Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 140

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 140
Hjalti Hugason tísku en hins vegar menningarlegu og félagssögulegu þróun sem siðbótar- starfið hratt af stað í ríkjum Norður-Evrópu. Ekki verður því sagt að fyrr- greind orðnotkun sé óeðlileg eða þurfi að draga úr hlutleysi ritsins. Á hinn bóginn má e.t.v. segja að orðræða höfundar sjálfs um Lúther sé full gildishlaðin og einhliða. Ef til vill komumst við næst mati hans á sögu- persónu sinni er hann segir: „Hann ætlaði sér aldrei að koma fram með eig- in skoðun á málefnum guðfræðinnar heldur vildi hann þvert á móti setja fram hina kristnu og kirkjulegu kenningu.“ (32) Þetta virðist höfundur einnig telja að Lúther hafi tekist. í því sambandi má t.d. benda á ummæli af bls 29 þar sem segir: „(Prófessors-)Starfinu (innskot HH) fylgdi prédikunarar- skylda og á þeim vettvangi byrjaði hann að skerpa og endurbæta túlkun kirkjunnar á ritningunni.“ (29) í ritinu er síðan gegnumgangandi notað það orðalag að Lúher hafi endurbætt, enduruppgötvað eða endurvakið hinn „rétta boðskap ritningarinnar“. (34, 35, 50, 193, 385, 411) Þetta er í raun hefðbundin túlkun lúthersku kirkjunnar á endurskoðunar- starfi Lúthers. Á því leikur heldur ekki vafi að þessi orðræða mótast af stefnu- skrá Lúthers sjálfs en henni lýsir Sigurjón Árni - ugglaust réttilega - svo: „Hann stefndi aftur að upphafinu: ritningunni og hinum fomkirkjulegu játn- ingum, og gerði þær að meginforsendum fyrir athugunum sínum.“ (44) í jafn- viðamiklu fræðiriti um guðfræði Lúthers hefði þó að ósekju mátt taka „krítísk- ari“ afstöðu til þess hvort sjálfsmynd Lúthers og hin sögulega raunmynd hans séu í raun eins fullkomnar samhverfur og ofangreint orðalag gefur til kynna. Önnur hlið á þeirri fagurmynd sem óneitanlega virðist blasa við af Lúth- er í ritinu kemur fram í því að höfundi verður tíðrætt um fordóma í garð Lúthers. (Sjá t.d. 45, 46, 49, 51) Skýrast gengur hann til verks í þessu efni á bls 95-96 í kafla sem hann beinlínis nefnir Fordóma gagnvart kenningunni (þ.e. um ríkin tvö)! Vandséð er þó að kaflinn fjalli um annað en gagnrýnar túlkanir á tveggja ríkja-kenningunni. Vissulega hefur siðbótarfrömuðurinn síst farið varhluta af fordómum allt frá upphafi starfs síns og fram á þennan dag. Ég tel þó að víða jaðri við að höfundur stimpli „krítískar“ túlkanir á framlagi Lúther að ósekju sem fordóma. T.d. getur hann þess að margir telji Lúther hafa sniðið heimspekinni þröngan stakk og segir síðan: ,„í ljósi áhrifa Lúthers á vestræna menningu verður hæglega dregið í efa réttmæti slíkra for- dóma, því að margir heimspekingar Vesturlanda koma úr herbúðum mót- mælenda...“ (487) Gætir í þessu orðalagi æði „apologetískrar“og „pól- emískrar" slagsíðu sem er ekki prýði á fræðiriti. Að mínum dómi er mögu- legt að taka fleiri en eina afstöðu til Lúthers eða meta framlag hans og áhrif á fleiri en einn veg án þess að eitt sjónarmiðið sé rétt en hin séu byggð á for- dómum. Sú staðreynd að Kant, Schelling, Fichte, Hegel, Feuerbach og 138
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.