Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Side 181

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Side 181
Kýnikear og kanónar: Heimspeki í skugga Platóns kea eins og t.d. Melager frá Gadara. En Dudley nefnir einnig hin svo kölluðu Bréf Kýnikea sem talin eru frá fyrstu öld fyrir og eftir hið nútímalega daga- tal. Bréf þessi eru eignuð þekktum nöfnum Kýnikea frá þriðju öld eða fyrr f. Kr. og samanstanda mörg, að áliti Dudley, einfaldlega af frekari útvíkkunum á kunnum stefjum og frásagnarkornum. Þrátt fyrir þann söguskilning Dudley að Kýnikear hafi meir og minna horfið af sjónarsviðinu á fyrstu öldinni fyr- ir Kristsburð þá neitar hann því ekki að víða megi sjá áhrif Kýnikea í sam- tímabókmenntum þess tíma.4 Svo hverfandi var þessi rödd Kýnikea á fyrstu öld f. Kr., að skilningi Dudley, að hann telur það kraftaverki líkast að hún mætti finna nýtt líf þeg- ar á fyrstu öld e. Kr. Og orsakirnar sem Dudley rekur að baki þessari þróun hlutu að eiga sér afleitar forsendur! Þannig rekur hann einmitt ástæður þessa til pólitískra róta þar sem kringumstæður eru að verða til í Róm líkar þeim sem fylgdu í kjölfar sigra Alexanders mikla og eftirmanna hans: heimsborg- araskapur og munaðarlíf. Rétt eins og á tíma Alexanders þá telur Dudley að þessar kringumstæður hafi kallað á gagnrýni þar sem einfalt líferni og fram- takssemi urðu kjörorð að nýju. Það er inn í þessar kringumstæður að Kýni- keinn Demetríus (uppi á 1. öld e. Kr.) tekur að deila á stjórnvöld - ádeila sem verður upphaf endurreisnar kýníkískrar heimspeki allt til lokaskeiðs hennar sem Dudley setur við upphaf sjöttu aldar þegar kirkjan hefir hrifið einstak- linginn til sín með fyrirheit um betra líf að loknu þessu. „Kýníkísk heimspeki hafði þá ekkert frekar að boða mannkyni,“ segir Dudley5. Með slíkan bakhjarl sem Dudley er þarf Platón vart að óttast um sinn eig- in skugga. Aðrir sérfræðingar sem um Kýnikea hafa fjallað hafa á hinn bóg- inn fundið þar efni sem um margt er forvitnilegt einkum í tengslum við upp- runa kristindómsins. Þannig bendir Abraham J. Malherbe á þá hefð innan bibl- íufræða að notast við ýmsar hefðir Kýnikea einkum til samanburðar á efni Nýja testamentisins. Þar er þó sá vandi á höndum að flestir textar sem varð- veist hafa eftir heimspekinga Kýnikea hafi ekki verið gefnir út né þýddir á nútímamál. Heimildir um Kýnikea hafa þannig einkum verið rannsakaðar í 4 Ibid., 119-124. í lokakafla bókar sinnar fjallar Dudley um samsvörun við Kýnikea í dag en þar heldur hann fram að stjómleysisstefna samtímans (anarchism) falli best að slíkri samlíkingu, ibid., 209-213. Hans Dieter Betz rekur áhuga á heimspeki Kýnikea á ofan- verðri tuttugustu öld til áhrifa Friedrich Wilhelm Nietzsche þar sem niðurstaðan kveði á um „trúlausan kýnískan Jesús,“ „Jesus and the Cynics: Survey and Analysis of an [sic] Hypothesis," (Ljósritað handrit, 1994 [síðar, JR 74 (1994): 453-475]), 33-35. Ummæli Nietzsche, sem ná hámarki í verki hans Svo mœlti Zaraþústra, að áliti Betz, gera kröfu um að vera ekkert minna en „staðgengill orða Jesú og þá betri orða heldur en Jesú sjálfs," ibid., 34. 5 History of Cynicism, 125-208. 179
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.