Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2015, Qupperneq 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2015, Qupperneq 41
5.7. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 að það er illa gert að segja fréttamanni fréttir en samt ekki. Það verður að hafa það. Eagle sparar okkur tíma Talið berst að nafninu, Eagle, og Egill Örn lýsir fullri ábyrgð á hendur vini sínum, Rich- ard Scobie, söngvara með meiru. Þeir kump- ánar munu hafa verið á kvennafari í Lund- únum árið 1986 og Richard, sem hafði orð fyrir þeim, kynnti þá með þessum hætti: „Hi girls, I’m Richard and this is Eagle!“ Egill Örn reyndi að malda í móinn en Richard kæfði andmæli hans í fæðingu. „Sjáðu til. Það sparar okkur klukkutíma á dag að segja að þú heitir Eagle. Hér skilur enginn nafnið Egill,“ fullyrti Richard. Þess utan myndu flestir enskumælandi menn líklega segja „Ígil“ sem er alls ekki ólíkt „Ígúl“. „Þegar ég flutti til LA rifjaðist þetta heil- lræði Richies upp fyrir mér og ég hef haldið mig við Eagle síðan,“ segir Egill Örn hlæj- andi en tekur skýrt fram að hér heima heiti hann vitaskuld eftir sem áður Egill Örn. „Mamma myndi seint kalla mig Eagle,“ segir hann kíminn. Bólstrarasonur úr Hvassaleitinu Talandi um Richard Scobie þá ber hann ábyrgð á eina kvikmyndaverkefninu sem Eg- ill Örn hefur tekið þátt í hér heima til þessa. Fyrir margt löngu kom hann heim að beiðni þessa gamla vinar síns með kvikmyndatöku- vél í poka og tók upp eða „skaut“, eins og sagt er á fagmáli, tónlistarmyndband fyrir hljómsveitina Angels & Devils. Magnús Scheving var þá meðal leikenda. „Ætli þetta hafi ekki verið árið 1990,“ rifjar hann upp. Egill Örn Egilsson fæddist í Reykjavík ár- ið 1966. Bjó í Drápuhlíðinni til fjögurra ára aldurs en þá flutti fjölskyldan í Hvassaleitið. Foreldrar hans eru Egill Ásgrímsson bólstr- ari og Sigríður Lúthersdóttir. Egill á eina systur, Þórunni Egilsdóttur, bónda á Hauks- stöðum í Vopnafirði og þingflokksformann Framsóknarflokksins. Spurður hvort hann sé sjálfur framsókn- armaður hristir Egill Örn höfuðið. „Ég er ópólitískur og fylgist lítið með íslenskum stjórnmálum, enda hef ég búið svo lengi er- lendis. Þórunn var kjörin á þing í síðustu kosningum og stendur sig eins og hetja. Hún er ein af þessum manneskjum sem eiga af- skaplega auðvelt með að gefa af sér og var hvött til að fara í framboð af sveitungum sín- um. Því miður sýnist mér það vera vanþakk- látt starf að vera alþingismaður. Umburð- arlyndi er lítið og illa talað um þetta fólk, sérstaklega hérna fyrir sunnan, enda þótt það sé að reyna að gera sitt besta fyrir land og þjóð,“ segir hann með nokkrum þunga. Fjölskyldufyrirtækið, Bólstrun Ásgríms í Bergstaðastrætinu, sem afi Egils Arnar stofnaði, var einskonar umferðarmiðstöð meðan Egill Örn var ungur en Egill eldri tók við bólstruninni af föður sínum. Þangað lá leiðin gjarnan eftir skóla, þar sem vinir og ættingjar stungu við stafni. Iðulega var glatt á hjalla. Húsið á móti, Tösku- og hanskagerð Guðrúnar, var líka vinsæll samkomustaður en þar er nú Kaffibarinn. „Verkstæðið hans pabba var órjúfanlegur hluti af mínu uppeldi og raunar öllu mínu lífi fram á þennan dag. Núna er pabbi kominn á áttræðisaldur og styttist í að hann rifi seglin. Það er erfitt til þess að hugsa að þá verði Bólstrun Ásgríms ekki lengur innan fjöl- skyldunnar. Því miður eru hvorki ég né Þór- unn líkleg til að taka við af pabba. Það býr mikil og merkileg saga í Bergstaðastrætinu.“ Erfði ljósmyndadelluna Egill Örn erfði tvö helstu áhugamálin frá föður sínum, skíði og ljósmyndun. „Við not- uðum öll tækifæri sem gáfust til að fara á skíði – og gerum enn. Ég skrapp nýlega með pabba og nokkrum vinum hans, körlum komnum yfir sjötugt. Þeir voru eins og ung- lömb í brekkunum. Pabbi hefur mjög gott auga og var alltaf að taka ljósmyndir, ekki síst í ferðalögum, sem hann sendi til Dan- merkur í framköllun. Síðan var öllum sem vettlingi gátu valdið boðið heim til að skoða myndirnar og þiggja kaffi og með því. Þetta voru skemmtilegir tímar og þessi mikli ljós- myndaáhugi pabba hlýtur að hafa kveikt í mér,“ segir hann. Egill Örn notaðist við forláta Pentax Spotmagic-vél, sem faðir hans átti, og tvær linsur, 50 og 200 millimetra. „Ég var með myrkrakompu í herbergi í Bergstaðastrætinu, sem ég held alveg örugg- lega að Þórbergur Þórðarson hafi búið í á sínum tíma. Þessi kompa hefur raunar ekk- ert breyst, er nákvæmlega eins og ég skildi við hana þegar ég flutti út 1988. Hún er orð- in býsna rykfallin,“ bætir hann við sposkur. Egill Örn kom víða við á þessum árum. Hann var ljósamaður hjá Bubba Morthens, Grafík og fleiri vinsælum hljómsveitum um miðjan níunda áratuginn. Þá vann hann um tíma í Áburðarverksmiðjunni og lærði smíðar í Iðnskólanum í Reykjavík. „Ég er ekki með sigg á lófunum eftir kvikmyndaleikstjórn,“ segir hann kíminn og opnar lúkurnar. Kærastan stakk upp á kvikmyndagerð Egill Örn ætlaði að læra ljósmyndun en þá- verandi kærasta hans fékk hann til að íhuga kvikmyndagerð. Úr varð að hann sótti um fjöldann allan af kvikmyndaskólum og komst inn í skóla í Lundúnum, New York og Los Angeles. „Þeir voru hins vegar allir of dýrir fyrir mig og á endanum fann ég kvöldskóla í LA sem ég hafði efni á,“ segir Egill sem hélt utan haustið 1988, ásamt tveimur vinum sín- um, Kristni Þórðarsyni og Ágústi Jakobs- syni, sem báðir starfa við kvikmyndagerð í dag. Auk þess að sækja tíma í skólanum sökkti Egill Örn sér í bækur og tímarit og gerði til- raunir. Keypti kvikmyndafilmu í gömlu Spotmagic-vélina og fikraði sig áfram. „Ég hef alltaf haft brennandi áhuga á andlitum, ekki síst svart/hvítri dramatík,“ segir hann og fær góðar undirtektir hjá Ragnari Axels- syni sem situr ennþá til borðs með okkur. Þeir hlaða í tæknimál sem leikmaður á ekki gott með að skilja. Egill Örn vann með námi og áður en leið á löngu var hann sjálfur farinn að kenna við skólann. „Ég fann mig fljótt í þessu námi en maður lærir ekki allt í skóla. Þar má læra hluti sem snúa að tækni en restin kemur frá manni sjálfum. Ég áttaði mig snemma á því að ég hafði þetta í mér, ég skildi mikilvægi lýsingar og það að nota ramma. Það er ekki myndavélin sem tekur myndir, heldur fólkið sem heldur á henni.“ Þegar náminu lauk var Egill Örn staðráð- inn í að reyna fyrir sér ytra. Þá var bara að byrja að „banka á hurðir“, eins og hann orðar það. Kærastan hafði flutt með honum út en var snúin heim þegar hér er komið sögu og sambandi þeirra lokið. Gott að vera áberandi í útliti Hann segir það ekki hafa unnið gegn sér í Englaborginni að vera áberandi í útliti, há- vaxinn og síðhærður, auk þess sem hann bar óvenjulegt nafn og talaði ísl-ensku, eins og hann orðar það sposkur. „Það hjálpar manni að fá tækifæri í þessum bransa að vera á einhvern hátt frábrugðinn öðrum. Það eru margir um hituna. Þegar á hólminn er komið telur það á hinn bóginn ekki neitt, kunni maður ekkert fyrir sér skipta útlitið og nafn- ið engu máli.“ Til að byrja með vann Egill Örn ókeypis fyrir fólk til að öðlast reynslu og koma sér á framfæri. Filman var iðulega svart-hvít enda kostaði hún minna en liturinn. Fyrsta launaða verkefnið, hundrað doll- arar á dag, var að taka upp efni fyrir ein- hvern náunga sem var að gera mynd um Morgunblaðið/RAX Egill Örn smellir kossi á systur sína, Þórunni Egilsdóttur, bónda og þingflokksformann Framsóknarflokksins. * Ég hef alltaf haftbrennandi áhuga áandlitum, ekki síst svart/ hvítri dramatík. Tveir sagnamenn saman komnir. Snorri Sturluson og Egill Örn Egilsson.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.