Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Page 51

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Page 51
íslands þúsund ár Formsöguleg greining Sálmurinn er gjarnan flokkaður sem angurljóð lýðsins, í samræmi við hina formsögulegu greiningaraðferð Gunkels, sem segja má að hafi verið næsta ein- ráð í sálmarannsóknum frá því upp úr 1920 og fram yfir 1990. Miðar sú að- ferð að því að finna upphaflega notkun einstakra sálma í trúarlífi hins ísra- elska þjóðfélags Gamla testamentisins eða „Sitz im Leben“ eins og Gunkel nefndi það. Þannig benda upphafsorðin „Drottinn þú hefir verið oss athvarf ‘ til þess að það sé ekki bara einn maður sem talar og gætu þessi upphafsorð því bent til notkunar sálmsins í helgihaldi hins hebreska safnaðar og uppruna sálmsins í guðsþjónustunni. Angurljóðin tjá yfirleitt harm og örvæntingu þar sem óvinir koma mikið við sögu og ekki síst hinn hinsti óvinur, þ.e. dauðinn sjálfur. Oft stafar líka angistin eða harmurinn af því að Guð virðist fjarlægur eða hann svarar ekki. Hér er raunar ekkert minnst á óvini eða fjandmenn en í þess stað er áherslan á hverfulleika mannsins og hann tengdur reiði Guðs. Ævidagar mannsins „líða í skyndi og vér fljúgum burt“ (v. 10). Ýmislegt bendir til þess að sálmurinn sé samsettur úr upphaflega að- skildum þáttum og hann getur tæpast talist dæmigert angurljóð. Raunar hélt hinn kunni gamlatestamentisfræðingur Gerhard von Rad (1901-1971) því stað- fastlega fram í fyrirlestri árið 1963 að ekki væri unnt að rekja upphaf þessa sálms til helgihaldsins.4 Benti von Rad í stað þess á skyldleika sálmsins við Prédikarann (sbr. orðin „og dýrasta hnossið er mæða og hégómi“) og flokk- aði sálminn sem spekisálm. Niðurstaða mín um þetta efni er frekar sú að kannast við að sálmurinn fell- ur ekki sérlega vel að neinum helstu flokkum greiningarkerfis Gunkels. Skyldleikinn er þó tvímælalaust mestur við angurljóðin. í 13. versi er t.d að finna orðalag sem er mjög dæmigert fyrir angurljóðin, svo sem „snú þú aft- ur“ og spurninguna: „hversu lengi?“ Sama er að segja um 15. versið: „Veit oss gleði í stað daga þeirra, er þú hefir lægt oss.“ Hins vegar er ekki auð- velt að skera úr um hvert tilefni harmsins er. Ekki verður heldur horft fram- hjá spekistefjunum í sálminum, eins og von Rad hefur bent á. Eðlilegast virð- ist mér því að tala um sálminn sem angurljóð lýðsins, sem ekki sé mjög dæmi- gert og innihaldi meðal annars spekistef. 4 Fyrirlestur þessi er birtur í bók von Rads, God at Work in Israel. Abingdon, Nashville, 1981: 210-223. Hún kom upphaflega út á þýsku árið 1974 hjá Neukirchener Verlag und- ir heitinu Gottes Wirken in Israel. Norðmaðurinn Sigmund Mowinckel (1884-1965) var áhrifamesti talsmaður þeirrar kenningar að flestir sálmar Saltarans ættu rætur sínar í helgihaldinu, hefðu beinlínis verið samdir til notkunar í guðsþjónustu hinna fomu Israels- manna. Sjá S. Mowinckel, The Psalms in Israel’s Worship. Basil Blackwell. Oxford 1982. 49
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.