Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2015, Page 35
5.7. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35
É
g vissi svo sem að hús-
bílaferð okkar vinkvenn-
anna um síðustu helgi
yrði efni í heila bók en ég gerði
mér ekki grein fyrir að svona
þriggja daga ferðalag myndi
hækka hamingjustuðulinn um
57%. Að vera í þrjá sólarhringa
með vinkonum sínum, kryfja mál-
efni líðandi stundar, borða hress-
andi mat, þurrbursta á sér húðina
og hleypa ævintýradólgnum út er
ávísun á gleðivímu.
Fyrir nokkrum árum fékk ég
símtal frá annarri vinkonu minni
sem vildi ólm kaupa húsbíl með
mér og þáverandi eiginmanni
mínum. Þau hjónin höfðu fundið
húsbíl í litlu sjávarplássi og fannst
upplagt að við myndum fjárfesta í
þessari drossíu með þeim. Þegar
þetta símtal kom hélt ég að yrði
ekki eldri og afþakkaði snyrtilega
án þess að hljóma hrokafull og
leiðinleg (sem ég er náttúrlega
ekki). Einhvern veginn sá ég ekki
fyrir mér hvað svona sparigugga
ætti að gera við húsbíl – hver þarf
húsbíl þegar hægt er að sofa á
sveitahóteli?
Þess vegna er fyndið að upp-
götva það núna (á gamalsaldri) að
húsbíll sameinar í raun þrjú
stærstu áhugamálin sem eru ein-
mitt ferðalög, heimili og bílar.
Við vorum varla komnar upp
fyrir Ártúnsbrekkuna þegar vin-
kona mín, sem sat í farþegasæt-
inu, var farin að óska eftir veit-
ingum. Hún spurði mig í sífellu
hvort það væri til eitthvert
SNAKK og ég byrjaði auðvitað á
því að bjóða henni heimagert tóm-
atasalat með ferskum mossarella
osti, ferskri basilíku, kaldpress-
aðri ólífuolíu og sjávarsalti að
vestan. Það var ekki nógu gott
fyrir hana og þá bauð ég henni
dökkt súkkulaði með piparmyntu
en hún vildi það ekki heldur. Þeg-
ar ég bauð henni banana spurði
hún: „Hvað við orðið SNAKK
skilur þú ekki, Marta María Jón-
asdóttir? Ég er að tala um djúp-
steiktan viðbjóð í álpoka,“ sagði
hún og var orðin pínu andsetin.
Eftir töluverða leit fannst
SNAKK sem hæfði farþegasæt-
isguggunni.
Fyrir þessa húsbílaferð áttaði
ég mig bara ekki á því að SNAKK
þýddi bara eitthvað eitt. Í mínum
huga er SNAKK ekki bara djúp-
steiktir kartöfluhringir sem hægt
er að raða á puttana á sér heldur
nettur millibiti með góðri nær-
ingu. Ég hélt að svona fínar spari-
guggur gættu þess vel að setja
ekkert inn fyrir sínar varir sem
ekki gæti verið gott fyrir must-
erið – mér fórst!
Þegar við spariguggurnar
renndum inn á fyrsta tjaldstæði
ferðarinnar upplifðum við tölu-
verða fordóma af hálfu karlpen-
ingsins. Karlarnir á stóru jepp-
unum með hjólhýsin sín (og stóra
bjórinn) snéru sig næstum því úr
hálslið þegar spariguggurnar
trítluðu út úr húsbílnum og voru
búnar að koma upp tjaldborg með
skjólveggjum, veifum og öllum
helstu þægindum á innan við
korteri. Þegar spariguggurnar
voru að leggja lokahönd á verkið
þurfu nokkrir menn að labba
framhjá til þess að geta sagt
þessa fleygu setningu: „Vel gert,
stelpur.“ Rétt eins og við hefðu
fengið helgarfrí af stofnuninni
sem við værum vistaðar á og gæt-
um ekki gert neitt nema hafa til-
sjónarmann meðferðis.
Í ferðinni vorum við með nóg af
leiktækjum meðferðis og náðum
bæði að þeytast um höfin blá á
sæköttum og fara upp á Snæfells-
jökul á vélsleðum, svona eins og
konur gera þegar þær fara í frí.
Lærdómur helgarinnar er mik-
ilvægur og vill spariguggan ítreka
það fyrir öðrum spariguggum að
setja ekki á sig húðdropa og dag-
krem áður en farið er út að leika á
sæketti. Það er nefnilega pínu
vandræðalegt að þurfa að gera
hlé á meðan leikar standa sem
hæst til þess eins að þurrka húð-
dropana úr augunum …
martamaria@mbl.is
Þóra Sigurðardóttir, MM og Kolbrún Pálína Helgadóttir fyrir utan húsbílinn.
Ekki setja á þig húðdropa áður en
þú ferð út að leika. Þessar voru vel búnar í ferðalaginu.
STOPP – ég er með
húðdropa í augunum!
KOLAPORTIÐ
kolaportid.is
Einstök stemning í 26 ár
Opið laugardaga og sunnu
daga
frá kl. 11-17
GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA
Láttu okkur
létta undir fyrir
næstu veislu
Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík • haaleiti@bjorg.is • Sími 553 1380
Serviettu- og
dúkaleiga
Gardínuhreinsun
Dúkaþvottur