Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 81
Hvers kyns Biblía? - jafnréttisumrœðan og Biblíuþýðingin
hjónavígslur sem fara fram innan íslensku þjóðkirkjunnar sé þessi texti
lesinn, þar sem orðið maður er notað í tvenns konar merkingu í einni og
sömu setningunni. í fyrra skiptið er konan ekki maður, en í seinna skiptið er
konan maður. Einnig má spyrja hvort ekki sé æskilegt að nota aðra þýðingu
á orðinu hold, ef orðrétt þýðing þykir ekki koma boðskap textans til skila.
Þetta vers er gott dæmi um vandamálið sem hér er til umræðu. Við stöndum
því frammi fyrir þeirri spurningu hvort við viljum sætta okkur við þessa
tvíræðni, þar sem stundum er alls ekki ljóst hver merking orðsins maður er,
eða hvort við viljum breyta þessu. Ef við viljum ekki sætta okkur við þessa
tvíræðni, er um tvo kosti að ræða, það er að orðið sé notað sem samheiti yfir
bæði kynin, eða þá að það sé notað alfarið um karlmanninn. Er til of mikils
mælst að farið sé fram á samkvæmni í notkun orðsins, hvor leiðin sem valin
er?
Það er ljóst að íslenskan er í eðli sínu mjög „karllægt“ tungumál, þar sem
viðgengist hefur að nota karlkyn þegar vísað er til beggja kynja. Vandinn
þessu samfara kemur vel fram í hjónavígslum, þar sem biblíutextarnir sem
presturinn les eiga augljóslega að vísa bæði til konunnar og karlsins sem
standa saman frammi fyrir altarinu. Ég leyfi mér hér að vitna í tvo texta úr
Nýja testamentinu sem er að finna í hjónavígsluforminu í handbók kirkjunn-
ar frá 1981, til þess að árétta enn fremur þennan vanda.
Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað
yður, skuluð þér einnig elska hver annan. Á því munu allir þekkja, að þér
eruð mínir lærisveinar, ef þér berið elsku hver til annars. (Jh 13.34-35)
Annað dæmi er úr Kólóssubréfinu :
íklæðist því eins og Guðs útvaldir, heilagir og elskaðir, hjartans
meðaumkun, góðvild, auðmýkt, hógværð og langlyndi. Umberið hver
annan og fyrirgefið hver öðrum, ef einhver hefur sök á hendur öðrum.
Eins og Drottinn hefur fyrirgefið yður, svo skuluð þér og gjöra. En
íklæðist yfir allt þetta elskunni, sem er band algjörleikans. Látið frið
Krists ríkja í hjörtum yðar, því að til friðar voruð þér kallaðir sem limir í
einum líkama. Verið þakklátir. (3. 12-15)
Það þarf vart að hafa mörg orð um nauðsyn þess að kynjað tungutak þessara
texta verði endurskoðað, eigi orðin einnig að vísa til konunnar frammi fýrir
altarinu, en ekki bara karlsins. Þessir textar sýna vel þörfina á endurskoðun
málfars „í kirkjulegri boðun og starfi“ samanber ákvæði jafnréttisáætlunar
kirkjunnar. Þar sem textar úr Ritningunni gegna lykilhlutverki í helgihaldi
79