Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Síða 173

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Síða 173
Ritdómar slíku sem leynist í hebreska textanum og gyðingar hafa eðlilega næmara auga fyrir en við hin sem fáumst við þessi fræði og höfum ekki hebreska tungu að móðurmáli. Meðal sálma sem skoðaðir eru með rabbínskum gleraugum er kunnasti sálmur Saltarans, þ.e. S1 23 „Drottinn er minn hirðir“ og sálmurinn sem Jesús sótti andlátsorð sín á krossinum í, þ.e. S1 22, svo og sá sálmur sem ís- lenski þjóðsöngurinn var ortur út af, þ.e. S1 90, og loks S1 73 sem gegnir stóru hlutverki innan sálmasafnsins þegar hugað er að uppbyggingu þess. Hér skulu loks nefndar nokkrar forvitnilegar skýringar sem Magonet sækir í hina gyðinglegu túlkunarhefð (midrash). Þannig nefnir hann forvitni- lega skýringu á því hvernig „þúsund árin“ í S1 90 hafa í midrash verið tengd paradísarsögunni. Sú skýring er á þá leið að þegar Adam hafði etið af hinu forboðna tré í aldingarðinum Eden þá lést hann ekki samdægurs, eins og Guð hafði sagt að hann myndi gera, því að einn dagur er hjá Guði sem þús- und ár. Adam sá líka fram í tímann og vissi að Davíð konungi var ætlað að deyja á unga aldri. Adam ákvað því að gefa Davíð 70 ár af ævi sinni svo að hann gæti náð þeim aldri sem manninum er ætlaður samkvæmt S1 90:10: „Ævidagar vorir eru sjötíu ár.“ Þannig gat Davíð náð eðlilegum aldri en það er þá líka ástæðan til þess Adam dó 930 ára að aldri. Nútíma biblíuvísindi gefa trúlega yfirleitt ekki mikið fyrir slíka ritskýr- ingu en það er bæði forvitnilegt og gagnlegt að huga að því hvernig sérhver kynslóð mótar sína eigin túlkun og raunar sérhver einstaklingur sem á ann- að borð leggur sig fram um það að glíma við biblíutextana til að öðlast skiln- ing á þeim. Sjálfur bendir Magonet (s. 52) á að túlkun eigi sér aldrei stað í tómarúmi og það sé okkar að ákveða hvort við viljum reyna að gera okkur grein fyrir hvað við leggjum með okkur við lestur textanna. Með því að kanna mismunandi skoðanir, til dæmis túlkanir rabbínanna, getum við öðl- ast mynd af okkar eigin skilningi og dýpri skilning á því hvað einstakir sálm- ar hafa að bjóða. Fórnarkostnaðurinn sé vissulega sá að við glötum fullviss- unni um að „þetta og aðeins þetta“ sé það sem sálmurinn merkir. En Mago- net bendir á móti á að gyðingleg hefð hafi alltaf metið meira vitneskjuna um að sálmarnir séu opnir fyrir stöðugum nýuppgötvunum og að þeir geti talað á nýjan hátt inn í nýjar og breyttar aðstæður lesendanna. Magonet bendir á í þessu sambandi að oft muni lesandinn komast að því að tveir ólíkar skoðan- ir eða ætlanir höfundarins séu til staðar í textanum. Þó að ýmsar skýringar Magonets virki framandi á flesta eru aðrar hins vegar á þann veg að nútíma biblíufræðingar hljóta að gefa þeim alvarlegan gaum og í sumum tilfellum hafa vafalaust einhverjir þeirra komist að sömu eða svipaðri niðurstöðu og þessi frumlegi fræðimaður úr röðum gyðinga. 171
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.