Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Side 167
Ritdómar
kemur að niðurskipan efnisins og að efnisvali. Bókinni skiptir hann í ijóra
megin kafla: í þeim fyrsta og stysta (s. 11-16) er að finna skýringar hans á
því hvað átt sé með kristindómi og gyðingdómi. í öðrum megin kaflanum (s.
17-70) er saga gyðingdóms rakin. Þriðji kaflinn (s. 71-106) ljallar um trú og
líf í gyðingdómi samtímans og í lokakaflanum (s. 107-156) er síðan Qallað
um gyðingdóm af kristnum sjónarhóli.
í bókinni er glímt við spurninguna um hvar greini á milli gyðingdóms og
kristni, en bæði þessi trúarbrögð eiga rætur sínar í ritum Gamla testamentis-
ins. Þau byggja á trúnni á Guð og fyrirheitum hans. Af kristnum sjónarhóli
hefur oft verið litið á gyðingdóminn sem lögmálstrú andstætt kristninni sem
boði frelsun fyrir trú. Höfundurinn heldur því fram að þarna sé muninum
ekki rétt lýst og leggur í þess stað áherslu á sameiginlegan grundvöll þess-
ara trúarbragða. Þau séu sprottin upp af sömu rót, eigi sama andlega arf að
grundvelli trúar. En auðvitað er munur á kristni og gyðingdómi og fjarri fer
því að Bo Johnson reyni að loka augunum fýrir því. Munurinn verður, að
mati höfundarins, augljósastur í afstöðunni til Jesú frá Nasaret. Strax með
því að tengja saman nöfnin Jesús og Kristur hafa kristnir menn borið fram
sína grundvallar trúarjátningu. Kristur (kristos) er gríska þýðingin á Messí-
as. Spurningin er því sú hvort kristnum mönnum hafi skjátlast þegar þeir
báru fram og bera fram þá játningu að Jesús sé Messías, að þeir hafi verið of
fljótir á sér og ættu í þess stað að gera eins og gyðingarnir að bíða einhvers
annars. Að skilningi gyðinga er Messías enn ekki kominn. Hér reynir líka
einna mest á þegar kemur að samtali milli fulltrúa þessara skyldu trúar-
bragða.
í hinu sögulega yfirliti bókarinnar horfir höfundur ekki framhjá þeirri
hryggilegu staðreynd að dæmin um ofsóknir kristinna manna á hendur gyð-
ingum eru mörg og alvarleg. í því sambandi gerir hann hugtakið „antísemít-
isma“ að umtalsefni sem hefur, þrátt fyrir að grunnmerking þess sé augljós-
lega önnur, verið notað um neikvæða afstöðu til gyðinga, allt frá fyrirlitn-
ingu og hæðni til haturs og þjóðarmorðs. Elstu dæmi þessa höfum við þegar
innan Gamla testamentisins, svo sem frásagnirnar af því hvernig faraó kúg-
aði Ísraelítana í Egyptalandi og af fyrirhuguðu þjóðarmorði á gyðingum í
Esterarbók. Um og eftir 1930 náði „antísemitisminn" hámarki sínu í nasism-
anum og helförinni, þ.e. hinni skipulögðu útrýmingarherferð nasista á hend-
ur gyðingum þar sem um sex milljónir þeirra létu lífið. Nú, þegar meirihluta
manna man ekki tímann fyrir eða frá því í heimsstyrjöldinni síðari, hafa antí-
semitískar tilhneigingar tekið að gera vart við sig á nýjan leik. Óhætt er að
slá því föstu að þær hafa aukist mjög eftir að Bo Johnson skrifaði þessa bók
sína og birtast meðal annars í mjög einhliða og hlutdrægum fréttaflutningi af
165