Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 132
Hjalti Hugason
beitt er er þannig „relatívíserandi“, „hlutleysandi“ eða „smættandi“ þar sem
hún skoðar viðfangsefnið sem afstætt, afstaða er ekki tekin til viðfangsefn-
isins og það er ekki tengt við rannsakandann og samtíma hans nema ef leit-
ast er við að greina sögulegar afleiðingar eða áhrif. Heimfærsla eða umræða
um samtíma rannsakandans rúmast illa innan þessarar hefðar og oft er ekki
reiknað með að viðfangsefnið eigi „erindi“ við lesendur þegar þekkingar-
gildinu í þrengsta skilningi sleppir. Þetta er um margt trúverðug greining og
þegar þess er gætt að íslensk guðfræði er ekki hvað síst mótuð af norrænum
aðstæðum. Virðist ekki óeðlilegt að gengið sé út frá þessari hefð sem við-
miðun við tækifæri sem þetta.
Þegar mælistiku þeirri sem hér var lýst er brugðið á rit Sigurjóns Árna
blasir við alvarlegt ósamræmi milli hennar og ritsins. Skýringar þess kunna
að vera fleiri en ein: (1) að ritið dragi mjög dám af því af því að vera ekki
ritað innan skipulegs doktorsnáms (höfundur hefur samt sem áður stundað
doktorsnám og er því kunnugur þeim reglum sem þar eru almennt viðhafð-
ar), (2) að ritið sé ekki mótað af hinni norrænu sögulegu rannsóknarhefð
guðfræðinnar (kemur það atriði raunverulega verulega til álita hér þar sem
höfundur hefur hlotið rannsóknarþjálfun sína í Þýskalandi) og/eða (3) að
meðvitað eða ómeðvitað markmið höfundar sé í raun annað en það sem í
mælistikunni felst þótt hann óneitanlega geri sér far um að sníða verk sitt að
henni eins og kemur ekki hvað síst fram í fýrsta hluta bókarinnar, svoköll-
uðu Forspjalli, sem er að mestu lagt upp eins og aðfari í hefðbundinni dokt-
orsritgerð samkvæmt þeirri hefð sem lýst var hér að framan. Það er álit mitt
að þessi síðastnefnda ástæða valdi miklu um það sem ég leyfði mér að kalla
„alvarlegt ósamræmi“ milli ritsins og þeirrar mælistiku sem eðlilegt væri að
leggja til grundvallar við þessa doktorsvörn. Ég tel að í titli og upphafi rits
síns veiti höfundur lesendum sínum of takmarkaðar og því miður næstum
villandi vísbendingar og komi svo að vissu marki aftan að þeim í verkinu
sjálfu og ekki síst í niðurlagi þess.
Mér virðist við í þessu efni standa frammi fyrir þeim vanda að höfundi
hafi e.t.v. (1) mistekist að halda fast við yfirlýst ætlunarverk sitt, (2) mistek-
ist að ljá riti sínu sannfærandi byggingu, þ.e. með því að greina á milli að-
altariða og aukaatriða eða (3) e.t.v. mistekist að „ballansera“ skilgreiningu
og kynningu bókarinnar í Inngangi á móti efni hennar og efnistökum sínum
í henni. Hallast ég helst að því að sú sé einmitt raunin á hér. Skal þetta álit
nú rökstutt.
í inngangi rits síns lýsir höfundur ætlunarverki sínu svo: „í þessu riti
verður leitast við að setja guðfræði Lúthers fram á samstæðilegan hátt með
130