Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Side 140
Hjalti Hugason
tísku en hins vegar menningarlegu og félagssögulegu þróun sem siðbótar-
starfið hratt af stað í ríkjum Norður-Evrópu. Ekki verður því sagt að fyrr-
greind orðnotkun sé óeðlileg eða þurfi að draga úr hlutleysi ritsins.
Á hinn bóginn má e.t.v. segja að orðræða höfundar sjálfs um Lúther sé
full gildishlaðin og einhliða. Ef til vill komumst við næst mati hans á sögu-
persónu sinni er hann segir: „Hann ætlaði sér aldrei að koma fram með eig-
in skoðun á málefnum guðfræðinnar heldur vildi hann þvert á móti setja
fram hina kristnu og kirkjulegu kenningu.“ (32) Þetta virðist höfundur einnig
telja að Lúther hafi tekist. í því sambandi má t.d. benda á ummæli af bls 29
þar sem segir: „(Prófessors-)Starfinu (innskot HH) fylgdi prédikunarar-
skylda og á þeim vettvangi byrjaði hann að skerpa og endurbæta túlkun
kirkjunnar á ritningunni.“ (29) í ritinu er síðan gegnumgangandi notað það
orðalag að Lúher hafi endurbætt, enduruppgötvað eða endurvakið hinn
„rétta boðskap ritningarinnar“. (34, 35, 50, 193, 385, 411)
Þetta er í raun hefðbundin túlkun lúthersku kirkjunnar á endurskoðunar-
starfi Lúthers. Á því leikur heldur ekki vafi að þessi orðræða mótast af stefnu-
skrá Lúthers sjálfs en henni lýsir Sigurjón Árni - ugglaust réttilega - svo:
„Hann stefndi aftur að upphafinu: ritningunni og hinum fomkirkjulegu játn-
ingum, og gerði þær að meginforsendum fyrir athugunum sínum.“ (44) í jafn-
viðamiklu fræðiriti um guðfræði Lúthers hefði þó að ósekju mátt taka „krítísk-
ari“ afstöðu til þess hvort sjálfsmynd Lúthers og hin sögulega raunmynd hans
séu í raun eins fullkomnar samhverfur og ofangreint orðalag gefur til kynna.
Önnur hlið á þeirri fagurmynd sem óneitanlega virðist blasa við af Lúth-
er í ritinu kemur fram í því að höfundi verður tíðrætt um fordóma í garð
Lúthers. (Sjá t.d. 45, 46, 49, 51) Skýrast gengur hann til verks í þessu efni á
bls 95-96 í kafla sem hann beinlínis nefnir Fordóma gagnvart kenningunni
(þ.e. um ríkin tvö)! Vandséð er þó að kaflinn fjalli um annað en gagnrýnar
túlkanir á tveggja ríkja-kenningunni. Vissulega hefur siðbótarfrömuðurinn
síst farið varhluta af fordómum allt frá upphafi starfs síns og fram á þennan
dag. Ég tel þó að víða jaðri við að höfundur stimpli „krítískar“ túlkanir á
framlagi Lúther að ósekju sem fordóma. T.d. getur hann þess að margir telji
Lúther hafa sniðið heimspekinni þröngan stakk og segir síðan: ,„í ljósi áhrifa
Lúthers á vestræna menningu verður hæglega dregið í efa réttmæti slíkra for-
dóma, því að margir heimspekingar Vesturlanda koma úr herbúðum mót-
mælenda...“ (487) Gætir í þessu orðalagi æði „apologetískrar“og „pól-
emískrar" slagsíðu sem er ekki prýði á fræðiriti. Að mínum dómi er mögu-
legt að taka fleiri en eina afstöðu til Lúthers eða meta framlag hans og áhrif
á fleiri en einn veg án þess að eitt sjónarmiðið sé rétt en hin séu byggð á for-
dómum. Sú staðreynd að Kant, Schelling, Fichte, Hegel, Feuerbach og
138