Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 139
Andmœli við doktorsvörn Sigurjóns Arna Eyjólfssonar
(1) mistekist að halda yfirlýstu ætlunarverki sínu til streitu, þ.e. að „brjóta“
guðfræði Lúthers í túlkun hans á Jóhannesarguðspjalli líkt og ljósgeisla í
prisma, (2) mistekist að ljá riti sínu sannfærandi byggingu með því að greina
á milli aðalatriða og aukaatriða og gera Jóhannesartúlkunina að uppistöðu í
byggingu verksins eða (3) mistekist að jafnvægisstilla heiti bókarinnar út frá
efni hennar og efnistökum sínum í henni. Eg lít svo á að það séu einkum at-
riðin (2) og (3) sem hér komi til álita. Þ.e. að um byggingar- og nafngiftar-
vanda sé að ræða. A.m.k. fyrrnefnda atriðið er vel skiljanlegt í riti sem er
eins viðamikið og bók sú er hér liggur fyrir og var eins lengi í smíðum og
það. Minni efniviður og styttri tími nægir vissulega til að gera margan höf-
und „blindan“ á hliðranir og raskanir á samspili, samstillingu og samhljómi
einstakra þátta í verki sínu. Það breytir þó ekki því mati mínu að hér sé um
umtalsverðan ágalla á ritinu að ræða.
Hlutlœgni ritsins - Lúthersmyndin
Hugtökin hlutlægni og hlutleysi hafa á síðari árum fengið örlítið hjáróma tón
í þekkingarfræðilegri umræðu á sviði hugvísinda. Vitund manna hefur auk-
ist fyrir því hversu torvelt er að fullnægja þeirri kröfum um hlutlægni sem
gerð var á tímum pósitívismans eða raunspekinnar sem að sínu leyti ein-
kenndist af óraunsærri trú á þekkingu, þroska og e.t.v. framþróun mannsins
á öllum sviðum. Eins hafa menn tekið að efast um gildi þess að hinn einstaki
fræðimaður gefi sig út fyrir að vera - eða jafnvel keppi eftir að vera - full-
komlega hlutlaus. Nú á tímum gildir e.t.v. frekar krafan um að menn viður-
kenni þær forsendur sem þeir ganga út frá við skýringar, túlkun og mat í
fræðunum og geri sjálfum sér og öðrum grein fyrir að þær móta óhjákvæmi-
lega niðurstöður þeirra. Hér verður því ekki gerð tilraun til að meta hversu
hlutlægum og/eða hlutlausum Sigurjóni Árna Eyjólfssyni tekst að vera í riti
sínu almennt. Þó skal stuttlega vikið að þeirri mynd sem dregin er upp af
höfuðpersónu hans, Marteini Lúther, og því kirkjulega endurskoðunarstarfi
sem hann hleypti af stokkunum.
Ég hygg að Sigurjón Árni sé sjálfum sér samkvæmur í því að nefna og
ljalla um endurskoðunarstarf Lúthers sem siðbót. Margir kannast við þá við-
leitni sem uppi var til skamms tíma að móta hlutlausara hugtak yfir það
sögulega fyrirbæri sem á erlendum málum kallast almennt reformation og
leiddi m.a. til þess að nýyrðið siðbreyting ruddi sér nokkuð til rúms. í 3. b.
Kristni á íslandi færir Loftur Guttormsson fyrir því gild rök að m.t.t. sjálf-
skilnings og stefnuskrár Lúthers og fylgismanna hans sé fyllilega réttlætan-
legt að ræða um starf þeirra með hjálp siðbótar-hugtaksins meðan nauðsyn-
legt sé að nota siðaskipta- og siðbreytingar-hugökin annars vegar um þá póli-
137