Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Síða 118
Gunnlaugur A. Jónsson
tilgangi. Fræðimaðurinn Sanders4 hefur komist vel að orði er hann segir að
„þegar kannað er hvernig gömul hefð (arfsögn) virkar í tengslum við þarfir
samfélagsins þá er verið að rannsaka midrash.“ Annar fræðimaður hefur orð-
að það svo að megineinkenni midrash sé sú viðleitni að heimfæra biblíutexta
til samtíðar viðkomandi og gefa honum þar nýtt gildi (relevant).
Gary G. Porton telur í ágætri grein sinni um midrash í The Anchor Bible
Dictionary að midrash verði best skilgreint þannig: „Midrash er ákveðin teg-
und bókmennta, munnleg eða skrifleg, sem á sér rætur í texta helgiritasafns-
ins, sem er álitinn opinberað orð Guðs af þeim manni er flytur midrash svo
og áheyrendum hans og þar sem annað hvort er vitnað skýrt í hinn upphaf-
lega ritningarstað eða augljóslega vísað til hans.“5
Ýmsir fræðimenn hafa talið sig greina iðkun á midrash þegar innan
Gamla testamentisins og þá á tímabilinu eftir babýlónsku útlegðina. Þannig
hefur verið bent á eða því haldið fram öllu heldur að Esekíel sé eins konar
midrash þar sem ritið innihaldi elsta dæmið um aðlögun laga Fimmbókarits-
ins að ákveðnum aðstæðum.
Eins og allir vita sem fengist hafa við biblíuþýðingar eða annars konar
þýðingar þá fela þær ætíð í sér túlkun. Þess vegna þarf ekki að koma á óvart
þó talað hafi verið um hina fyrstu þýðingu hebresku biblíunnar á annað mál,
þ.e. grísku þýðinguna Septuagintu, sem midrash.
Að skoða trúarlegar kvikmyndir, a.m.k. þær kvikmyndir sem vinna með
skírskotanir til Biblíunnar sem nútímalegt midrash finnst mér dálítið spenn-
andi hugsun og gefandi. Þar með má sjá trúarlegar kvikmyndir sem hluta af
margra alda gamalli hefð á sviði meðferðar og boðunar hins biblíulega boð-
skapar. En hvað eigum við þá með því þegar við tölum um trúarlegar kvik-
myndir. Það er engan veginn eins augljóst og ætla mætti.
Hvað einkennir trúarlegar kvihnyndir?
Við lestur bókarinnar Guð á hvíta tjaldinu og þó enn frekar við lestur þeirra
Qölmörgu greina um kvikmyndir sem er að finna á vef Deus ex cinema er
eðlilegt að sú spurning vakni hjá ýmsum hvort það sé virkilega svo að næst-
um allar kvikmyndir geti talist trúarlegar kvikmyndir. Óneitanlega er breidd-
in mjög mikil og í inngangi bókarinnar er því beinlínis haldið fram að ekk-
ert skúmaskot mannlegrar tilveru sé guðfræðinni óviðkomandi.
í fyrstu grein hennar, þ.e. í greininni „Handritið skrifaði guðspjallamað-
urinn Lúkas“ eftir Ólaf H. Torfason kvikmyndafræðing er sagt ýmislegt at-
4 J. Sanders 1972, Torah and Canon. Philadelphia, s. xiv. .
5 Gary G. Porton 1992, midrash. Anchor Bible Dictionary, vol. 4, s. 818-822.
116