Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Qupperneq 170
Gunnlaugur A. Jónsson
prédikanasöfn frá hendi Sigurbjörns, af svo miklu hefur hinn aldni biskup
enn að miðla. íslensk kristni stendur í mikilli þakkarskuld við hann.
En hver skyldi vera galdurinn á bak við hinn mikla áhrifamátt prédikana
Sigurbjörns? Það er fróðlegt að velta því fyrir sér og raunar nauðsynlegt fyr-
ir alla íslenska prédikara til að þeir fái lært og numið sem mest af honum.
Sjálfum kemur mér fyrst í hug nauðsyn þess að kunna sína guðfræði. Það
eitt og sér hrekkur þó harla skammt ef vantar hæfileikann til að miðla henni.
Þar reynir á það að kunna að tala inn í aðstæður á hverjum stað og ekki skipt-
ir minna máli að tala út frá einlægri trúarvissu. Framsetningin, málfarið og
meðferð þess, skiptir og miklu máli. Á öllum þessum sviðum er prédikun
Sigurbjörns biskups lýtalaus. Meðferð móðurmálsins er með þeim hætti að
lesandi eða áheyrandi nýtur þess sem á borð er borið. Ekki skiptir heldur litlu
að kunna góð skil á íslenskri sögu, en um það efni segir hann réttilega: „Sá
er illa læs á letur íslenskrar sögu, sem ekki skilur kristið mál“ (s. 237). Ekk-
ert vantar á kunnáttu Sigurbjörns hér. Þá vitnar hann ríkulega í íslensk skáld
eins og Davíð Stefánsson, Einar Benediktsson og Stein Steinarr og gerir það
jafnan af smekkvísi og er fundvís á dæmi sem falla vel að boðskap hans. Eft-
ir Einari hefur hann að „heimþrá vor til Guðs er lífsins kjarni“ (s. 129). Þá
vil ég nefna að mér finnst það mikill kostur á prédikunum Sigurbjörns að
hann leyfir sér í ríkum mæli að vera persónulegur, vitnar um sína eigin
reynslu, sbr. þegar hann minnist móður sinnar en það gerir hann víða í pré-
dikunum og ekki að undra þar sem hún gaf líf sitt til að bjarga honum er eld-
ur kom upp í húsi þeirra: „Líkamlega móður mína man ég ekki. En ég veit
hvernig hún bað fyrir mér“ (s. 207).
Stíll Sigurbjörns einkennist oft af klifun eða endurtekningum sem eru til
þess fallnar að gefa orðum hans aukna áherslu, festa þau í minni, til dæmis:
„Öll vera þess sýgur í sig öryggi, traust, tiltrú til lífsins“ (s. 219) eða: „Sá
sem lifir trúarlífi, sá sem er guðrækinn, bænrækinn, kirkjurækinn, er að
tengja sjálfan sjálfan sig, sinn innra mann, við uppsprettu lífsins, Guð“ (s.
130). Þetta stílbragð Sigurbjörns á einmitt rætur í Biblíunni en meginein-
kenni hebresks kveðskapar er það sem kallað hefur verið hugsanarím þar
sem tvær eða fleiri ljóðlínur eru látnar segja sömu eða svipaða hugsun en
með mismunandi orðalagi.
Oft kryddar Sigurbjörn mál sitt með velheppnuðum samlíkingum eins og:
„Kirkjur á íslandi hafa verið heilsustöðvar á íslandi í þúsund ár“ (s. 130).
Eða: „Ekkert haggar þeirri staðreynd að trúarþörfin er eins rótlæg og leitin
að móðurbrjósti“ (s. 224). Slíkar samlíkingar festast í minni áheyrenda.
Kannski skiptir einna mestu fyrir áhrifamátt prédikana Sigurbjörns
hversu lagið honum er að tala inn í aðstæður á hverjum þeim stað sem hann
168