Morgunblaðið - 02.07.2015, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 02.07.2015, Qupperneq 68
68 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2015 HJÓLREIÐAR 2.495KR BRÖNS Í hádeginu laugardaga, sunnudaga og rauða daga frá 11:30 – 15:00 g e y s i r b i s t r o . i s Aðalstræti 2 517 4300 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Að skipuleggja reiðhjólaferðalag um landið á hjóli kallar á allt aðr- ar upplýsingar en ef farið er á bíl. Hjólreiðafólk fer hægar yfir, þarf að velja sér leið- ir með tilliti til umferðar og vegarhalla og stólar á að geta með reglulegu millibili fundið gistingu og nauðsynlega þjónustu. „Síð- ast en ekki síst eru hjólreiða- menn sísvangir, og alltaf á höttunum eftir stað til að kaupa eins og eina pylsu eða hamborgara,“ segir Sesselja Traustadóttir, framkvæmdastjóri Hjólafærni. Að sögn hennar hefur mikið vantað upp á upplýsingagjöf fyrir hjólandi ferðalanga. Úr varð að búa til nýtt kort af Íslandi, Cycling Iceland-kortið, sem búið er að laga sérstaklega að þörfum hjólreiðafólks. Hefur verið lengi í þróun Gerð kortsins hefur haft langan aðdraganda og tengist m.a. verk- efni um kortlagningu svokallaðrar EuroVelo-reiðhjólaleiðar frá Keflavík út á Seyðisfjörð. Euro- Velo er verkefni sem vottar góðar hjólaleiðir sem bjóða upp á við- unandi þjónustustig og aðstæður til hjólreiða. Eru margar slíkar hjólaleiðir í Evrópu en engin á Ís- landi. Sesselja ritstýrði árið 2013 fyrstu útgáfunni af kortinu og lagði þar mikla vinnu í að leita uppi hvers kyns hjólatengda starf- semi hringinn í kringum landið. Fann hún jafnvel áhugamenn sem voru tilbúnir að bjarga ferða- mönnum ef þeir lentu í vandræð- um í afskekktum landshlutum. Í annarri útgáfu kortsins kom Ómar Smári Kristinsson hjólabókahöf- undur með í verkefnið. „Hann er mikill áhugamaður um hjólaleiðar og hefur varið ógrynni stunda í að gera kortið sem læsilegast og eins upplýsandi og orðið er,“ segir Sesselja og tiltekur einnig Andr- eas Macrander, sem hjálpaði til við að bæta kortið enn frekar. Á myndinni hér til hliðar má sjá stækkaðan hluta af suðvesturhorn- inu eins og það birtist á kortinu. Íslandskort gert sérstaklega með hjólreiðafólk í huga  Á Cycling Iceland-kortinu er meðal annars búið að merkja brekkur og vegi þar sem er minni umferð til að létta ferðalagið Kortið sýnir hvaða þjónustu má kaupa í þéttbýliskjörnum um land allt og hvar finna má reiðhjólaverkstæði og -verslanir Morgunblaðið/Ómar Praktískt Útlendingum og heimamönnum þykir mörgum upplifun að sjá landið á hjóli. Mynd úr safni af pari á ferð við Kirkjubæjarklaustur. Sesselja Traustadóttir Gagnlegt Sýnis- horn af Cycling Iceland-kortinu. Alls kyns nytsam- legar upplýsingar er þar að finna. Í umræðunni um hjólandi ferða- menn vill stundum bera á nei- kvæðni og tali um að þessi hóp- ur sé ekki jafnverðmætur og aðrir gestir. Betra sé að fá til landsins sterkefnaða og eyðslu- glaða gesti sem fara út að borða á dýrum veitingastöðum og verja nóttinni á lúxushót- elum. Ekki verra ef þeir leigja þyrlu og fara í laxveiði með heil- um her leiðsögumanna. Minna sé að hafa upp úr hjólandi fólki sem gistir á tjaldstæðum og kaupir sér nesti á næstu bens- ínstöð. Sesselja segir þetta viðhorf byggt á misskilningi. Það er rétt að hjólandi ferðamenn eyða minni peningum á dag en þeir heimsækja landið þeim mun lengur, oft fjórar til sex vikur í einu. „Þetta fólk er líka meira en tilbúið að eyða peningum en oft er þjónustan ekki til staðar. Sjálf skrapp ég austur á firði fyrir skömmu og hjólaði þar skemmti- lega leið. Bæði þurfti ég að fljúga á staðinn, sem kostaði sitt, en alls staðar þar sem völ var á þjónustu eyddi ég pen- ingum með glöðu geði, ekki síst þar sem matur var í boði.“ Bendir Sesselja á að reið- hjólafólk ferðist hægt yfir og komi víða við. „Þetta er líka hópur sem spænir ekki upp mal- bikið okkar og umgengst náttúr- una af virðingu og tillitssemi.“ Reiðhjólafólk hefur lengi kvartað yfir skorti á tillitssemi á vegum úti. Bílarnir aki of hratt og allt of nálægt reiðhjólunum. Sesselja segir að á undanförnum árum hafi þetta breyst mjög til batnaðar, sennilega vegna þess að æ fleiri hafa reynt það á eig- in skinni að hjóla í umferðinni og vita hversu óþægilegt það er fyrir hjólandi fólk ef ökumenn sýna ekki nægilega nærgætni. Að sögn Sesselju ættu öku- menn að hægja á sér áður en komið er að hjólreiðamanninum og reyna að gefa honum sem mest svigrúm á veginum, með því ýmist að fara út á miðjan veginn eða jafnvel alla leið yfir á hina akreinina ef aðstæður leyfa. „Bílstjórar stóru flutningabíl- anna ættu alveg sérstaklega að gæta sín á því að aka ekki of geyst í kringum hjólreiðafólk. Þeir skilja eftir sig svakalegt lofthögg sem getur valdið slys- um. Það ætti ekki að kosta bíl- stjórana mikið að hægja vel á ferðinni þegar hjólreiðamaður er á veginum.“ Verðmætir gestir sem sýna þarf tillitssemi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.