Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2015, Qupperneq 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2015, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.7. 2015 E nginn veit á þessu augnabliki hvort gríska þjóðin muni segja já eða nei í þjóðaratkvæði sínu á sunnudag. Bót á lýðræði Stundum er látið eins og almennar atkvæðagreiðslur af þessu tagi séu ómæld blessun fyrir þegnana og án fjölda þeirra sé naumast hægt að tala um að þjóð búi við raunverulegt lýðræði. Fulltrúalýðræðið sé hins vegar útbíað í annmörkum og undirmálum. Þessar lýðræðiskenningar eru hæpnar. Fulltrúa- lýðræðið er ekki fullkomið. Best væri auðvitað ef grunneiningin, einstaklingurinn og þeir sem allra nánastir eru honum fengju mestu ráðið um það sem að þeim snýr. Sá draumur er ekki fjarlægur. Þvert á móti þá er fyrir löngu orðið ljóst að hann og veruleik- inn munu héðan af aldrei ná saman. Baráttan fyrir frelsi einstaklingsins er fyrir löngu komin í bullandi vörn. Engin von er um snögg upp- hlaup til að skora í hitt markið. Keppikefli einstak- lingsins í þjóðfélaginu er aðeins það að tryggja með varnarleik sínum að sem fæst mörk séu skoruð gegn honum í hverjum hálfleik. Sveitarfélagið ákveður hversu langt skuli vera á milli þíns húss og nágrannans og hversu hátt lim- gerðið eða girðingin megi vera. Ekki þið nágrann- arnir, þótt þið séuð algjörlega sammála. Þið skuluð bara þakka fyrir að það sé þó sveitarfélagið sem fer með valdið. En það er líka að verða liðin tíð. Sífellt fleiri lög eru sett og sum þeirra koma sem tilskipanir, sem enginn les, frá Brussel og þær eru samþykktar sem lög frá Alþingi. Hvers konar við- undur eru það til að mynda sem samþykkja sem lög tilskipanir sem fela það í sér að framleiðendur hér á landi sem nota rafmagn úr Þjórsá séu samkvæmt lögunum að nýta annars vegar kjarnorku en hins vegar kol, nema þeir kaupi sér vottorð um annað?!!!! Einhverjir halda í vonleysi sínu að komi menn á kerfi þjóðaratkvæðis þá fái þjóðin gripið inn í óheillaþróunina af þessu tagi. Það hefur vissulega sýnt sig að þjóðaratkvæði getur verið öryggisventill, eins og í Icesave. En hótun um það má auðvitað mis- nota, eins og því miður gerðist í tilviki afturkræfra fjölmiðlalaga, eins og flestir hafa fyrir löngu áttað sig á. En reynslan sýnir að fjölgun þjóðaratkvæða- greiðslna verður fljótt til þess að menn missa áhug- ann. Ekki gallalausar Þess utan eru þjóðaratkvæði vandmeðfarin. Sé raun- in sú, eins og t.d. í Grikklandi, að hægt sé að kalla þjóð til atkvæðagreiðslu með fárra daga fyrirvara blasa gallar fyrirbærisins við og sjálfsagt eru leyndir gallar enn þá fleiri. Við, sem erum almenningur, getum ekki annað en viðurkennt að við rokkum til og fljótum með þeim bylgjum sem rísa og hníga um þjóðfélagið nánast vikulega. Sjálfsagt hefur mikill meirihluti þjóðarinnar trúað á sekt þeirra sem fyrst- ir voru settir í gæsluvarðhald í svokölluðu Geirfinns- máli. Og jafnstór hópur verið sannfærður um sekt seinni hópsins sem handtekinn var. Augljóst er hvernig farið hefði ef atkvæði okkar, almennings, hefði fengið að ráða niðurstöðu. Við, almenningur, erum samt engir bjánar sem hópur. En við stöndum ekki endilega vel að vígi við að móta okkur skoðun og sjá í gegnum áróður, skipu- lagðan eða sjálfsprottinn. Kinka bullukolli Sumum finnst mikið til um það, þegar fyrirferð- armestu yfirborðsgutlararnir í bloggheimum láta eins og þeir séu handhafar sannleika og réttlætis á hverjum tíma. Furðu margir elta og gelta með, þótt fullyrðingar og stórudómar liðinna ára séu flestir að engu orðnir og einvörðungu vitnisburður um dóm- greindarlaust hjal. Hver kannast ekki við þegar sagt er með velþókn- un: „Bloggheimar loga!“ Þegar betur er að gáð hafa nokkrir „ofurblogg- arar“ æst sig, iðulega undir forystu þeirra sem glenna sig eins og væru þeir óskeikult yfirvald, ásamt þeim sem „virkastir eru í athugsemdum“. En samt hefur ekkert gerst annað en að sjálfsupphafinn hópur hefur gengið af göflunum eins og vant er. En auðvitað er ekki loku fyrir það skotið að gaura- gangurinn hafi einhver áhrif um stund. Dæmin sýna að vissulega er hægt að velta til al- menningsáliti svo vitleysan skáki vitinu um stund. Oftast stendur þó sú staða stutt við, fáeina daga, en stundum þó í allmargar vikur. Jafnvel getur viðtal í fjölmiðlum, sem gagnrýnislaust er hampað, náð slík- um árangri, svo ekki sé talað um vel skipulagða her- ferð, sem fjármögnuð er af huldumönnum, sem ríkra hagsmuna hafa að gæta, eins og kunn dæmi eru um. Þeir sem betur vilja og betur vita veigra sér skilj- anlega við að tala máli skynseminnar, svo ekki sé tal- að um laskaðan sannleikann. Þeir vita að með því að andæfa ruglinu kalla þeir yfir sig svívirðingar og óþverra af áður óþekktu tagi. En þó eru alltaf nokkr- ir sem sýna kjark og þor og njóta virðingar fyrir. Áhrif gauragangsins rjátlast auðvitað af okkur almenningi smám saman. En vissulega væri ekki gott ef afgerandi atkvæðagreiðsla færi fram á meðan vitleysan siglir enn byr. En stundum eru þeir hættulegastir sem ekki er hægt að afgreiða sem óvita, offara eða almenna æs- Vinnur Pyrrhus og tapar eða tapa Grikkir og vinna? * Seðlabanki evrunnar hefur áörlagastund sannað að hanntelur sig ekki bera þjóðbankaskyldur gagnvart Grikkjum. ... Seðlabanki evrunnar er nú banki „kröfuhaf- anna“. (Eins og Seðlabanki Íslands reyndist í aðdraganda Icesave.) Reykjavíkurbréf 03.07.15

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.