Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Page 118

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Page 118
Kristján Búason myndorðinu um, að ekki sé gott að taka brauð barnanna og kasta fyrir hundana. Með þessu er fyrri skýring Jesú, að sending hans sé bundin við Isr- ael, ítrekuð, en með öðrum orðum.92 Orð Jesú eru ekki beint svar við beiðni konunnar. Hér er um formlegt orsakasamband að ræða milli tiltals og svars, þar sem svarið er ekki afdráttarlaust.93 Samsetta flækjan stendur enn óleyst. b. 1. (v. 27) Kjarnastaðhæfing, að konan tali til Jesú, felur í sér, að hún andmælir ekki svari Jesú, heldur taki undir það, en bregður upp öðru mynd- orði um hundana, sem éta molana, sem falla af borðum húsbænda þeirra.94 Með því að bregða upp annarri mynd, heldur konan því fram, að fyrri mynd- in sé í sjálfri sér rétt,95 en eigi ekki við hennar aðstæður.96 Hún fer ekki fram á neitt, sem sé á kostnað þeirra, sem hjálpræði Jesú tilheyrir.97 Hún ítrekar um leið óbeint beiðni sína um hjálp sér til handa í umhyggju sinni fyrir dótt- ur sinni.98 í myndorði konunnar felst visst orsakasamband við undanfarandi myndorð Jesú. Með þessu svari konunnar er gefin lausn flækjunnar, sem myndar forsendu lausnar meginflækjunnar. b. 2. (v. 28a) Kjarnastaðhæfing um svar Jesú felur í sé viðurkenningu hans á svari konunnar sem mikilli trú og jafnframt yfirlýsingu hans, að vilji henn- ar verði.99 Hér hlýtur trú að merkja ekki aðeins traust biðjandi einstaklings, 92 Légasse 36 vekur athygli á, að orðin „Ekki er gott...,“ „Oúk étTTLV Ka\öv..,“ hafi hér ekki almenna merkingu, heldur sé um að ræða spuminguna um samræmi við guðlega áætl- un. 93 Öðruvísi Schniewind 183, Harrisville 283, Patte 221, sem sér hér andstæðu milli orða Jesú og konunnar og telur Jesúm hafna beiðni hennar. Hagner 439 talar um „implicit rejection." Luz 435 telur orð Jesú fela í sér höfnun. 94 Dermience 42 vill sjá í fráviki texta Mt. frá Mk., þar sem felld eru niður orðin „...undir borðum...,“ tilvísun til þess, að hundarnir séu kringum borðið. Hann vekur athygli á, að ekkert beint samband sé á milli bama - húsbænda og hunda, húsbændur og böm eigi ekki meðvitaða aðild að því, að hundarnir njóti molanna. Dermience telur svar konunnar herða, lengja og þróa frekar hið róttæka v. 26. Þá telur hann, að bæði v. 26 og v. 27 tjái gyðing- lega sérstöðu og skýri nánar v. 24. 95 Loisy 975 telur konuna viðurkenna „teoretískt“ grundvallarafstöðu Jesú og nær fram því, sem hún vill, sem undantekningu. 96 Lagrange 310 segir konuna umbreyta lítilega aðstæðum, það sé ekki lengur um andstæð- ur að ræða milli barna og hunda, heldur húsbænda og hunda. Luz 436 telur konuna nota myndina til að andmæla Jesú. 97 Schmid 240 segir þetta rökrétt, að hundar taki mola, sem falla af borðum húsbændanna og þeir séu því ekki teknir frá bömum. Trilling 82 segir svar konunnar ekki vera and- mæli, heldur eins konar útskýringu, sem skilja beri þannig: „Já, herra, því að séð er fyr- ir hundunum, þeir borða ekki frá börnunum, því að þeir fá molana.“ 98 Sjá Zahn 525, Loisy 978, Gundry 313, Luz 436, öðruvísi Trilling 83, sem telur varla hægt að skilja þessi orð konunnar sem bæn. 99 Grundmann 377 sér hér hvörf frásögunnar og bendir í því sambandi á tíðaratviksorðið tót€, sem merkir „þá“ og felur í sér vissa undirstrikun. Höfundur telur eðlilegra að tala um, að hér sé um undirstrikun lausnar að ræða. 116
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.