Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Síða 138

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Síða 138
Hjalti Hugason senda hinnar þekktu „tveggja ríkja kenningar“ hans. Þá bendir höfundur á að á þessu skeiði hafi kenningar Lúthers um réttlætingu af trú og aðgreiningu milli lögmáls og fagnaðarerindis legið fyrir í fúllmótaðri mynd. Vegna áherslunnar á tímabilið 1535-1540 læðist að lesanda sá grunur að höfundur sé í raun að leita að „nýjum Lúther“ sem væri e.t.v. til þess fallinn að tengja saman hinn „unga“ og „gamla“ Lúther sem lengi hefur verið unnið með og jafnvel tekist á um innan Lúthers-rannsóknanna, mætti e.t.v. kalla hann hinn „fullþroskaða Lúther“, „Lúther á hátindinum“, eða því ekki „hinn rétta Lúth- er“? Raunar telur höfundur að fyrrgreind höfuðstef í guðfræði Lúthers komi vel fram í útleggingu hans á Jóhannesarguðspjalli. (21) Titil bókarinnar ber því e.t.v. að lesa svo: Guðfræði Marteins Lúthers 1535-1540 - í ljósi túlk- unar hans á Jóhannesarguðspjalli. Það hjálpar vissulega þessum lesanda hér að skilja betur samspil heitis og inntaks ritsins. Er þar raunar komið að þung- vægu atriði í greiningu á ritinu, þ.e. hver er staða Jóhannesartúlkunarinnar í raun og veru? Framhjá því verður ekki horft að ritið heitir: Guðfrœði Marteins Lúthers í Ijósi túlkunar hans á Jóhannesarguðspjalli... Þetta er sterkt orðalag. Það segir ekki með tilliti til eða hliðsjón af - sem gæti vísað til þess að Jóhann- esartúlkunin væri n.k. aukabúgrein - heldur „í ljósi“. Orðalagið virðist gefa til kynna að Jóhannesartúlkunin sé leiðarstjarna sem höfundur hyggst taka mið af á ferð sinni gegnum þann frumskóg sem höfundarverk Lúthers er. Lesandi býst einnig við að fá notið leiðsagnar hennar gegnum þær 560 ógn- vænlegu blaðsíður sem hann býr sig undir að takast á við er hann slær upp bókinni! Það er þó alls ekki augljóst að svo sé. Fyrsti sérhæfði kaflinn um Jóhannesartúlkunina kemur fyrst fyrir á bls. 203 þar sem fengist er við samviskuhugtakið í Jóhannesartúlkun Lúthers frá 1535-1539. Þegar þar er komið sögu hefur lesandi plægt í gegnum rúm 40 % lesmálsins án þess að sérstaklega hafi verið tekist á við það sem virðist vera lagt upp sem höfuðviðfangsefni ritsins - nefnilega Jóhannesartúlkun- ina. 1 inngangi slær höfundur vissulega þann varnagla að villandi væri að einskorða framsetninguna við Jóhannesartúlkun Lúthers. (22) Þegar hefur verið bent á að strax í formála virðist hann efast um burðarþol þeirrar af- mörkunar sem hann þó kýs að byggja inn í heiti bókar sinnar með svo af- dráttarlausum hætti og raun ber vitni. Þetta er ugglaust rétt mat en kallar þá á aðra „markaðsfærslu“ í titli ritsins. Mér virðist a.m.k. Jóhannesartúlkunin alls ekki sá burðarás í verkinu og gefið er í skyn. Það dregur síðan úr þeirri nýjung sem í ritinu felst og veldur að þung slagsíða kemur fram í því þar sem það stefnir í aðra átt en titillinn gefur til kynna. Hjá því virðist alls ekki komist að velta vöngum yfir hvort höfundi hafi 136
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.