Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 29

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 29
Séra Hallgrímur og Pascal vísur, sálma og andleg ljóð. Ekki verður um það sagt hvort hann hafi orðið fyrir sérstakri trúarreynslu en vissulega hefur hann verið trúaður að hætti aldarinnar. Ekkert af þessu tengir þessa tvo menn svo afgerandi sé. En þeir eru á svipuðum aldri. Hallgrímur fæddur 1614, Pascal níu árum síðar, árið 1623. Þeir lifðu báðir lungann úr sautjándu öldinni. En er þá eitthvað í andlegu eða veraldlegu lífi þeirra sem bendir til annars konar skyldleika? Hallgrímur var mótaður af lúterskum rétttrúnaði jafnframt því að vera vel heima í íslenskum skáldskap, fornum og nýjum, og íslenskri tungu. Hann þekkti vel til alls er við kom sjálfsþurftarbúskap í harðbýlu landi og hafði vanist á erfiðisvinnu. Blaise Pascal hefur vafalaust aldrei unnið erfiðisvinnu af neinu tagi og varla nokkru sinni þurft að hafa áhyggjur af því að hafa ekki sæmilega til hnífs og skeiðar án þess að sinna öðrum störfum en þeim sem hann valdi sér sjálfur. Hann ólst upp á katólsku heimili þar sem mikil virðing var borin fýrir kirkjunni og þjónum hennar. Og þó að hann kæmi til varnar vinum sínum sem aðhylltust útvalningarkenningu jansenista átti hann enga samleið með þeim mótmælendum öðrum sem voru svipaðrar skoðunar. Það var ódýr og auðveld lausn að finna einhver atriði sem voru þessum mönnum sameiginleg og láta þar við sitja. Eg fann þó að það nægði ekki heldur var eitthvað sem ég gerði mér ekki grein fyrir sem kallaði fram séra Hallgrím þegar ég var að lesa hinn sundurslitna texta Hugsananna, Les Pensées, blaðabúntin sem fundust í herbergi Pascals að honum látnum. Þar er texti sem átti að verða varnarrit kristninnar, rit sem átti að sannfæra les- endur um sannindi trúarinnar og hve skynsamlegt væri að taka við henni og trúa því að Jesús Kristur hefði opinberað hin endanlegu sannindi um líf manna og dauða. í trúnni var ráðin bót á tilvistarvanda manneskjunnar. Þegar Pascal íjallar um manneskjuna horfir hann á hana frá tveimur sjón- arhólum. Annars vegar sér hann eymd hennar og vesöld, hins vegar mikilleik hennar. Eymd og mikilleiki eru stef sem eru endurtekin hvað eftir annað. Manneskjan er syndug og spillt en samtímis stórkostleg af því að hún hugsar, getur gert sér grein fyrir eymd sinni og niðurlægingu og þar með öðlast þekkingu á því hvernig skuli farið að boði Guðs. Hún getur þrátt fyrir allt valið að fylgja Kristi eða hafna honum, lifa kristilegu lífi eða ókristilegu. Þessi sömu stef hljóma líka hjá séra Hallgrími. Hinn syndugi og spillti maður getur valið og hann ber ábyrgð á lífi sínu. Og mikilleiki manneskj- unnar birtist líka í því að hún getur jafnvel sungið Guði sínum lof á himni eins og kemur fram í tuttugasta og fimmta Passíusálminum. Hið syndum spillta mannkyn er þrátt fyrir allt gætt því eðli sem gerir því fært að þekkja 27
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.