Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Síða 99
Allegóría um hlutdeild heiðinkristinna . . .
forna eða túlkunaraðferðum í texta Nt, sem eiga sér hliðstæður í aðferðum
fræðimanna Gyðinga í síðgyðinglegum og rabbínskum ritum.16 Mikilvægt stig
í sögu aðferðanna er áherzla á einkenni hefðanna sem munnlegra geymda, sem
felur í sér gagnrýni á hefðbundna heimildagagnrýni.17 í seinni tíð hafa kom-
ið fram félagssögulegar og mannfræðilegar aðkomur að textanum út frá hug-
myndum um aðstæður utan textans.18
Á síðasta fjórðungi 20. aldar tóku biblíufræðingar fyrir áhrif frá frönsku
formgerðarstefnunni að leggja sérstaka áherzlu á textaheildir sem ákvarðandi
þætti merkingar í tjáskiptum manna frekar en einstök orð og setningar án til-
lits til slíkra heilda. Þessi aðkoma hefur í æ ríkari mæli haft áhrif á umfjöll-
un þeirra, sem í dag fást við að greina texta.19 Þá hafa menn aðgreint fram-
setningu sögulegrar þróunar texta (ensk. diachronic approach) og framsetn-
ingu texta í samtíma samhengi (ensk. synchronic approach), en talið óhjá-
kvæmilegt að taka samtímis tillit til hvors tveggja.20
Það skal tekið fram að spurningin um uppruna texta út frá sjónarhorni
heimildargagnrýninnar er óhjákvæmileg, en hún beinist ekki að merkingu text-
ans eins og hann stendur á Mt. Visst sögulegt sjónarhorn er gefið í textunum
ur Gt. leggja guðspjallamanninum til sögulega guðfræði sáttmálans, en þar sé fólgið sam-
hengið í framvindu sögu hjálpræðisins, jafnframt sé guðfræðilegt uppgjör frumsafnaðar-
ins fellt inn í frásagnarefnið.
16 Derrett 1973, 161-174 (186), sér hér í frásögunni skyldur við aðra og tegund „midrash".
Downing 129-149 sé í frásögunni kynisk hefðbundin efnisatriði eða „topos.“
17 Sjá yfirlit há Robbins 111-147, einkum 116-117, þar sem hann vísar til framlags W. H.
Kelber, The Oral and the Written Gospel. Philadelphia, PA, Fortress 1983. Robbins 118
telur mikilvægt að greina milli munnlegrar menningar, ræðulistarmenningar og ritmenn-
ingar, verkefni ritskýrandans sé að greina samningu og endursamningu guðspjallanna í
ræðulistarmenningu fyrir tíma ritmenningar á 3. öld
18 Theissen 202-225, gengur út frá upplýsingum utan biblíutextans um samsetningu þjóða-
brota í landsvæðum Týrusar og Sídonar og efnahagslegum aðstæðum. Bls. 204 skrifar
hann: „Zwischen Jesus und der Frau steht die soziale Schranke zwischen Juden und
Heiden. Jede Auslegung muss das beruchsichtigen." Bls. 206, 221, telur hann, að frávís-
un Jesú gagnvart kanversku konunni tjái beizkju í samskiptum Gyðinga og heiðingja í
landamærahéruðum Galíleu og Týrusar og Sídonar, þar sem fönikískt fólk í borgum mynd-
aði yfirstétt gagnvart fátækum Gyðingum í þorpum innar í landinu. En þetta verður ekki
ályktað út frá frásögunni í Mt., sbr. Luz 433, aths. 38. Holmberg 167-176, gengur út frá
mannfræðilegri greiningu með hjálp hugtakaparsins, „heiður - smán,“ í menningu Mið-
jarðarhafslanda og telur konuna sem konu fara yfir mörk með því að fara í opinskáa um-
ræðu við Jesúm, sem hún vinnur. Við þetta er það að athuga, að textinn sjálfur gefur ekki
tilefni til þessarar túlkunar og að í frásögunni er hún fulltrúi fólks af heiðnum uppruna,
sem á þegar aðild að hjálpræðinu. En í tilteknu umhverfi getur frásagan aftur á móti feng-
ið slíka merkingu fyrir viðtakanda.
19 Sjá einkum Patte 220-223, aðkoma hans er bókmenntafræðileg. Anderson 3-27. Sjá einnig
að hluta Holmberg 167 n.
20 Pokomý 322.
97