Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Side 81

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Side 81
Hvers kyns Biblía? - jafnréttisumrœðan og Biblíuþýðingin hjónavígslur sem fara fram innan íslensku þjóðkirkjunnar sé þessi texti lesinn, þar sem orðið maður er notað í tvenns konar merkingu í einni og sömu setningunni. í fyrra skiptið er konan ekki maður, en í seinna skiptið er konan maður. Einnig má spyrja hvort ekki sé æskilegt að nota aðra þýðingu á orðinu hold, ef orðrétt þýðing þykir ekki koma boðskap textans til skila. Þetta vers er gott dæmi um vandamálið sem hér er til umræðu. Við stöndum því frammi fyrir þeirri spurningu hvort við viljum sætta okkur við þessa tvíræðni, þar sem stundum er alls ekki ljóst hver merking orðsins maður er, eða hvort við viljum breyta þessu. Ef við viljum ekki sætta okkur við þessa tvíræðni, er um tvo kosti að ræða, það er að orðið sé notað sem samheiti yfir bæði kynin, eða þá að það sé notað alfarið um karlmanninn. Er til of mikils mælst að farið sé fram á samkvæmni í notkun orðsins, hvor leiðin sem valin er? Það er ljóst að íslenskan er í eðli sínu mjög „karllægt“ tungumál, þar sem viðgengist hefur að nota karlkyn þegar vísað er til beggja kynja. Vandinn þessu samfara kemur vel fram í hjónavígslum, þar sem biblíutextarnir sem presturinn les eiga augljóslega að vísa bæði til konunnar og karlsins sem standa saman frammi fyrir altarinu. Ég leyfi mér hér að vitna í tvo texta úr Nýja testamentinu sem er að finna í hjónavígsluforminu í handbók kirkjunn- ar frá 1981, til þess að árétta enn fremur þennan vanda. Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan. Á því munu allir þekkja, að þér eruð mínir lærisveinar, ef þér berið elsku hver til annars. (Jh 13.34-35) Annað dæmi er úr Kólóssubréfinu : íklæðist því eins og Guðs útvaldir, heilagir og elskaðir, hjartans meðaumkun, góðvild, auðmýkt, hógværð og langlyndi. Umberið hver annan og fyrirgefið hver öðrum, ef einhver hefur sök á hendur öðrum. Eins og Drottinn hefur fyrirgefið yður, svo skuluð þér og gjöra. En íklæðist yfir allt þetta elskunni, sem er band algjörleikans. Látið frið Krists ríkja í hjörtum yðar, því að til friðar voruð þér kallaðir sem limir í einum líkama. Verið þakklátir. (3. 12-15) Það þarf vart að hafa mörg orð um nauðsyn þess að kynjað tungutak þessara texta verði endurskoðað, eigi orðin einnig að vísa til konunnar frammi fýrir altarinu, en ekki bara karlsins. Þessir textar sýna vel þörfina á endurskoðun málfars „í kirkjulegri boðun og starfi“ samanber ákvæði jafnréttisáætlunar kirkjunnar. Þar sem textar úr Ritningunni gegna lykilhlutverki í helgihaldi 79
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.