði. Vatnsmelónusalat með fetaosti og ólífum KÆLANDI MATUR Í HITANUM AÐ HÆTTI NIGELLU

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.