Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 19

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 19
Guðfrœðingurinn og guðsmaðurinn Sigurbjörn Einarsson bragðasögu við heimspekideildina um leið og hann sækir tíma í nýjatesta- mentisfræðum við guðfræðideild Uppsalaháskóla. Hann hefði ekki getað valið betur. Á þessum tíma er mikil gróska í guðfræðinni í Uppsölum. Með stuttu millibili geysast hin gömlu menningarríki Evrópu fram á vígvöllinn og heyja tvær heimsstyrjaldir. Svíþjóð er nálægt en utan við bein átök og því að vissu leyti ákjósanlegur áhorfendapallur. Við háskólann í Uppsölum er lagður grunnur að framsókn í guðfræði á alþjóðamælikvarða, sem varpar frægðarljóma á sænska guðfræði, einkum á seinni stríðsárunum og áratugunum þar á eftir. Sænskir guðfræðingar lögðu til dæmis mikið að mörkum til rannsókna á ævistarfi og guðfræði Marteins Lúthers, en fram að því hafði þungamiðja þeirra verið við þýska háskóla. Þetta umhverfi heillaði Norðmanninn Anton Fridrichsen sem varð prófessor í nýjatestamentisfræðum árið 1928 og tók hann fullan þátt í endurnýjun sænskrar guðfræði með rannsóknum sínum og skrifum. í háskólabænum Lundi voru það prófessorar í samstæðilegum greinum guðfræðinnar sem gerðust sporgöngumenn í þessari viðreisn, menn eins og Gustaf Aulén, Anders Nygren og Ragnar Bring. Þessir heiðursmenn eru kenndir við Lundarskólann í guðfræði, sem er þekkt stærð í guðfræðisögu aldarinnar sem leið. Átök trúar og vísinda höfðu brunnið á skinni Sigurbjöms á menntaskóla- árunum. Nútíminn og tækniframfarir heilluðu og gáfu í skyn farsælar lausn- ir á vandamálum, sem fylgt hafa mannkyni frá örófi alda. Það varð æ algeng- ari skoðun að kristindómurinn væri úrelt hugmyndastefna og kirkjan aflóga og þvældist bara fyrir mannbótum og framforum. Margra grasa kenndi í trúarflórunni í Reykjavík á þriðja og fjórða áratugnum og ýmislegt gert annað hvort til að bjarga kristindómnum eða útrýma honum. Sigurbjörn tók þetta allt nærri sér. Heilum úr þessari hringiðu, með stefnuna í rétta átt, er honum kastað í aðra hringiðu, stærri og meiri. Hann kynnist náið og betur en flestir landar hans afleiðingum fyrri heimsstyrjaldarinnar, sem í einu vetfangi hrinti um koll undirstöðum blindrar trúar Vesturlandabúa á mátt og megin nútímans í vísindum, menntum og efnalegum framförum. í kjölfar heimskreppu og óstöðugs stjórnmálaástands sigldu þjóðríki evrópskrar hámenningar öðru sinni hraðbyri að heimsstyrjöld. Trúin á stanslausar framfarir og sigur hins góða í manninum og mannfé- laginu hafði orðið fyrir slíku áfalli að hún átti sér ekki afturkvæmt í sömu mynd meðal hugsandi manna. Menn þurftu að skoða forsendurnar upp á nýtt, voru neyddir til þess í þeirri upplausn sem stríðið, grimmdin og fordómarnir höfðu valdið. 17
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.