Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Qupperneq 124
Kristján Búason
ins.121 Hún lýtur honum sem slíkum.122 Hún ber ekki aðeins traust til Jesú,
heldur játar hún með þessum hætti trú á hann sem kristin manneskja, hún er
þó ekki sögð lærisveinn.123 Hún á þegar hlutdeild í hjálpræðinu, en hún við-
urkennir lága stöðu sína vegna heiðins uppruna síns í samanburði við Israel,
sem fyrirheitin eru gefin. Hún ber umhyggju fyrir þjakaðri dóttur sinni og bið-
ur ítrekað um, að Jesús hjálpi henni og viðurkenni umhyggju hennar og gefi
henni framgang með því að gefa einnig dóttur hennar hlutdeild í hljálpræði
Guðs til handa ísrael.124 Jesús segir, að trú hennar sé mikil, og það er ekki
sagt um trú annarra í Mt. Það vísar ekki aðeins til þess, að hún hefur vænt-
ingar til Jesú, beri traust til hans sem Krists drottins, heldur í þessu samhengi
einnig, að hún hefur trúarskilning, sem síðustu orð hennar vitna um.125 Hún
biður í trausti til drottins Jesú Krists, af því að hún álítur, að sending Jesú að-
eins til ísraels og hlutdeild heiðingjans fari saman. í Mt. er oft í tengslum við
lækningu lögð áherzla á trú, 8.10, 9.2 (22), 29, 17.20, 21.21.126 Konan sýn-
ir dæmi um biðjandi trú og sem biðjandi kona er hún meginmanngerð frásög-
unnar. Enda þótt hún sé ekki kölluð lærisveinn, á hún sameiginlegt með læri-
sveinunum, að hún hefur jákvæða afstöðu til Jesú og nálgast hann milliliða-
121 Gundry 311 telur hér beiðni um miskunn vera nánast játningu trúar á Jesúm sem Krist.
Gnilka 30, sem gengur út frá aðgreiningu heiðingkristinna og gyðingkristinna, álítur, að
hér sé slegið saman hellenisískri og gyðingkrisinni játningu trúar á Jesúm og vísar í því
sambandi til Frankemölle 136. Svipaða afstöðu er að finna hjá Woschitz 325. Lohmeyer-
Schmauch 253 bendir á, að konan trúi á Jesúm sem hinn guðdómlega drottin og fullkomn-
ara.
122 Sjá Held 217.
123 Anderson 20 n. bendir á, að í Mt. séu konur ekki kallaðar lærisveinar, vegna þess að kyn
þeirra komi í veg fyrir það í samfélagi feðraveldis, þær séu hjálparsveit, sem eftir atvik-
um geti verið í stað lærisveina. Anderson 21 sér spennu í Mt., konur séu ekki einkennd-
ar svo, að þær skorti trú, skilning eða siðgæði vegna kyns, yfirleitt sé brugðið upp já-
kvæðri mynd, sömuleiðis jákvæðri afstöðu Jesú til þeirra. „Yet female gender renders the
exemplary behavior of women as more of an achievement and heightens contrast with
male characters." Hafa ber í huga, að í Mt. er með orðinu „lærisveinn" meðal annars átt
við hina 12, sbr. Mt. 10.1 nn., en notkun hugtaksins er víðtækari í guðspjallinu, sbr. nið-
urlag þess í Mt. 28.19, þar sem talað er um að gera allar þjóðir að lærisveinum. Sjá
Frankemölle 143-155, sem sýnir, hvernig lærisveinarnir eru í Mt. dæmi fyrir söfnuðinn,
jákvæð og neikvæð.
124 Ringe 71 n. talar um þjónustu hennar sem talsmanns dótturinnar, þá vitni þrákelkni henn-
ar um Jesúm og hafi opnað Jesú leið gagnvart heiðingjum. Hagner 440 og 442 leggur
áherzlu á staðfestu konunnar, sem ekki gefst upp. Luz 434 telur ítrekuð hróp konunnar
gefa til kynna mikla neyð hennar.
125 Verseput 18, sem vísar til Mt. 8.5-13.
126 Held 182-189. Á bls. 188 segir hann, að samhengið í Mt. sýni, að í frásögunni sé áherzl-
an á kenningu (þýzk. Lehre), Jesús taki afstöðu til deilumáls, spumingar um trúboðið.
122