Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Síða 184

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Síða 184
Jón Ma. Ásgeirsson samkvæmt Dudley, en síðari Kýnikear hlutu að reka sig á vegg þegar þeir upp- götvuðu að áheyrendur þeirra voru ekki fágaðir íbúar Aþenu.13 Kýnikear taka þá upp ólík bókmenntaform sem einkenndust af gríni og alvöru (tó spoudaiogéloion), segir Dudley, eða úthúðun (diatribé) en hvort tveggja þessara forma einkennast af hversdagslegum stíl. Önnur form sem Dudley tiltekur eru þau sem geyma ummæli og athafnir lærimeistara og safn- að saman af lærisveinum viðkomandi (apomnemóneumata) eða skyldum formum (eins og hupomnématá) en þessi form samanstóðu að meira eða minna leyti af chreiai (frásagnarkornum) eða frekari útfærðum slíkum sagna- minnum (apofthégmata). Það eru þessi form sem til samans mynda bók- menttaform Kýnikea að mati Dudley. Fjölmargir textar Kýnikea ritaðir með þessum bókmenntaformum innihalda siðferðilega ádeilu eða leiðbeiningu og þessar leiðbeiningar þeirra lifðu áfram og voru notaðar af hellenískum rithöf- undum og heimspekingum í þeirra eigin ritverkum og lengi fram eftir öld- um.14 Og þá hefir einasta áhrifum þessara ósjálegu heimspekinga verið borg- ið í öðru og merkilegra bókmenntalegu samhengi eins og Dudley skilur þessa þróun. Þrátt fyrir alla sína fyrirlitningu á Kýnikeum getur Dudley ekki nema við- urkennt áhrif þeirra á ýmsa höfunda á helleníska tímanum en það er þá um leið huggun hans að sá tími er ekki gullöld Platóns heldur eitthvert miður fag- urt framhald hennar. Greining bókmenntaforma þeirra sem Kýnikear notfæra sér eða skapa í skrifum sínum vegur þungt í því að leita eftir efni þeirra og um leið að sjá áhrif þess í öðrum ritverkum. En áhersla Malherbe á hinar ólíku persónur heimspekinga af flokki Kýnikea og eins þeirrar persónugerðar sem þeir tjá í ákafa eða hófsemd er ekki síður mikilvæg. í handbókum til kennslu í mælskufræðum má þannig finna æfingar til handa nemendum ekki aðeins í ýmsum bókmenntaformum og ræðuformum heldur og í samsetningu og sköpun bókmenntaforma. Einhver miðlægasti kafl- inn í æfingahandbókum (Progymnasmata) Þeóns frá Alexandríu (frá 1. öld e. Kr.) fjallar einmitt um hagnýtingu frásagnarkornsins chreia við kennslu í mælskufræði. En þar er einnig að finna æfingar í persónusköpun (pros- wpopoiía) enda hlýtur sá þáttur að skoðast sem einhver miðlægasti þáttur í allri textasköpun.15 I aðferðafræði Nýja testamentisins og bókmenntafræðum í dag hefir lesendarýni (reader-response-criticism) rutt sér til rúms á liðnum 13 Ibid., 110. 14 Ibid., 111-116. 15 Sjá Burton L. Mack, Anecdotes and Argumetns: The Chreia in Antiquity and Early Christ- ianity (Occasional Papers of the Institute for Antiquity and Christiantiy, Clayton N. Jef- ford ed., 10; Claremont, CA: Institute for Antiquity and Christianity, 1987), 9-14; Stanley 182
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.