Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Page 118
Kristján Búason
myndorðinu um, að ekki sé gott að taka brauð barnanna og kasta fyrir
hundana. Með þessu er fyrri skýring Jesú, að sending hans sé bundin við Isr-
ael, ítrekuð, en með öðrum orðum.92 Orð Jesú eru ekki beint svar við beiðni
konunnar. Hér er um formlegt orsakasamband að ræða milli tiltals og svars,
þar sem svarið er ekki afdráttarlaust.93 Samsetta flækjan stendur enn óleyst.
b. 1. (v. 27) Kjarnastaðhæfing, að konan tali til Jesú, felur í sér, að hún
andmælir ekki svari Jesú, heldur taki undir það, en bregður upp öðru mynd-
orði um hundana, sem éta molana, sem falla af borðum húsbænda þeirra.94
Með því að bregða upp annarri mynd, heldur konan því fram, að fyrri mynd-
in sé í sjálfri sér rétt,95 en eigi ekki við hennar aðstæður.96 Hún fer ekki fram
á neitt, sem sé á kostnað þeirra, sem hjálpræði Jesú tilheyrir.97 Hún ítrekar
um leið óbeint beiðni sína um hjálp sér til handa í umhyggju sinni fyrir dótt-
ur sinni.98 í myndorði konunnar felst visst orsakasamband við undanfarandi
myndorð Jesú. Með þessu svari konunnar er gefin lausn flækjunnar, sem
myndar forsendu lausnar meginflækjunnar.
b. 2. (v. 28a) Kjarnastaðhæfing um svar Jesú felur í sé viðurkenningu hans
á svari konunnar sem mikilli trú og jafnframt yfirlýsingu hans, að vilji henn-
ar verði.99 Hér hlýtur trú að merkja ekki aðeins traust biðjandi einstaklings,
92 Légasse 36 vekur athygli á, að orðin „Ekki er gott...,“ „Oúk étTTLV Ka\öv..,“ hafi hér
ekki almenna merkingu, heldur sé um að ræða spuminguna um samræmi við guðlega áætl-
un.
93 Öðruvísi Schniewind 183, Harrisville 283, Patte 221, sem sér hér andstæðu milli orða
Jesú og konunnar og telur Jesúm hafna beiðni hennar. Hagner 439 talar um „implicit
rejection." Luz 435 telur orð Jesú fela í sér höfnun.
94 Dermience 42 vill sjá í fráviki texta Mt. frá Mk., þar sem felld eru niður orðin „...undir
borðum...,“ tilvísun til þess, að hundarnir séu kringum borðið. Hann vekur athygli á, að
ekkert beint samband sé á milli bama - húsbænda og hunda, húsbændur og böm eigi ekki
meðvitaða aðild að því, að hundarnir njóti molanna. Dermience telur svar konunnar herða,
lengja og þróa frekar hið róttæka v. 26. Þá telur hann, að bæði v. 26 og v. 27 tjái gyðing-
lega sérstöðu og skýri nánar v. 24.
95 Loisy 975 telur konuna viðurkenna „teoretískt“ grundvallarafstöðu Jesú og nær fram því,
sem hún vill, sem undantekningu.
96 Lagrange 310 segir konuna umbreyta lítilega aðstæðum, það sé ekki lengur um andstæð-
ur að ræða milli barna og hunda, heldur húsbænda og hunda. Luz 436 telur konuna nota
myndina til að andmæla Jesú.
97 Schmid 240 segir þetta rökrétt, að hundar taki mola, sem falla af borðum húsbændanna
og þeir séu því ekki teknir frá bömum. Trilling 82 segir svar konunnar ekki vera and-
mæli, heldur eins konar útskýringu, sem skilja beri þannig: „Já, herra, því að séð er fyr-
ir hundunum, þeir borða ekki frá börnunum, því að þeir fá molana.“
98 Sjá Zahn 525, Loisy 978, Gundry 313, Luz 436, öðruvísi Trilling 83, sem telur varla hægt
að skilja þessi orð konunnar sem bæn.
99 Grundmann 377 sér hér hvörf frásögunnar og bendir í því sambandi á tíðaratviksorðið
tót€, sem merkir „þá“ og felur í sér vissa undirstrikun. Höfundur telur eðlilegra að tala
um, að hér sé um undirstrikun lausnar að ræða.
116