Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Blaðsíða 186
Jón Ma. Asgeirsson
skipulögðum hætti á fjörðu öld e. Kr. og þá af guðfræðingum þeim sem kennd-
ir eru við Kappadókíu. Bandaríski tónlistarfræðingurinn Nancy van Deusen
hefir rannsakað í ritum þessara einstaklinga umræður þeirra um veruleik Guðs.
Hún telur að þar megi sjá hvernig manneskjunni er auðið að komast til þekk-
ingar á hinum mörgu og ólíku eiginleikum Guðs án þess þó að komast nokkru
sinni til botns í sjálfum veruleik hans. Þannig er þá Guð sjálfur rótin að marg-
breytileik veruleikans og þannig opinberar hann sig jafnramt með margvís-
legum hætti í gegnum söguna. Margbreytileikinn verður um leið grundvöll-
urinn að því að skilja Guð (án þess þó að skilja hann fullkomnlega) og eins
til að skilja hvernig Guð skiptir við mannanna börn. En þar sem mannkyn er
jafnframt til orðið af efni sem þegar var til staðar, í guðfræði sömu spekinga
á fjórðu öld, og fyrir guðlega ráðstöfun í öllum sínum andstæðum og fjöl-
breytileik þá endurspeglar sköpun Guðs í mannkyninu margbreytni sem þó á
eina rót.19
Ef „hagnýt siðferðileg viðhorf1 eru einn helsti mælikvarðinn á sérleik
Kýnikeans20 þá liggur ekki í því sá skilningur að ræða þeirra hafi umfram allt
einkennst af mórölskum áminningum. Burton L. Mack telur einmitt einn meg-
in muninn á kenningum Kýnikea og Stóíkea liggja í áherslu Kýnikea annars
vegar á hversdagslegum sannindum eins og þeim er lýst í tilteknum kring-
umstæðum og hvernig þeim kringumstæðum er endasteypt og siðavendi hins
vegar í boðun Stóíkea. Þar með hefir Mack sett fram mælikvarða til að greina
á milli hefða sem runnar eru undan heimspekingum Kýnikea og Stóíkea.21
Kjarnanum í rökfærslu Kýnikea sem samanstendur af því að snúa röklegum
forsendum við eða rífa niður nánda skilyrtar eftirvæntingar viðmælandans lýs-
ir Mack frekar að byggi á kænsku eða kænskubrögðum (métis) eða þess kon-
ar ráðsnilld sem þurfi til að lifa af ógnir umhverfisins. Þessi háttar kænska er
um leið nokkurs konar andstæða þeirrar rökræðu eða heimspeki (sofía) sem
fellur að því að setja upp eða til að skilgreina heimspkileg kerfi.22
Þegar höfð eru í huga bókmenntaform þau sem Kýnikeum var tamast að
nota í framsetningu sinnar boðunar er allt annað en ljóst að finna því hlið-
stæður í ritum Nýja testamentisins. Sú staðreynd að eitt þessara forma er
aukennt sem „bréf ‘ (með áðurtöldum fyrirvörum) varð sumum sérfræðingum
eins og Malherbe tilefni til að leita hliðstæðna einkum í bréfum Nýja testa-
19 Medival Diversity and the Charivari (Occasional Papers of the Institute for Antiquity and
Christianity, Jon Ma. Asgeirsson ed„ 36; Claremont, CA: Institute for Antiquity and
Christianity, 1996), 1-7.
20 Sbr., Malherbe, „Self-Definition,“ 12.
21 A Myth of Innocence: Mark and Christian Origins (Pltiladelphia, PA: Fortress, 1988),
181-182.
22 Sjá Mack, Anecdotes and Arguments, 8.
184