Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Side 117
Biblíuleg stef í kvikmyndum
mér oft á tíðum upplýsandi að nota þetta hugtak um ýmsar trúarlegar kvik-
myndir, en í mínum huga er það þó skilyrði að verið sé að vinna með biblíu-
legt efni í viðkomandi kvikmyndum eða a.m.k. að vísa til þess. Það er því
ekki úr vegi að fara hér nokkrum orðum um þetta hugtak.
Midrash var upphaflega notað um rabbínska biblíutúlkun (ritskýringu)
innan síðgyðingdóms. Greint var á milli tveggja gerða af midrash: midrash
halaka og midrash haggada. Halaka (flt. halakot) fjallar um lögin í Gamla
testamentinu og haggada (flt. haggadot) fjallar um frásagnarefnið. Síðar
fékk midrash útvíkkaða merkingu, þá var talið með ýmis konar goðsögulegt
efni sem hefðin hafði bætt við hið upprunalega biblíuefni. í nútímanum er
það oft notað á svipaðan hátt og áhrifasaga, þ.e. þegar spunnið er áfram út
frá biblíuefninu, aukið við frásagnirnir á þann veg að ekki verður líkt við
neitt frekar en skáldsögur, sem þó eiga sér augljósa fyrirmynd í Ritningunni
og vinna út frá henni. Þannig hafa bandarískar konur, einkum úr röðum Gyð-
inga, verið mjög iðnar við að skrifa midrash um kvenpersónuna Lilit (Jes
34:14) úr Gamla testamentinu og hefur hún á undanfórnum tveimur áratug-
um orðið nokkurs konar fyrirmynd þeirra og kvenfrelsishetja Um þetta efni
má lesa í ágætri kjörsviðsritgerð Bryndísar Valbjarnardóttur, cand. theol.
Lilit. Hver ert þú? Ratmsókn á áhrifasögn Jesaja 34.14. (Háskóli íslands,
guðfræðideild 2000).
Hugtakið midrash er nafnorð, myndað af rótinni darash sem merkir í
Gamla testamentinu að „leita, kanna, rannsaka“ oft með Guð sem andlag
sagnarinnar.
Esra 7:10 er fyrsti staðurinn þar sem ritaður texti birtist sem andlag sagn-
arinnar darash. En þar segir: „En Esra hafði snúið huga sínum að því að
rannsaka lögmál Drottins og breyta eftir því og að kenna lög og rétt í ísrael.“
Hér virðist merking sagnarinnar einfaldlega vera að rannsaka, ritskýra eða
túlka þannig að viðkomandi sé fær um að breyta eftir því sem lögmálið
kennir og jafnframt að túlka þann boðskap og miðla honum til annarra. Því
hefur og verið haldið fram að í lok tímabils Gamla testamentisins hafi sögn-
in darash verið búin að fá merkinguna „að rannsaka til þess að framkvæma.“
Nafnorðið midrash kemur tvisvar sinnum fyrir í Gamla testamentinu.
2Kron 13:22 minnist á „midrash spámannsins Iddó“ og í íslensku Biblíunni
1912/81 er orðið þýtt sem „skýringar.“ í þeirri þýðingu sem nú er unnið að
hefur orðið verið þýtt sem „skýringarit.“ 2Kron 24:27 nefnir einnig midrash
og er aftur þýtt sem „skýringar [konungabókarinnar].“ Því hefur verið hald-
ið fram að orðið sé strax á þessum tíma, þ.e. innan Gamla testamentisins
komið með sömu merkingu og það hafði siðar í rabbínskum textum.
Annars hefur verið algengt að skilgreina midrash út frá notkun þess og
115