Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2015, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2015, Blaðsíða 39
ingamenn. Icesave-herferðin er sorglegt en sögulegt dæmi um það. Á margt annað er að líta En margt annað kemur til. Til að mynda er það stór- mál varðandi þjóðaratkvæði hver ræður spurning- unni. Stundum er svigrúm til misnotkunar lítið, en ekki alltaf. Frægasta spurning allra leiðandi spurninga er sennilega þessi: Ertu hættur að berja konuna þína? Já eða nei. Já þýðir að „þú“ hafir barið konuna þína en sért nú hættur því. En nei þýðir að þú hafir ekki enn hætt þeim óþokkaskap að berja konuna þína. Skoðanakannanir lúta áþekkum lögmálum að þessu leyti og allsherjaratkvæðagreiðslur, en afleið- ingarnar eru gjörólíkar. Alkunna er, að það telst til algjörra undantekninga að ákafamenn um að troða Íslandi í ESB fái meiri- hlutastuðning í könnun þegar spurt er beint um efn- ið. Þeir, sem una slíkum staðreyndum illa og hafa ekki nægilega stífa siðferðisfjöður í höfðinu, láta stundum freistast. Þeir fá þá spurt spurningar sem er í raun 3 eða 4 spurningar undir hatti einnar. „Viltu sækja um aðild að Evrópusambandinu, hefja samn- ingaviðræður við það og bera svo árangur viðræðna upp í þjóðaratkvæði?“ Vitað er að menn eru á móti því að ganga í ESB. En það er aðeins snúið að vera á móti samninga- viðræðum um eitthvað. Og hvar finnast menn sem eru ekki hlynntir því að árangri sé náð? Og meiri- hluti fólks er fremur hliðhollur þjóðaratkvæða- greiðslum. Þannig er þrem atriðum, sem eru í eðli sínu jákvæð, bætt við efnisspurninguna, sem kallar á nei, til að stuðla að jákvæðara svari. Úrslitin úr könnunum af þessu tagi eru svo kynnt sem svar við spurningu um hvort menn vilji ganga í ESB. Þau koma fram í fyrirsögnunum, útdrættinum og millifyrirsögnunum. Einhvers staðar í textanum er spurningin svo birt í heild. Menn eru jú svo gagnsæir og heiðarlegir. Spurt um annað Síðustu tvö árin eru áköfustu ESB-sinnar nánast hættir að spyrja beint um vilja til aðildar að ESB. Þeir spyrja hvort menn styðji það að „ljúka samn- ingaviðræðum“ við ESB. Það þarf staðfestu til að svara slíkri spurningu neitandi. Það er beinlínis inn- byggt í fólk að vilja ljúka verkum, þar með talið að ljúka viðræðum. Sumir, sem svara slíkri spurningu játandi, hefðu sennilega viljað að þessum sýndar- viðræðum hefði lokið á fyrsta degi. Og samanburður á könnunum sýnir að allstór hluti þeirra sem gjalda já við slíkri spurningu er alfarið á móti því að ganga nokkru sinni í ESB. En annað er verra. Beinlínis er verið að blekkja svarendur með ómerkilegum hætti og gegn betri vit- und. Það var aldrei stofnað til neinna samninga- viðræðna. Evrópusambandið er algjörlega ærlegt og heiðarlegt í því sambandi, öfugt við stjórnmálamenn og „samningamenn“ Íslands. ESB segir að engar samningaviðræður fari fram. Einvörðungu aðlögunarviðræður. Þar er farið yfir hvaða reglur ESB eru þegar orðnar að reglum umsóknarlands og hversu margir mánuðir séu þar til að það sem út af stendur í hverjum kafla verði löggilt. Og ESB geng- ur lengra. Það beinlínis biður umsóknarríki um að halda ekki þeim ósannindum að sinni þjóð að eitt- hvað sé umsemjanlegt. Raunverulegar samninga- viðræður hafi vissulega farið fram fyrir áratugum, áður en ófrávíkjanlegt varð að þær þjóðir sem sækja um aðild skuli undanbragðalaust taka upp allar regl- ur sem þar gilda. Jafnvel hörðustu andstæðingar ESB geta ekki annað en viðurkennt að þetta sé sanngjarn rammi. Grikkir spurðir stórt Grikkir eru spurðir um það um þessa helgi hvort þeir vilji samþykkja eða hafna tilboðum „kröfuhafanna“. Þjóðin fékk tæpa viku til að kynna sér þær kröfur. Það er óneitanlega mjög ósanngjarnt að kasta pakkanum í þessari mynd í fang þjóðarinnar. En verður ekki að líta á það sem örþrifaráð og neyðar- rétt? Það hljómar vel að láta þjóðina hafa síðasta orðið á ögurstund. En henni eru búin óbærileg skil- yrði til þess að taka af skarið. Öll forysta ESB ríkjanna lætur nú hræðsluáróðurinn dynja á Grikkj- um. Um leið og atkvæðagreiðslan var ákveðin tilkynnti Seðlabanki evrunnar, sem er hinn raunverulegi seðlabanki Grikklands, að lausafjáraðstoð við landið yrði skorin niður við trog. Þetta er bankinn sem stjórnar myntinni, sem er þjóðarmynt Grikkja! Seðlabanki getur tryggt sinni þjóð endalaust lausafé í heimamynt hennar, kjósi hann að gera það. Séu ekki efnahagslegar forsendur fyrir slíkri ákvörð- un gætu afleiðingarnar orðið alvarlegar og meðal annars sýnt sig í verðgildi myntarinnar og haft vond áhrif á trúverðugleika út á við. En óvenjulegar aðstæður gætu réttlætt slíkar að- gerðir og sjálfstæð þjóð með eigin mynt á þennan kost. Seðlabanki evrunnar hefur á örlagastund sannað að hann telur sig ekki bera þjóðbankaskyldur gagn- vart Grikkjum. Hann bregst þeim af yfirlögðu ráði. Það er áhættulaust fyrir stjórnendur hans. Þeir sitja í skjóli annarra og öflugri aðila. Seðlabanki evrunnar er nú banki „kröfuhafanna“. (Eins og Seðlabanki Íslands reyndist í aðdraganda Icesave.) Því kröfuhafarnir, sem talað er um, eru nú hin evruríkin. Þau hafa fyrir löngu tryggt að spekúlantar bankaheimsins í stærstu löndum evrunnar hafa feng- ið allt sitt. Þess vegna myndi raunverulegt fall Grikkja hafa veruleg áhrif á fjárhag evruríkjanna, jafnt stórra sem smárra. Þannig hefur verið nefnt t.d. að Finnland gæti tapað nærri 600 milljörðum króna (jafnvirði þeirra í evrum). Tölurnar sem kæmu í hlut ríkja eins og Þýskalands eru svimandi háar, en það myndi þó rísa auðveldlega undir því. Öðru máli gegnir um sum smærri ríki evrunnar, eins og t.d. Finnland. Hvar á að setja X? Allt er óljóst um úrslitin í þjóðaratkvæðinu. Við, íslenskur almenningur sem um þessar mundir er staddur í landi hins eilífa dags, vitum líklega álíka mikið um „síðustu tillögur kröfuhafa“ og almenn- ingur í Grikklandi. Við erum þó sennilega í betri að- stöðu en þeir, því hræðsluáróðurinn og hótanirnar um efnahagslegt svartnætti dynja ekki á okkur. En hvernig sem við klórum okkur í kollinum velkj- umst við áfram í vafa um það, hvort rétt sé að segja já eða nei í þessum kosningum. En ef hart er á okkur gengið um svar. þykjumst við þó helst hallast að því, að verði svar almennings „já“ muni furstar Evrópu samstundis fullyrða að spurningin hafi ekki snúist um evru eða drökmu, eins og þeir segja núna. Hún hafi allan tímann verið um tilboðið, sem talið var að horfið hefði af borðinu. Eft- ir að fyrstu tölur birtust hafi það óvænt fundist aftur á miðju borðinu, falið undir gagnsæju plasti. Af því tilboði sé gríska ríkisstjórnin nú bundin á höndum og fótum samkvæmt ákvörðun sinnar eigin þjóðar. Verði svar almennings „nei“ er auðvitað fjarri því að allur vandi sé leystur. Furstar ESB munu fá fýlu- kast og setja upp snúð, allir sem einn og leitast við að gera óþekktaröngum lífið leitt um hríð, öðrum til varnaðar. En þeir munu þó ekki þora að missa Grikki út úr evrunni. Samkvæmt sáttmálum ESB er þjóðum óheimilt að flýja út af evrusvæðinu, þótt þær vilji. Það væri hættulegt fordæmi kæmist einhver þjóð upp með að bjarga sér á flótta. Þá hefur það gerst í millitíðinni, að Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn missti út úr sér að gamla berjapress- an, sem notuð er til að kreista síðustu dropana út úr Grikkjum, hafi verið stillt á ofurherslu og þess vegna fylgi allt gruggið af Grikkjum með safanum út í ker- öld kröfuhafanna. Óhjákvæmilegt sé því, vegna hags- muna kröfuhafanna, að slaka á klónni gagnvart Grikkjum. Þetta óvænta og óvenjulega sannleiksslys AGS hefur orðið til þess að margir telja nú lífs- nauðsynlegt fyrir Grikki að segja nei í þessari skrítnu atkvæðagreiðslu. Því þótt ekki sé víst, að neiið muni gagnast þeim mjög mikið, þá sé alveg öruggt að uppgjafar-jáið verði þeim sem óaftur- kræfur örlagadómur. En hvernig sem úrslitin verða á sunnudag er hér viðbótarspurning: Væri ekki sanngjarnt að efna til þjóðaratkvæðis í stórríkjum evrunnar og spyrja þar, og biðja um já eða nei, hvort þær þjóðir séu hættar að berja Grikki. Spurningin er jú einföld. Gætu menn ekki haft gott af því að fást við hana? Morgunblaðið/Eggert 5.7. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.