Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Qupperneq 34
Jón Ma. Asgeirsson
(1859-1906), Albert Schweitzer (1875-1965) og fleirum.4 í yfirlitsverkum
um sögu heimspekinnar skipar Spinoza einkum rúm í samræmi við skoðanir
höfunda á mikilvægi hans í þróun skynsemisstefnunnar (rationalism).
Hugmyndir Spinoza um guð og guðdóminn eru jafnframt settar fram í sömu
ritum meira og minna eftir afstöðu höfunda til trúar og trúarbragða. Anders
Wedberg lýsir guðfræði og siðferðilegum ályktunum Spinoza á þennan veg:
Hvorki er honum [þ.e. Guði] um neitt né setur hann sig á móti nokkrum
hlut. Hann hvorki elskar né hatar, né heldur lætur hann nokkuð eiga sér
stað í einhverjum tilgangi. Frá sjónarhóli eilífðarinnar (sub specie aeter-
nitatis), sem er sjónarhóll Guðs, er hvorki nokkuð gott né illt, betra eða
verra. Guð er það apparat (vél) sem er eitt með alheiminum og snýst af
vélrænni nauðsyn.5
Faðir Frederick Copleston S.J. hefur ítarlega umræðu sína um Spinoza á því
að líkja honum við frumspekinga sem koma með tilgátur um veröldina
reistar á skynsemisrökum. Þannig er þá Spinoza settur í flokk með þeim
heimspekingum sem Copleston lýsir að smætti (flokki) Qölbreytileikann
niður í heila einingu (heild) (reduction of multiplicity to unity).6 Ólíkt þeim
sem lýst hafi Spinoza sem guðleysingja (atheist) annars vegar og ölvuðum
guðsmanni (God-intoxicated) hins vegar þá kveður Colin Brown upp þann
dóm að Spinoza hafi verið skynsamur algyðistrúarmaður (rational panthe-
ist).7 En fer það saman að vera (al)gyðistrúar og beita skynsamlegum rökum
4 Framlag Spinoza til biblíurannsókna felst einkum í sögurýni hans. Hún felst einkum í þrenns konar
áherslum: í fyrsta lagi (1) beri að taka tillit til eðlis tungumálsins sem rit biblíunnar eru rituð á; i
öður lagi (2) lagði Spinoza áherslu á að afmarka bæri inntak (doctrines) einstakra rita og flokka
með skyldum verkum; og loks í þriðja lagi (3) að gera bæri grein fyrir örlögum allra rita Biblíunnar
á grundvelli alls sem læra mætti um höfunda þeirra eins og um uppruna þeirra og ætlunarverk. Eins
bæri að gera grein fyrir handa hverjum ritin hefðu upphaflega verið skrifuð, hversu margar afskriftir
væru til af einstökum ritum, og loks hverjir hefðu meðhöndlað tiltekin rit og þannig átt hlutdeild í
því að viðurkenna þau sem heilagar ritningar—nokkuð sem Spinoza vildi reyndar grenslast íyrir
um varðandi helgiritasafnið í heild sinni. Sjá Theological-Political Treatise (VII. iii. 99-101) í
Edwin Curley ritstj. og þýð., The Collected Works of Spinoza [Vol. 1] (Princeton, NJ: Princeton
University Press, 1985), v. Um rannsóknir á hinum sögulega Jesú og hlut Spinoza í þeim, sjá
Gregory W. Dawes ritstj., The Historical Jesus Quest. A Foundational Anthology (Tools for Biblical
Studies 2; Leiden: Deo, 2001), en samantektin hefst á tilvitnun í verk Spinoza, sbr. 1. kafla bókar-
innar.
5 A History of Philosophy, Vol. 2, The Modern Age to Romanticism (2nd ed.; English transl., John
Swaffield et al.; Oxford: Clarendon Press, 1982 [1970]), 62.
6 A History of Philosophy, Book Two, Vol. IV: Descartes to Leibniz, Vol. V: Hobbes to Hume, Vol. VI:
Woljf to Kant (Garden City, NY: Image Books, 1985 [1963-1964]), 214.
7 Philosophy and the Christian Faith: A Historical Sketch form the Middle Ages to the Present Day
(London: Inter-Varsity Press, 1963), 54.
32